Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 13

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 13
Ein af holunum á La Quinta golfvellinum i Palm Spríngs í Californina, en hann var kjörínn einn af 100 bestu völlum i U.S.A. 1985. baka, þá gildir það í bókstaflegri merkingu og skiptir þá engu máli, þó að leikmaður hafi slegið af teig, hitt stein og boltinn farið 20 m aftur fyrir teiginn, leikmaður á að tía upp aftur á teignum. Komið geta upp aðstæður, þar sem aðeins einn eða tveir af áður- nefndum valmöguleikum koma til greina sem lausn, skv. reglu 28. Ekk- ert tillit er tekið til slíkra aðstæðna. Dæmi: Leikmaður slær bolta sínum í legu, þaðan sem erfitt er að slá hann. Hann getur ekki fari beint aft- ur vegna þess að þá yrði hann að fara út af vellinum, og innan tveggja kylfulengda er ekkert svæði þar sem hægt er að droppa á vegna grjóts. Hann hefur því aðeins um tvo mögu- leika að ræða, fara aftur til baka eða reyna að leika boltanum eins og hann liggur. Reyni leikmaður að leika boltanum á hann á hættu, að hann lendi annað hvort útaf vellin- um eða í ennþá verri legu, og hefur hann í fyrra tilfellinu ekki um annað að ræða en láta boltann falla aftur á sinn fyrra stað. Áhættan er þannig mikil þegar valmöguleikarnir eru fáir og er þvi vafalaust hyggilegast fyrir þennan leikmann að slá högg sitt upp á nýtt af teignum. Reglan gefur því leikmönnum þrjá valkosti, aðra en að leika boltanum eins og hann liggur, ef hann er ill- eða óslá- anlegur, en jafnframt verður að gera ráð fyrir, að þeir noti þá skynsam- lega. Ekki er gert ráð fyrir því í regl- unum, að leikmönnum séu gefnir aðrir valkostir og ekki er leyfilegt að setja staðarreglur eða sérreglur, sem breyta áhrifum þessarar golfreglu. Nú getur það gerst, að leikmaður, sem ætlar að fara að, skv. reglu 28, leiki bolta, sem ekki er hans upphaf- legi bolti. Þá gildir eftirfarandi: Leikmaður finnur bolta í ósláanlegri legu, sem hann heldur vera sinn. Hann ákveður að taka víti og fara til baka og slá aftur. Þetta er honum heimilt og verður þá boltinn, sem hann fann, hans bolti i leik en upp- runalegi boltinn týndur. Hins vegar ef hann hefði í stað þess að fara til baka, valið að láta boltann falla inn- an tveggja kylfulengda eða farið aft- ur eins langt og hann vill í línu á flaggið, þá hefði boltinn, sem hann fann, verið rangur bolti og hann fengið víti, skv. reglunni um rangan bolta. Áðurnefndur mismunur ligg- ur í því, sem fram kemur í byrjun þessarar greinar, að ef valin er Iausn með högg og fjarlægð, þá þarf ekki að finna hinn upprunalega bolta, en ef hinir tveir valmöguleikarnir eru notaðir, þá krefst reglan þess, að þeir séu fundnir, áður en þeir eru lýstir ósláanlegir. Þeir, sem lesið hafa greinarstúf þennan með athygli, skilja nú vafa- laust, að hin einkennilega staðar- regla, sem gilt hefur á Grafarholts- velli, um að stilla megi upp bolta ut- an brautar gegn víti, á sér ekki stoð í golfreglunum. Hún er fjórði val- möguleikinn, sem við, er leikum Grafarholtsvöll, höfum notað í leyf- isleysi og i trássi við golfreglurnar. Rök þau, sem við höfum fært fram fyrir notkun þessarar staðarreglu, standast ekki, hvorki lagalega né KYLFINGUR 13

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.