Fréttablaðið - 23.11.2010, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2010 13
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 9220
Nú getur þú sparað í áskrift
og við vöktum sparnaðinn
Byrjaðu að spara á islandsbanki.is
HEILBRIGÐISMÁL Hátt í 400 ofbeldis-
tilvik eru skráð á hverju ári á geð-
deild Landspítalans. Á það við um
tilvik sem eru flokkuð sem munn-
legt eða líkamlegt ofbeldi og eiga
sér stað á geðheilbrigðissviðinu
öllu. Flest atvikin snúa að starfs-
fólki sjúkrahússins og er munnlegt
ofbeldi, oftast hótanir, mun algeng-
ara en líkamlegt. Jón Snorrason,
deildarstjóri á Kleppi, segir rann-
sóknir á viðfangsefninu komnar
langt á veg erlendis þar sem fjall-
að hefur verið um málið í fjölda
ára.
„Það er staðreynd að það er
víða ofbeldi á heilbrigðisstofnun-
um,“ segir Jón. „En þetta er vissu-
lega vandmeð farið viðfangsefni
vegna þess að maður verður að ná
að setja sig í spor þeirra sem sýna
þessa hegðun og skilja hvað liggur
á bak við.“
Jón segir starfsfólk á geðdeild-
um hér á landi fá bæði þjálfun og
fræðslu um það hvernig bregðast
eigi við ofbeldi og nauðsynlegt sé
að viðhalda því reglulega.
„Allar þær rannsóknir sem
gerðar hafa verið stuðla að því að
við reynum að skilja þetta fyrir-
bæri betur. Af hverju það gerist
og hvernig við getum komið í veg
fyrir þetta,“ segir hann.
Jón segir að í sumum tilvik-
um hefðu getað skapast alvarleg-
ar afleiðingar ef ekki hefði verið
tekið rétt á málunum. Hann segir
þó að sem betur fer séu alvarleg
atvik mjög fá. Tíðni ofbeldistilvika
á heilbrigðisstofnunum er lang-
hæst á geðdeildum, en hún hefur
haldist stöðug milli ára. Á árunum
2006 til 2008 eru skráð á milli 350
til 400 tilvik á geðdeildum Land-
spítalans.
Sigmundur Sigfússon, for-
stöðulæknir geðdeildar Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri
(FSA), segir að sökum manneklu
komi stundum til þess að lögregl-
an sé kölluð út til aðstoðar þegar
ofbeldis atvik komi upp, en þó sé
slíkt sjaldgæft. Nauðungarvist-
un sé mun fátíðari hér á landi en
í hinum Norðurlandaríkjunum og
eru flest ofbeldistilvikin á geðdeild
FSA tengd slíkum vistunum.
„Við fáum um 250 innlagnir á ári
og þar af eru um 3 prósent nauð-
ungarvistanir,“ segir Sigmundur.
Á Norðurlöndunum sé hlutfallið
mun hærra, eða rúmlega 30 pró-
sent af öllum innlögnum. Á geð-
deild FSA hafa verið skráð fjögur
ofbeldisatvik það sem af er ári.
sunna@frettabladid.is
400 ofbeldismál komið upp
Skráð ofbeldisatvik á geðdeild Landspítalans eru um 400 á ári. Flest tilvikin eru gagnvart starfsfólki og eru
flokkuð sem munnlegt ofbeldi. Nauðungarvistun er tíu sinnum algengari annars staðar á Norðurlöndunum.
KLEPPSSPÍTALI Ofbeldi á heilbrigðisstofnunum er algengast á geðdeildum og eru
skráð á milli 350 og 400 tilvik á ári á geðdeildum Landspítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI
SIGMUNDUR
SIGFÚSSON
JÓN
SNORRASON
PENINGARNIR TALDIR Greining Íslands-
banka telur ekki líkur á launaskriði á
næstunni.
HAGTÖLUR Vísitala launa hækkaði
um 0,3 prósent í október. Hún
hefur hækkað um sex prósent síð-
astliðna tólf mánuði, samkvæmt
upplýsingum Hagstofunnar.
Hækkunin skýrist af árstíða-
bundnum hækkunum á álags- og
bónusgreiðslum. Í Morgunkorni
Greiningar Íslandsbanka segir að
sex prósenta hækkun sé meiri en
á sama tíma í fyrra þótt hún sé
minni en þegar vinnumarkaður-
inn einkenndist af mikilli þenslu
og launaskriði.
Greiningin segir að þótt kjara-
samningar margra séu lausir
nú um stundir bendi ekki margt
til launaþrýstings. Þvert á móti
megi búast við verra atvinnu-
ástandi. - jab
Vísitala launa upp í október:
Ekki búist við
launaskriði