Fréttablaðið - 23.11.2010, Side 16

Fréttablaðið - 23.11.2010, Side 16
16 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Samvinna Hálsaskógarstemning ríkir í Kópavogi. Þar ætla meiri- og minnihlutinn að vinna saman að gerð fjárhagsáætlunar. Að baki býr hugmyndin um að þegar hart sé í ári sé heilladrýgst að allir snúi bökum saman. Bæjarstjórnar- flokkur Sjálfstæðisflokksins gengur þó laskaður til leiks. Þrír af fjórum ætla að vera með en Gunnar I. Birgisson ekki. Hann ætlar að leggja fram sína eigin tillögu að fjárhags áætlun. Gunnar var foringi flokksins í bænum í tuttugu ár en var í þriðja sæti í síðustu kosningum eftir laka útkomu í prófkjöri. Hefðbundið Þetta hefur vakið athygli en í heita pottinum í Kópavogslauginni er rætt um að þetta sé ekki nýtt. Gunnar hafi allan sinn bæjarstjórnarferil lagt fram eigin fjárhagsáætlanir. Aðrir í meirihlutanum hafi svo stutt þær. Nýbreytni hefði verið á ferðinni ef Gunnar hefði ákveðið að leggja ekki fram eigin fjárhagsáætlun. Á fund Ögmundur Jónasson dóms- málaráðherra þarf að biðja forsetann um að stöðva réttarhöldin yfir níumenn- ingunum. Flokksráð VG hefur samþykkt ályktun þar um. Ekki verður annað séð en að dómsmálaráðherrann verði að fylgja henni. Ef hann virðir áskorunina að vettugi vakna spurningar um hvort ráðherrar VG geti almennt valið og hafnað hverju þeir hlíta af ákvörðunum þessarar valdastofnunar flokksins. Framhaldið verður spennandi. Hitt er svo ljóst að grundvölllur ályktunarinnar sýnir að endurskoðun stjórnar- skrárinnar er tímabær. Í henni segir: „Forsetinn getur ákveð- ið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til.“ Það er sérkennilega mikið vald. bjorn@frettabladid.is Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir nýja grunnstefnu heldur einnig þá sögulegu ákvörðun Rússa að taka höndum saman við bandalagið um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbanda- lagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræð- um, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóð- irnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú fær- ast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjar- skipti og viðbúnaðarkerfi þjóða, auk ham- fara af náttúrulegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbanda- lagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga sam- starf um við bandalagsþjóðirnar að upp- fylltum skilyrðum er gerbreytt skotflauga- varnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átaka- tímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rúss- um. Nokkrir leiðtoganna hikuðu ekki við að nefna Íran og Sýrland sérstaklega. Upp- bygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norð- menn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðn- ingi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar bandalagsþjóðir halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna. Aldrei hefur slík yfirlýsing verið birt jafn afdrátt- arlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins. Heimssögulegur fundur í Lissabon NATO Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra D eila um grundvallaratriði er komin upp í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar vill meirihluti Samfylkingarinnar og Bezta flokksins hækka fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki hafa atvinnuleysisbætur. Með því verður hagstæð- ara að þiggja aðstoð en að vera á atvinnuleysisbótum og munurinn á ráðstöfunartekjum þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð og fólks sem fær lægstu laun á vinnumarkaði þurrkast nánast út. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagzt gegn þessu og gert að tillögu sinni að hluta af fénu sem á að verja til að hækka fjárhags aðstoðina, 350 milljónum, verði fremur varið í svokölluð virkni úrræði, þ.e. verkefni sem stuðla að því að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn. Fulltrúar Vinstri grænna vilja hins vegar ganga enn lengra en meirihlutinn í að hækka fjárhagsaðstoðina. Hér er augljóslega hætta á að í smíðum sé svokölluð velferðar- gildra, en það hefur það verið kallað þegar samspil bóta- og skattkerfis í hinum þróuðu vel- ferðarríkjum Vesturlanda hefur í för með sér að í raun er hagstæð- ara að vera á bótum en að vinna fyrir lágmarkslaun, að minnsta kosti ef tekinn er með í reikninginn ýmis kostnaður sem fylgir því að vera í starfi, eins og að koma sér í og úr vinnu. Hættan er að sjálfsögðu sú að til lengri tíma litið þyki mörgum meira freistandi að geta varið tíma sínum eins og þeir kjósa á bótum frá samfélaginu en að þiggja starf sem eykur ráðstöfunartekjurnar lítið sem ekkert. Í mörgum nágrannalöndum okkar hafa þannig orðið til þjóðfélags- hópar, þar sem það þykir sjálfsagt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð, að vinna ekki heldur þiggja bætur. Þessir hópar hafa verið rígfastir í velferðargildrunni, í raun hnepptir í ævilanga fátækt af því að hvatann til að rífa sig upp úr henni skortir. Aðgerðir til að rjúfa vítahringinn hafa verið sársaukafullar og fela oft í sér að lækka bæturnar en setja þess í stað meiri peninga í verkefni sem stuðla að því að fólk afli sér þekkingar og þjálfunar og verði gjaldgengt á vinnumarkaði. Það skal ekki dregið í efa að flestir sem þiggja lágmarkslaun eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér og það sama á að sjálfsögðu við um þá sem þiggja fjárhagsaðstoð eða atvinnuleysisbætur. Það á að vera markmiðið að allir hafi það betra. En ef það er orðið hagstæð- ara að vera á framfæri samfélagsins en að vinna er búið að snúa á haus þeim gildum sem lengi hafa legið til grundvallar velferðar- aðstoð á Íslandi. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir í Fréttablaðinu í gær að ákvörðun meirihlutans verði vonandi til þess að hækka lægstu laun og atvinnuleysisbætur. Það er óskhyggja. Atvinnuleysisbætur verða ekki hækkaðar nema þá með því að hækka skatta á þá sem vinna enn frekar. Og lægstu launin hækka ekki svo máli skipti nema það takist að skapa meiri verðmæti í fyrirtækjun- um, sem reynist mörgum örðugt um þessar mundir. Það ætti samt að vera keppikefli stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa, að örva verðmætasköpun í atvinnulífinu því að aðeins þannig hafa fyrirtækin efni á að greiða betri laun og ríki og sveitarfélög að hjálpa þeim betur sem ekki eru á vinnumarkaði. Fjárhagsaðstoð dregur úr hvata til vinnu. Velferðargildra í smíðum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.