Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 26

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 26
á 86. Var Steinunn því með forystu á 248 höggum, en Ragnhildur var á 250. Þær stöllur Þórdís Geirsdóttir og Kristín Pálsdóttir voru jafnar i 3. sæti á 257 höggum. Nú fór keppni harðnandi í 1. flokki karla. Þennan dag lék ungur kylfingur úr GR, Guðmundur Ara- son best allra á 76 höggum, meist- arataktar hjá pilti. Skaust hann upp í 2. sætið og var samtals á 234 högg- um. Helgi Eiríksson lék enn sem fyrr af öryggi og var i 1. sæti, en aðeins einu höggi betri en Guðmundur. Ólafur Gylfason var i 3. sæti á 238 höggum. Guðmundur Arason GR, sigurvegari í 1. flokki karla. I 1. flokki kvenna var röðin enn óbreytt, en mjótt á mununum. Erla leiddi á 280 höggum, Lóa var á 281 og Aðalheiður á 282. Þennan dag lauk keppni í 2. flokki karla. Guðmundur Sigurjónsson GS, sem leitt hafði keppnina tvo fyrstu dagana en misst hana til Karls H. Karlssonará3. degi, lék af öryggi og kom inn á samtals 334 höggum. Karl lenti í vandræðum og fékk slæmt skor þennan dag, en náði þó 3. sæti á 340 höggum. En best allra í 2. flokki karla þennan dag lék Sig- urþór Sævarsson GS, eða á 80 högg- um, og náði hann að jafna við Guð- mund. Urðu þeir þvi að fara aftur út í umspil, og þá sigraði Guðmundur. Hörð og tvísýn barátta hafði verið allan tímann í 3. flokki karla, en á lokadegi í þeim flokki seig Bessi Gunnarsson GA fram úr keppinaut- um sínum og sigraði örugglega á samtals 350 höggum. ívar Harðar- son GR, sem hafði forystu fyrir síð- asta keppnisdag, varð að láta sér lynda 2. sætið á 356 höggum. Sig- urður Aðalsteinsson GK varð í 3. sæti á 359 höggum. 5. keppnisdagur. Síðasta mótsdag léku aðeins meistaraflokkar og 1. flokkar. Fyrst til að ljúka keppni var 1. flokkur kvenna. Þar lék Lóa Sigurbjörns- dóttir GK best á lokadeginum og sigraði á 376 höggum samtals. Erla Adólfsdóttir GA, sem hafði haft forystuna allan tímann, hafnaði í 2. sæti á 378 höggum, og Aðalheiður Jörgensen GR varð 3. á 380. Félagarnir ungur úr GR, Helgi Eiriksson og Guðmundur Arason, léku enn sem fyrr af stakri snilld. Lék Guðmundur á 75 höggum þenn- an dag og náði með því 1. sætinu frá Helga, sem lék á "79 höggum og hafn- aði í 2. sæti. Samtals var Guðmund- ur á 309 höggum en Helgi á 312. í 3. sæti urðu jafnir Friðþjófur Helga- son NK og Ólafur Gylfason GA, og hlaut Friðþjófur verðlaunasætið eftir umspil. Skemmtileg og tvísýn barátta hafði verið allt mótið í meistara- flokki kvenna. Lokadaginn lék Ragnhildur glæsilega og setti nýtt vallarmet kvenna á Jaðri, 79 högg. Segja má, að framfarir hennar í golfi séu undraverðar, þvi að hún snerti i fyrsta sinn á golfkylfu síðari hluta sumars 1983. Má mikils af henni vænta í framtíðinni. íslandsmeist- aratitillinn kom því í hlut Ranghild- ar, lék hún samtals á 329 höggum, sem jafnframt er vallarmet kvenna á Áhyggjur geta verið margvíslegar hjá liðsstjóra 70 manna hóps. Hér ræðir Björgúlfur Lúðvíksson, liðsstjóri GR, við aðaldómara Landsmótsins, Frímann Gunnlaugsson. 26 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.