Fréttablaðið - 23.11.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 23.11.2010, Síða 2
2 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR MENNINGARMÁL Listasafn Einars Jónssonar undirbýr nú bygg- ingu tengihúss á austanverðri lóð safnsins á Skólavörðuholti. Studio Grandi hefur hannað frumgerð að viðbyggingunni. Júlíana Gottskálksdóttir, for- stöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, segir ekki tímabært að greina frá því hverjar séu fyrir- ætlanir safnsins. Í tillögu sem send var skipulagsyfirvöldum í Reykjavík kemur hins vegar fram að unnið hafi verið að málinu síðan vorið 2008. „Niðurstaðan er sú að raun- hæfasti kosturinn sé að byggja við austurálmu, á milli aðalhúss og garðhúss. Viðbyggingin er því tengibygging en jafnframt annar inngangur í safnið fyrir hreyfi- hamlaða og þá sem koma frá garði til dæmis hópa. Í húsinu verður jafnframt nauðsynleg aðstaða sem nú vantar í safnið,“ segir í greinar- gerð. Borgarminjavörður segir nýbygginguna taka tillit til beggja húsanna á lóðinni og til umhverfis- ins. Húsafriðunarnefnd segir við- bygginguna falla vel að byggingar- list safnsins og að hún sómi sér einnig sem sjálfstætt höfundar- verk. Hnitbjörg eru friðuð. Elsti hluti hússins var reistur 1916 en hliðar- salirnir báðir voru ekki komnir fyrr en 1937. Laust eftir síðari heimsstyrjöldina var síðan byggt garðhús við austurmörk lóðarinn- ar. Það hús þjónar sem skrifstofa starfsmanna listasafnsins. Nýja viðbyggingin á að tengja þetta garðhús við aðalbygginguna. „Efnisnotkun verður sótt í það sem fyrir er á staðnum, skelja- sandssteining eins og Hnitbjörg, grásteinsklæðning í framhaldi af mosavöxnum garðhleðslum auk koparklæðningar, viðar, sjón- steypu og glers,“ segir í greinar- gerð með tillögunni þar sem ítrek- að er að núverandi hönnun sýni form og umfang tengibyggingar- innar aðeins í grófum dráttum. Fram kemur að áhersla sé lögð á að aðalinngangurinn í Hnitbjörg haldi sér: „En vegna aðgengis hreyfihamlaðra er opnuð leið eftir hallandi gangstíg niður að nýrri tengibyggingu og þaðan inn á neðri hæð safnsins. Aðkoma frá garði er sömuleiðis um tengibygg- ingu inn í afgreiðslu og safnbúð, en þar til hliðar er salernisaðstaða og fatahengi. Aðrir húshlutar eru lítill sýningarskáli næst garðhúsi og stærra rými meðfram austur- mörkum lóðar fyrir geymslu verka og vinnuaðstöðu.“ gar@frettabladid.is Byggt við Hnitbjörg til að bæta aðgengi gesta Listasafn Einars Jónssonar áformar að reisa tengibyggingu við hið friðaða hús Hnitbjörg til að bæta aðgengi. Studio Grandi hefur hannað frumgerð byggingar- innar. Húsafriðunarnefnd gerir ekki athugasemd við áætlanir listasafnsins. EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI JÚLÍANA GOTT- SKÁLKSDÓTTIR HNITBJÖRG Á þessari samsettu mynd Fréttablaðsins sést hvar viðbyggingunni við Hnitbjörg er ætlað að rísa samkvæmt útfærslu Studio Granda. SAMSETT MYND/JÓNAS Hanna, ertu nokkuð fædd með silfurskeið í munni? „Það held ég alveg örugglega ekki, enda er betra að þurfa að hafa svolítið fyrir hlutunum.