Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 26

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 26
á 86. Var Steinunn því með forystu á 248 höggum, en Ragnhildur var á 250. Þær stöllur Þórdís Geirsdóttir og Kristín Pálsdóttir voru jafnar í 3. sæti á 257 höggum. Nú fór keppni harðnandi í 1. flokki karla. Þennan dag lék ungur kylfingur úr GR, Guðmundur Ara- son best allra á 76 höggum, meist- arataktar hjá pilti. Skaust hann upp í 2. sætið og var samtals á 234 högg- um. Helgi Eiríksson lék enn sem fyrr af öryggi og var í 1. sæti, en aðeins einu höggi betri en Guðmundur. Ólafur Gylfason var í 3. sæti á 238 hóggum. í 1. flokki kvenna var röðin enn óbreytt, en mjótt á mununum. Erla leiddi á 280 höggum, Lóa var á 281 og Aðalheiður á 282. Þennan dag lauk keppni í 2. flokki karla. Guðmundur Sigurjónsson GS, sem leitt hafði keppnina tvo fyrstu dagana en misst hana til Karls H. Karlssonará3. degi, lék af öryggi og kom inn á samtals 334 höggum. Karl lenti í vandræðum og fékk slæmt skor þennan dag, en náði þó 3. sæti á 340 höggum. En best allra í 2. flokki karla þennan dag lék Sig- urþór Sævarsson GS, eða á 80 högg- um, og náði hann að jafna við Guð- mund. Urðu þeir því að fara aftur út í umspil, og þá sigraði Guðmundur. Guðmundur Arason GR, sigurvegari í 1. flokki karla. Hörð og tvísýn barátta hafði verið allan tímann í 3. flokki karla, en á lokadegi í þeim flokki seig Bessi Gunnarsson GA fram úr keppinaut- um sínum og sigraði örugglega á samtals 350 höggum. ívar Harðar- son GR, sem hafði forystu fyrir síð- asta keppnisdag, varð að láta sér lynda 2. sætið á 356 höggum. Sig- urður Aðalsteinsson GK varð í 3. sæti á 359 höggum. 5. keppnisdagur. Síðasta mótsdag léku aðeins Áhyggjur geta verið margvíslegar hjá liðsstjóra 70 manna hóps. Hér ræðir Björgúlfur Lúðvíksson, liðsstjóri GR, við aðaldómara Landsmótsins, Frímann Gunnlaugsson. meistaraflokkar og 1. flokkar. Fyrst til að ljúka keppni var 1. flokkur kvenna. Þar lék Lóa Sigurbjörns- dóttir GK best á lokadeginum og sigraði á 376 höggum samtals. Erla Adólfsdóttir GA, sem hafði haft forystuna allan tímann, hafnaði í 2. sæti á 378 höggum, og Aðalheiður Jörgensen GR varð 3. á 380. Félagarnir ungur úr GR, Helgi Eiríksson og Guðmundur Arason, léku enn sem fyrr af stakri snilld. Lék Guðmundur á 75 höggum þenn- an dag og náði með því 1. sætinu frá Helga, sem lék á 19 höggum og hafn- aði í 2. sæti. Samtals var Guðmund- ur á 309 höggum en Helgi á 312. í 3. sæti urðu jafnir Friðþjófur Helga- son NK og Ólafur Gylfason GA, og hlaut Friðþjófur verðlaunasætið eftir umspil. Skemmtileg og tvísýn barátta hafði verið allt mótið í meistara- flokki kvenna. Lokadaginn lék Ragnhildur glæsilega og setti nýtt vallarmet kvenna á Jaðri, 79 högg. Segja má, að framfarir hennar í golfi séu undraverðar, því að hún snerti í fyrsta sinn á golfkylfu síðari hluta sumars 1983. Má mikils af henni vænta í framtíðinni. íslandsmeist- aratitillinn kom því í hlut Ranghild- ar, lék hún samtals á 329 höggum, sem jafnframt er vallarmet kvenna á 26 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.