Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 36

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 36
INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA I síðasta tölublaði Kylfings, sem kom út i desember sl. voru félagar GR eindregið hvattir til að greiða félagsgjöld sin sem fyrst, þannig að klúbbnum tækist að greiða gjald- fallnar skuldir hið fyrsta. Nokkrir traustir félagar brugðust vel við og ber að þakka þeim. En staðreyndin er sú, að allur þorri meðlima klúbbs- ins á enn eftir að greiða gjöldin sín að öllu leiti. Sjálfsagt er um að kenna fjárskorti hjá sumum, en allt of margir eru sinnulausir um þessa hluti þar til á síðustu stundu, því miður. Þann 1. maí nk. falla gjöldin í gjalddaga. Þeir sem hafa ekki þá greitt að fullu missa réttindi sín sem meðlimir að hluta til, þ.e. rétt til leiks á völlum klúbbsins án greiðslu vallargjalda í hvert sinn og þátttöku- rétt í mótum, hvort sem um er að ræða innanfélagsmót eða opin mót. Þá er rétt að benda á samþykkt aðal- fundar um hækkun gjaldanna um 10% á mánuði frá 5. júní. Er hér með skorað á félaga GR að greiða gjöld sín nú þegar, og eigi siðar en þann 1. maí nk. ÁTAK í FÉLAGSSTARFI Undanfarin ár hafa farið fram kröftugar umræður hjá félags- mönnum G.R. um stöðu félagslífs í klúbbnum, og hafa þær umræður aðallega snúist um hversu dauft félagslífið væri, en aðrir hafa talið, að ekki sé hægt að halda uppi virku félagslífi í svo stórum golfklúbb sem G.R. er. Stjórn G.R. er á öðru máli og hef- ur sett sér það markmið að styrkja félagslíf klúbbsins eins og vonandi allir klúbbmeðlimir hafa hug til, en það verður ekki gert nema með sam- eiginlegu átaki klúbbmeðlima og stjórnar G.R. Fyrsti stórviðburðurinn í félagslifi G.R. á þessu golftímabili var vor- fagnaður í golfskálanum þ. 19. apríl og var sérstaklega vel vandað til þessarar skemmtunar. G.R. kylfingar! Nú er lag, kom- John Drummond og Martýn Knipe AÐSTOÐARKENNARI HJÁ JOHN DRUMMOND John Drummond hefur ráðið til sín aðstoðarkennara. Er hann ensk- ur, Martyn Knipe að nafni. Hefur velkominn til starfa. hann öll tilskilin réttindi frá PGA í Englandi og mun því verða John styrk stoð á komandi sumri. Kylfingur býður Martyn Knipe um félagslífi klúbbsins í það horf sem hugur okkar stendur til. Með golfkveðju, f.h. skemmtinefndar G.R. Ólafur Jónsson. GOLFSKÓLI GR Golfnámskeið verða haldin í sum- ar á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur fyrir pilta og stúlkur 12—14 ára, þ.e. fædd 1972, 73 og 74. Námskeiðin verða í Grafarholti og að Korpúlfsstöðum, og kenna leiðbeinendur og golfkennari alla þætti golfíþróttarinnar. 1. námskeið: 2.—13. júní. 2. námskeið: 16.—27. júní. Hvert námskeið stendur yfir i 2 vikur, alla virka daga frá kl. 10—16. Fleiri námskeið verða ef nauðsyn krefur. Þátttökugjald á hvert námskeið er 2000 kr., sem gildir áfram sem sumarkort að Korpúlfsstöðum. Innifalið eru m.a. áhöld á námskeið og ferðir til og frá Grafarholti, Há- marksfjöldi á námskeið er 16 þátt- takendur. Innritun fer fram í Grafarholti frá 19. maí í síma 84735. Allar upplýsingar fúslegar veittar í sama síma. 36 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.