“ Hanna Pálsdóttir myndlistarkona sýndi lesendum Fréttablaðsins í gær stóra framreiðsluskeið úr silfri sem henni þykir afar vænt um og hún erfði eftir Sigur- borgu Sigurðardóttur ömmu sína. LÖGREGLUMÁL Fimm rándýrum úlpum var stolið frá skólabörnum í Valhúsaskóla í gærmorgun. Stúlka náðist á mynd í öryggismyndavél, þar sem hún var að skoða úlpurnar og velja úr þær sem hún síðan tók með sér út. Málið var kært til lögreglu í gær. „Þetta gerðist allt mjög hratt og ég held að enginn sé óhultur. Við erum bara óheppin,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Valhúsaskóla. Úlpurnar sem stolið var voru frá 66°Norður og slíkar flíkur kosta allt að sjötíu þúsund krónum. „Það eru læstir skápar í skólanum, sem öll börn- in geta notað. Við munum svo sannarlega bregðast við þessu,“ segir Guðlaug um viðbrögð skólans við þjófnaðinum. „Vitaskuld er það ansi hart að þurfa að gera ráð fyrir að svona lagað geti komið fyrir. En við verðum að horfast í augu við það.“ Guðlaug segir að einungis úlpur stúlkna hafi verið teknar. Stúlkan sem náðist á mynd hafi sést koma þrisvar inn í fatahengið þegar enginn hafi verið á svæðinu. Svo sýndist sem hún hefði kannað hvort úlpurnar væru merktar áður en hún tók þær. „Við viljum brýna fyrir foreldrum barnanna að merkja úlpurnar þeirra almennilega,“ segir Guð- laug og bætir við að merkingarnar þurfi að vera óafmáanlegar. - jss VALHÚSASKÓLI Úlpuþjófurinn náðist á öryggismyndavél. Nemendur Valhúsaskóla urðu fyrir barðinu á bíræfnum þjófi: Stal fimm rándýrum úlpum Efnisnotkun verður sótt í það sem fyrir er á staðnum, skeljasandsstein- ing eins og Hnitbjörg. GREINARGERÐ UM VIÐBYGGINGU SAFN EINARS JÓNSSONAR LÖGREGLUMÁL Heimabrugg virðist hafa aukist talsvert að undanförnu og hefur lögreglan haft í nokkru að snúast í þeim málum. Bruggverksmiðjur eru jafnvel farnar að skjóta upp kollinum, að því er Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn segir. „Við tókum heilmikið hér um daginn og þetta er alltaf að koma upp af og til. Í þessu stóra tilviki var framleiðslan meira að segja sett upp í sérhúsnæði.“ Hann játar því að ástandinu sé farið að svipa til þess sem við- gekkst hér á landi á árum áður. „Það mátti alveg búast við því. Þegar vökvinn er dýr leita menn í eitthvað ódýrara.“ Geir Jón segir að þó lögregla sé ekki í opinberu átaki gegn bruggi berist henni fjölmargar ábending- ar sem hún svo vinnur úr. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær er talsvert um neyslu á heimabrugguðu áfengi, sem virð- ist haldast í hendur við minni sölu, auknar álögur og hækkandi útsölu- verð. Samkvæmt könnun Capac- ents fyrir Samtök atvinnurek- enda hafa þrjú af hverjum fjórum ungmennum á aldrinum 16 til 19 ára neytt eða orðið vör við brugg- neyslu síðustu 12 mánuði. - þj Fleiri bruggmál hafa komið til kasta lögreglunnar að undanförnu: Viðbúið að sótt sé í bruggið MEIRA BRUGG Heimabrugg hefur aukist talsvert að undanförnu að sögn lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AFGANISTAN Mikið skortir upp á að liðsmenn lögreglu og hers séu færir um að taka að sér umsjón öryggismála í Afganistan. Á leið- togafundi Atlantshafsbandalags- ins, sem haldinn var í Portúgal fyrir helgi, kom fram að vonir stæðu til að heimamenn í Afgan- istan yrðu árið 2014 orðnir færir um að sinna þessum störfum svo erlenda herliðið gæti