Fréttablaðið - 23.11.2010, Síða 8
23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í fasteignafélaginu Reginn A3 ehf.
Félagið á 7 fasteignir sem eru að meginhluta leigðar undir smásölurekstur
á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með 24 leigusamninga við 19 leigutaka.
Heildarfjöldi útleigðra fermetra er um 7.800.
Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum
áhugasömum fjárfestum sem standast hæfismat og sýnt geta fram á
fjárfestingargetu umfram 350 milljónir króna.
Unnt er að nálgast allar frekari upplýsingar um söluferlið, félagið og önnur
gögn, þar með talið trúnaðaryfirlýsingu og eyðublað fyrir fjárfesta, á vefsíðu
Landsbankans, landsbankinn.is, frá klukkan 15.00 þann 23. nóvember 2010.
Frestur til að skila inn bindandi tilboðum rennur út klukkan 16.00
mánudaginn 20. desember 2010.
Reginn ehf. er sértækt dótturfyrirtæki Landsbankans sem fer með eignarhald
bankans á fasteignum eða hlutafé fasteignafélaga sem líklegt er að bankinn
eigi um einhvern tíma. Stofnun Regins og starfsemi félagsins er einn þáttur
í þeim víðtæku ráðstöfunum sem Landsbankinn beitir við fjárhagslega
endurskipulagningu atvinnufyrirtækja. EN
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
4
5
8
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
Fasteignafélagið
Reginn A3 ehf. til sölu
Farsíminn
hluti af
Símavist
FYRIRTÆKI
Í Símavist eru farsímar hluti af IP símkerfinu
og er greitt fast mánaðar gjald
á hvern notanda.
Við erum sérfræðingar í rekstri símkerfa
Öll símtö
l
innan fyr
irtækis á
0 kr.
Það er
800 4000 • siminn.is
VIÐSKIPTI Heiðar Már Guðjónsson
og fjárfestar sem honum tengjast,
einstaklingar og sjóðir, hafa hætt
við kaup á 33 prósenta hlut í trygg-
ingafélaginu Sjóvá. Með kaupun-
um hefði hópurinn getað fengið
forkaupsrétt á helmingi félagsins.
Fyrirtækjasvið Íslandsbanka
hefur séð um söluna á Sjóvá í tæpt
ár, eða síðan í janúar á þessu ári.
Samið var við fjárfestahópinn um
mitt ár um verð og afhendingu
hlutabréfa. Eignasafn Íslands-
banka hefur
farið með 73
prósenta hlut
í trygginga-
félaginu síðan
fyrirtækinu
var bjargað
frá gjaldþroti
í apríl í fyrra
þegar ríkið og
fleiri lögðu 11,6
milljarða inn
í Sjóvá. Skila-
nefnd Glitnis, sem á sautján pró-
sent í félaginu, studdi söluferlið í
byrjun árs en taldi verðið of lágt
miðað við núverandi vaxtastig.
Fulltrúar Glitnis höfðu ekki setið
við samningaborðið frá í ágúst.
Morgunblaðið sagði í gær ástæð-
una fyrir því að fjárfestahópurinn
hætti við kaupin þá að Már Guð-
mundsson seðlabankastjóri hefði
dregið að innsigla kaupsamning-
inn með undirskrift. Heiðar úti-
lokaði í október ekki að skrif DV
um hann skýrðu tafirnar. Blaðið
fjallaði ítarlega um aðkomu hans
að íslensku efnahagslífi á árunum
fyrir hrun og sagði hann hafa fjár-
fest gegn krónunni ásamt banda-
rískum vogunarsjóðum og átt hlut
í falli hennar.
Heiðar Már vildi ekki tjá sig um
söluferli Sjóvár þegar Fréttablaðið
leitaði eftir viðbrögðum hans í gær.
Í tilkynningu frá fjárfestahópnum
segir að Seðlabankanum hafi verið
veittur frestur til 22. október síð-
astliðins til að staðfesta tilboðið,
ellegar teldi hópurinn söluferlinu
lokið. Ekki var skrifað undir samn-
inginn innan tímamarka og því var
hætt við kaupin.
Í tilkynningu sem Seðlabank-
inn sendi frá sér í gærkvöldi segir
að bankinn hafi ekki getað tekið
afstöðu til sölunnar fyrir þann
tíma sem kaupendur settu. Lög-
maður kaupendahópsins og einn
meðlima hans hafi verið upplýst-
ir um þessa niðurstöðu og ástæðu
hennar á fundi í Seðlabankan-
um. Seðlabankinn getur að öðru
leyti ekki tjáð sig opinberlega um
ástæðu þess að ekki var hægt að
veita svar fyrir áðurnefndan tíma-
frest.
Aðrir viðmælendur gátu lítið
sagt. Einn hluthafa taldi líklegt að
hætt yrði við söluna í bili.
Fjármálaeftirlitið, FME, vann
enn að umsókn um hæfi fjárfesta-
hópsins þegar eftirlitinu barst ósk
um það á föstudag í síðustu viku að
fresta afgreiðslu umsóknarinnar.
FME vekur athygli á því að sam-
kvæmt lögum um vátrygginga-
starfsemi þurfi virkir eigendur
tryggingafélaga að uppfylla ýmis
skilyrði. Þar á meðal að þeir ráði
yfir fjárhagslegum styrk og að orð-
spor þeirra sé ekki með þeim hætti
að það rýri traust félagsins. Ekki
fengust svör frá FME um það í gær
hvort fjárfestahópurinn hefði upp-
fyllt skilyrðin eður ei, en aðeins að
hætt hefði verið við könnun á hæfi
þeirra. jonab@frettabladid.is
Sjóvá ekki selt í bráð
Salan á tryggingafélaginu Sjóvá er runnin út í sandinn í bili. Kaupendur segja
eigendur trega til að selja. Skilanefnd Glitnis taldi verðið of lágt og hefur ekki
setið við samningaborðið frá í sumar. Líklegt er að salan á Sjóvá verði sett í salt.
HÖFUÐSTÖÐVAR SJÓVÁR Eigendur Sjóvár voru ekki ánægðir með söluverð
fyrirtækisins. Skilanefnd Glitnis taldi það of lágt. Viðmælendur Fréttablaðisins telja
að hætt verði alfarið við söluna í bili.
HEIÐAR MÁR
GUÐJÓNSSON