Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 9

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 9
1) Fundur var settur af Seppo Soratie forseta finnska golfsam- bandsins og fundarritari var Jorma Huhtanen. 2) Fundargerð síðasta fundar i Reykjavík lesin og samþykkt. 3) Fjöldi iðkenda: Danmörk 23.000., ísland 2.773., Noregur 6.000., Svíþjóð 115.000., Finnland 6.000., 4) Samþykkt að breyta nafni Skandinaviska golfsambandsins (SGU) í Nordisk golfunion (NGU) eða Norræna golfsambandið. 5) Samþykktar voru nokkrar breytingar á reglugerð um Norður- landamót i golfi. Ennfremur sam- þykkt að leyfa ekki kylfusveina á næsta NM-móti. 6) Næsta NM-mót í golfi verður í Danmörku dagana 23. og 24. ágúst 1986. 7) Congu-forgjafarkerfið. All- ar Norðurlandaþjóðirnar, utan Finn- lands, hafa notað Congu-forgjafar- kerfið undanfarin ár, og reynsla þykir allgóð. Finnar munu byrja að nota Congu-forgjafakerfið í byrjun árs 1986. 8) Áhugamannareglurnar. Rætt var um áhugamannareglurnar og var staðfest, að bréfið, sem sent var eftir fundinn í Reykjavík, hafi haft þau áhrif, að áhugamannareglunum var breytt, er varðar æfingabúðir fyrir kylfinga. Samþykkt að senda (nýja) ályktun frá þessum fundi til EGA og þrýsta á, að frekari rýmkun á áhugamanna- reglunum yrði hraðað. 9) Samþykkt var, að vegna út- gáfu nýrra golfreglna 1988, ætti hvert samband, innan Norðurlandasam- bandsins, að senda sínar eigin breyt- ingatillögur beint til R & A fyrir árs- lok 1986. 10) Samþykkt að næsti fundur verði haldinn 22. ágúst 1986 í Dan- mörku. AÐALFUNDUR EGA Aðalfundur EGA haldinn 11. og 12. októberíHaagíHollandi. Fund- urinn var settur af forseta Evrópu- sambandsins R. Rahausen. Fyrir hönd GSÍ, sátu þennan fund, Konráð R. Bjarnason og Georg H. Tryggvason. 1) Samþykkt var að veita Júgó- slövum aðild að EGA, eru þá aðildar- þjóðirnar orðnar 21. 2) Samþykkt var að hækka aðild- argjöld til EGA og þarf fsland nú að greiða SFR 2000. 3) Nú eru aðeins 3 þjóðir í EGA sem hafa ekki tekið upp Congu for- gjafakerfið. Það eru Finnland, ítalía og Júgóslavía, en munu nota það frá og með 1. janúar 1986. 4) Miklar umræður urðu um áhugamannareglurnar og hámark verðlauna á mótum, því eins og menn vita þá er miðað við annarsvegar £150 og hins vegar $350 og var samþykkt að halda áfram að miða við þessar tölur. Jafnframt var samþykkt að þrýsta á R&A um að áhugamannareglum í golfi yrði breytt í þá átt, að þær verði raunhæfar miðað við nútíma aðstæð- ur, en eins og menn vita er R&A íhaldssöm stofnun svo reikna má með að nokkurn tíma taki að fá fram leið- réttingu í þessum málum. 5) Samþykkt var að 1. Evrópu- mót einstaklinga færi fram á næsta ári, og mun karlakeppnin fara fram í Hollandi og kvennakeppnin í Frakk- landi. 6) Ákveðið var, að á öllum golf- völlum væru settir niður hælar, í 150 metra fjarlægð frá miðri flöt. 7) Varðandi hugmynd ítalska golfsambandsins um að halda ungl- ingameistaramót, þá hafði stjórn EGA ekki neitt við það að athuga, en gæta yrði þess að nafn EGA væri ekki á einn eða neinn hátt tengt mótinu. 8) Varðandi Evrópumót öld- unga, þá er það skoðun meirihluta aðildaþjóða Evrópusambandsins, að Evrópusambandið muni ekki um sinn taka þátt, eða eiga aðild að undirbún- ingi slíkra móta, því að samkvæmt lögum EGA, þá á Evrópusambandið að stuðla að mótum, þar sem aðeins keppa bestu kylfingar hvers lands og án forgjafar. Aftur á móti, þá er það í höndum hvers sambands innan EGA að vinna að málum öldunga. 9) Forseti Evrópusambandsins er Jens Wester Andersen og er hann Dani. Vænta má, að samvinna við hann verði góð í þau tvö ár sem hann situr sem forseti EGA. FJÖLÞJÓÐAMÓT Evrópumeistaramót karla fór fram í Halmstað í Svíþjóð 26.-30. júní 1985. Lið íslands skipuðu: Sigurður Pétursson GR — 150 högg Ragnar Ólafsson GR — 159 högg Hannes Eyvindsson GR — 159 högg Björgvin Þorsteinsson GR — 165 högg Ulfar Jónsson GK — 163 höggum Sigurður Sigurðsson GS — 168 högg. Lék sveitin samtals á 794 höggum og skipaði sér í 17. sæti í höggleikn- um. Síðan tap gegn Belgum 5 Vi/\ Vi — og Tékkum 4/3 og hafnaði sveitin í neðsta sæti mótsins. 6 unglingar voru sendir í æfinga og keppnisferð til Skotlands, sem tókst mjög vel og var frammistaða ungling- anna góð og er vonast til að framhald verði á þessum samskiptum við Skota. Þátttakendur voru: Þorsteinn Hallgrímsson GV, ívar Hauksson GR, Kristján Hjálmarsson GK, Sigurjón Arnarson GR, Guðmundur Arason GR, Jón H. Karlsson GR. Liðsstjóri var Sigurður Héðinsson og fararstjóri var Ari F. Guðmundsson. Doug Sanders drengjamótið fór fram í Aberdeen 20.-24. ágúst. Þor- steinn Hallgrimsson GV varð nr. 12 á 305 höggum. 17 þjóðir sendu kepp- endur á mótið. Fararstjóri var Sig- urður Héðinsson. Norðurlandameistaramót fór fram í Turku í Finnlandi. Bæði karla- og kvennasveitin urðu í neðstu sætum. Steinunn Sæmundsdóttir varð i 12. sæti í einstaklingskeppni kvenna af 22 á 331 höggi. Sigurður Pétursson varð í 14. sæti í einstaklingskeppni karla af 33 á 298 höggum. KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.