yfirgefið landið. Meðal þess sem stendur í vegi fyrir því að heimamenn geti tekið við öryggismálum er lestr- arkunnátta heimamanna. Ein- ungis 11 prósent afganskra her- manna og lögreglumanna eru læs. Læsi meðal yfirmanna er ekki nema 35 prósent. Í samræmi við þetta hefur lestrar- og skrift- arkennsla verið fyrirferðarmest í þjálfun hermanna. Ólæsið veldur margvíslegum erfiðleikum í daglegum verkum hermanna og lögreglumanna. - gb Afganar með öryggismálin: Lestrarkennsl- an er í forgangi AFGANSKIR HERMENN Aðeins tíundi hver liðsmaður afganska hersins og lögreglunnar er læs. NORDICPHOTOS/AFP ÍRLAND Daginn eftir að írsk stjórn- völd þáðu boð Evrópusambands- ins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð setti Evrópusam- bandið þau skilyrði að Írar yrðu að fara út í harkalegar aðhalds- aðgerðir í ríkisfjármálum. Írska stjórnin tilkynnti jafn- framt í gær að bönkum í landinu yrði fækkað, sumir yrðu seldir og aðrir sameinaðir. Óljóst er hvort írska stjórnin lifi nú út kjörtímabilið, því Græn- ingjaflokkurinn, lítill flokkur sem tekur þátt í stjórnarsamstarfi með stóra flokknum Fianna Fáil, flokki forsætisráðherrans. Brians Cowen, segist vilja kosningar í byrjun næsta árs. ESB hefur boðist til að greiða Írum allt að 60 milljarða evra, og AGS býður allt að helming þeirrar fjárhæðar í viðbót. Bretar hafa sömuleiðis lofað nágrönnum sínum 8,1 milljarði evra í lán og Svíar segjast einnig reiðubúnir að lána 1,1 milljarð evra. - gb Írum settar strangar kröfur: Græningjar vilja kosningar ÞINGMENN GRÆNINGJA Græningjar, litli samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn Brians Cowen, segjast vilja leysa upp þing í janúar og boða til kosninga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Framtakssjóður Íslands, KEA, Stefnir, Auður Capital, bandarískir eigendur Eimskips og Saga Fjárfestingar- banki eru á meðal þeirra sem gert hafa tilboð í Haga. Fyrri eigendur hvorki neita því né játa að vera í hópi áhugasamra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Arion banki auglýsti í október eftir tilboðum í Haga. Tíu óskuld- bindandi tilboð bárust, bæði frá innlendum og erlendum aðilum. - þþ Töluverður áhugi á Högum: Tíu hafa gert tilboð í Haga Vara við skreiðarsvindlara Sendiherra Nígeríu, Kemafor Nonyer- em Chikwe, hefur varað skreiðarselj- endur við ólögmætum viðskiptahátt- um með íslenska skreið. Breti sem svikið hefur nígeríska skreiðarkaup- endur árum saman í sýndarviðskipt- um með skreið frá Íslandi er staddur hér á landi, að sögn sendiherrans og samkvæmt frétt frá Íslandsstofu. LÖGREGLUMÁL Hálfnaðir með ýsuna Krókaaflamarksbátar hafa veitt 4.513 tonn af ýsu það sem af er fiskveiðiár- inu, sem eru 47 prósent af úthlutuð- um heimildum. Alls hafa þeir bætt við sig 625 tonnum með því að leigja heimildir úr aflamarkskerfinu, en á síðasta fiskveiðiári juku þeir ýsuheim- ildir sínar um alls 2.794 tonn með leigu aflaheimilda. SJÁVARÚTVEGUR SPURNING DAGSINS Ástrós Tryggjum ungu fólki áhrif við gerð nýrrar stjórnarskrár. stjórnmálafræðingur Framboð til stjórnlagaþings Gunnlaugsdóttir astrosg.is„Ég borga þessa auglýsingu úr eigin vasa“.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.