Kylfingur - 29.04.1986, Qupperneq 28

Kylfingur - 29.04.1986, Qupperneq 28
LANDSMÓTIN 1970 OG 1971 LANDSMÓTIÐ 1970 var haldið á tveimur völlum, á Hvaleyrarvelli og Hólmsvelli í Leiru, þ. 11.-16. ágúst. Sveitakeppnin fór fram i upphafi móts að venju. Golfklúbbur Reykja- víkur sigraði á 500 höggum, Golf- klúbbur Suðurnesja varð i 2. sæti á 506 höggum, og í 3. sæti varð Nes- klúbburinn á 514 höggum. Akureyr- ingar léku á 520 höggum, Keilis- menn á 521 og Vestmannaeyingar ráku lestina á 531 höggi. Öldungameistari án forgjafar varð Jóhann Eyjólfsson GR á 86 höggum, eftir harða baráttu við fél- aga sinn úr GR, Ingólf Isebarn, sem var á 87 höggum. í 3.-4. sæti urðu Óli B. Jónsson NK og Bogi Þorsteinsson GS, báðir á 91 höggi. í öldungakeppni með forgjöf urðu 3 menn jafnir á 75 höggum, Jóhann Eyjólfsson GR, Bogi Þorsteinsson GS og Sverrir Guðmundsson GR. Meistaraflokkur karla hóf leik á Hvaleyrinni. Einar Guðnason GR tók forystuna á 1. degi á 80 höggum. Veður var erfitt til leiks og árangur því ekki góður. í 2. sæti var Þórarinn B. Jónsson GA á 82 höggum. Á 83 höggum voru, íslandsmeistarinn frá fyrra ári, Þorbjörn Kjærbo GS, Jóhann Benediktson GS, Gunnlaugur Ragnarsson GR, Óttar Yngvason GR og Hallgrímur Júlíusson GV. Á 2. degi lék meistaraflokkur í Leir- unni. Þennan dag lék Gunnlaugur Axelsson GV best allra á 73 höggum og komst þannig í 3.-5. sæti á 163 höggum. Þorbjörn hafði tekið for- ystuna á 159 höggum, en Gunnar Sólnes NK var á 160 höggum. Jafnir Gunnlaugi voru Einar og Jóhann. 3. daginn lék meistaraflokkur aftur á Hvaleyrinni. Þá lék Þórarinn mjög vel og tók forystuna, var á 242 högg- um, höggi betri en Þorbjörn. Gunnar var í 3. sæti á 247 höggum. Einar var á 248 höggum og Jóhann á 249. Keppninni í meistaraflokki lauk á laugardegi í Leirunni. íslandsmeistari varð Þorbjörn Kjærbo GS á 317 höggum, eftir æsi- spennandi baráttu við Þórarinn B. Jónsson GA, sem var höggi lakari. Var keppnin milli þeirra mjög skemmtileg og varð ekki til lykta leidd, fyrr en á síðustu holu. í 3. sæti varð Jóhann Benediktsson GS á 327 höggum, eftir aukakeppni við Óttar Yngvason GR, sem hlaut 4. sætið. í 5. sæti varð Gunnar Sólnes NK á 328 höggum, og Einar Guðnason GR varð í 6. sæti á 329 höggum. í kvennaflokki voru leiknar 9 holur á dag. I upphafi tók Jakobína Guðlaugsdóttir GV forystuna á 47 höggum. Fast á hæla henni kom Laufey Karlsdóttir GR, á 49 högg- um, og Hanna Aðalsteinsdóttir GK varí3. sætiá51 höggi. Eftir 18holur hélt Jakobína enn forystu á 95 höggum, en Laufey var á 99. Guðríður Guðmundsdóttir GR var nú í 3. sæti á 104 höggum. Sama röð var á tveimur efstu konum eftir keppni 3. dags. Jakobina var á 144 höggum, en Laufey á 147. Guðfinna Sigurþórsdóttir GS var í 3. sæti á 160 höggum. Á föstudegi lauk keppn- inni i kvennaflokki. íslandsmeistari varð Jakobina Guðlaugsdóttir GV eftir aukakeppni við Laufeyju Karlsdóttur GR, svo hörð var bar- áttan á milli þeirra. Báðar léku þær 36 holurnar á 193 höggum. í 3. sæti varð Guðfinna Sigurþórsdóttir GS á 211 höggum og jafnar í 4.-5. sæti urðu Guðríður Guðmundsdóttir GR og Hanna Aðalsteinsdóttir GK á 214 höggum. í 1. flokki voru 3 Suðurnesjamenn efstir á 1. degi. Sævar Sörensen og Brynjar Vilmundarson voru á 85 höggum, en höggi lakari var Helgi Hólm. Eftir 36 holur var Brynjar einn í 1. sæti á 173 höggum. Óli B. Jónsson NK var á 176, og höggi lakari var Jónas Aðalsteinsson GK. Sævar lék mjög vel á 3. degi keppn- innar og tók nokkuð afgerandi for- ystu á 264 höggum. Nú var félagi hans úr GS, Sigurður Albertsson, kominní2. sæti á268 höggum, og3. var Jónatan Ólafsson NK, einu höggi lakari. Suðurnesjamenn röð- uðu sér í verðlaunasætin í þessum flokki. Sigurvegari varð Sævar Sörensen á 352 höggum. í 2. sæti varð Ásmundur Sigurðsson á 357, og Hörður Guðmundsson hlaut 3. sætið á 359 höggum, eftir auka- keppni við Brynjar Vilmundarson. 2. flokkur karla hóf leik í Leir- unni. Þar tók forystu strax í upphafi Július Fossberg GA, en fast á eftir honum komu Ólafur Marteinsson GK og Haukur Magnússon GS, á 89 og 90 höggum. Júlíus hélt forystunni eftir 2 daga á 181 höggi. Tveimur höggum lakari var Ólafur, og höggi á eftir honum var Jóhann Hjartar- son GS. Sömu menn voru í efstu sætum eftir keppni 3. dags, Július leiddi á 271 höggi, en Jóhann og Ólafur höfðu haft sætaskipti. Jóhann var á 276 höggum, en Ólafur á 283. Þessi röð hélst óbreytt loka- daginn. Júlíus Fossberg GA sigraði á 369 höggum. í 2. sæti varð Jóhann Hjartarson GS á 372 höggum og Ólafur Marteinsson GK 3. á 373. 3. flokkur byrjaði sömuleiðis í Leirunni. Þar var Þórir Arin- bjarnarson GR i 1. sæti á 97 högg- um. Björgúlfur Lúðvíksson GR var á 99 höggum í 2. sæti, og í 3. sæti var Friðrik Bjarnason GS á 100 högg- um. 2. daginn tók Friðrik forystu á 193 höggum, en Þórir var 2. á 194. Henning Bjarnason GK var nú í 3. sæti á 203 höggum. Þórir náði for- ystunni aftur á 3. degi, var nú á 300 höggum, en Friðrik var á 304. Henning var enn sem fyrr 3. á 309 höggum. Að lokum sigraði Þórir Arinbjarnarson GR með talsverðum yfirburðum, lék á 392 höggum. í 2. sæti varð Henning Bjarnason GK á 403 höggum, og í 3. sæti varð Guðmundur S. Guðmundsson GR á 413. Keppnin í piltaflokki varð mjög söguleg. 1. daginn lék Ólafur Skúla- son GR afburðavel, var á 76 högg- 28 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.