Fréttablaðið - 23.11.2010, Síða 19

Fréttablaðið - 23.11.2010, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2010 19 Þann 4. nóvember sl. komu út frímerki , þar á meðal eitt með málverki Sigurlaugar Jónasdóttur frá Öxney af Pétri Einarssyni frá Arney. Pétur var sannkallaður brautryðjandi í jafnréttismálum þar sem hann nefndi bæði kynin kall minn. Hann var eini maðurinn sem um er vitað sem lagði lóðir á Breiðafirði og sofnaði síðan í bátn- um. Pétur sofandi í bátnum með afla sinn er myndefnið. Þeir sem sigla Breiðafjörð vita að þar eru margar hættur, boðar og voðasker sem hafa grandað fólki frá því að land byggð- ist. Sigurlaug stóðst ekki mátið og hefur málað fjölmargar myndir af Pétri þar sem botninn á stígvélun- um er misstór. Allt eru þetta dásam- legar myndir með mikilli dýpt, feg- urð og virðingu fyrir manninum sem verður hluti náttúrunnar . Pétur dó á síðari hluta 20. aldar og á fyrri hluta aldarinnar v a r e k k i lensk a að hrósa konum eða láta þær gjalda sann- mælis fyrir störfin. Pétur var ákaf- ur talsmaður kvenna og hélt mjög á lofti dugnaði breiðfirsku kvenn- anna sem stunduðu sjó og tóku jafn- an þátt í karlastörfum. Einkum var hann hrifinn af Júlíönu Silfá hálf- systur sinni sem var hreiður drútur föður síns , þ.e.a.s. hún var ekki hjónabandsbarn. Þessi frábæra kona varð rúmlega hundrað ára og bjó í Langey. Þegar karlmenn sögðu afrekssögur af lúðu veiðum eða erfiðum siglingum, kunni Pétur ævinlega betri og kröftugri sögu af Júllu systur. Pétur kvæntist ekki en mikill og sterkur ættbogi er út af Júlíönu í Langey. Sigurlaug Jónasdóttir, listmál- ari, fæddist 1913 í Öxney á Breiða- firði. Hún missti móður sína 14 ára gömul og varð að taka við heimili með 12 börnum. Það þýðir víst lítið að segja nútímafólki þetta. Enda kvartaði hún oft yfir því hvað við- mælendur hennar botnuðu ekkert í heimi verka hennar, þar sem úir og grúir af börnum við vinnu og alls staðar er Elín móðir hennar ófrísk. Hún braust til mennta og dvaldist öll stríðsárin í Noregi þar sem hún menntaðist sem kennari og stótti teiknitíma hjá virtum skóla. Veraldlegur auður þyngdi ekki Öxneyingum en miklar gáfur og listfengi einkennir þetta fólk sem dreifst hefur um heiminn. Á mynd- inni rammar báturinn efnið eins og á fornum helgimyndum, sofandi maðurinn, ómælisvíðátta hafsins, aflanum raðað í skutinn, allt eins og hún mundi þetta! Nú fer frímerkið hennar Sigurlaugar með fegurð Breiðafjarðar og kappanum Pétri Einarssyni frá Arney um heiminn, sannarleg breiðfirsk perla. Breiðfirsk perla Frímerki Erna Arngrímsdóttir sagnfræðingur Sjálfbær bankastarfsemi Hugtakið sjálfbær mun fyrst hafa fengið skýra merkingu í umfjöllun Gro Harlem Brundtland og þá sem hverjar þær athafnir sem þjóna í nútíð án þess að spilla möguleikum framtíðarinnar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve bankastarfsemi undan- farinna ára hefur verið langt frá því að vera sjálfbær. Nýlega fengu þrír norrænir bankar umhverfisverðlaun Norður- landa ráðs fyrir að byggja starf- semi sína á að fjármagna þjóðfélag framtíðarinnar, sem sýnir viðhorf ráðsins til sjálfbærrar bankastarf- semi. Vaxandi áhugi virðist fyrir slíkri bankastarfsemi a.m.k. á Vestur- löndum sem skýrist vætanlega af bankahruni undanfarinna ára og vaxandi áhyggjum af að við séum með athöfnum okkar að spilla möguleikum komandi kynslóða á of mörgum sviðum. Hugleiðum hvernig sjálfbær bankastarfsemi gæti litið út í íslensku ljósi: Upphaflegur tilgangur banka- starfsemi var að taka við lausu fjár- magni og miðla því til þeirra sem þurfa fjármagn til uppbyggingar og framkvæmda með sem minnstum kostnaði, sú þörf er síst minni nú. Jafnframt þyrfti að hyggja að því hvaða áhrif þær framkvæmdir sem lánað er til muni hafa á umhverfi okkar og framtíðarmöguleika. Til að tryggja jafnræði slíkrar lána- starfsemi og þekkingu á viðfangs- efnum virðist æskilegt að hún sé staðbundin eða a.m.k. landshluta- bundin. Breið staðbundin þátttaka í eignar haldi og stjórnum væri væntan lega ávísun á aukna sjálf- bærni og takmarkanir á arðgreiðsl- um myndu virka á sama hátt. Sú bankastarfsemi sem lýst er hér að framan fellur vel að upphaf- legum tilgangi sparisjóðanna og gildandi lögum um sparisjóði. Æskilegt virðist að starfandi sparisjóðir og sparisjóðir framtíðar- innar þróist í þessa átt, en það er ekki sjálfgefið. Þar ráða ábyrgðar- menn sparisjóðanna (stofnfjáreig- endur) og stjórnendur miklu, en ekki síður viðskiptavinir spari- sjóðanna. Fjármála- markaður Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Þingeyinga Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve bankastarfsemi undanfarinna ára hefur verið langt frá því að vera sjálfbær. Allt eru þetta dásamlegar myndir. Gulls ígildi – Skyr.is vann gullverðlaun í sínum flokkum í norrænni samkeppni mjólkurvara og hlaut heiðursverðlaun þar að auki. Sjá nánar á ms.is. Búum við á besta stað blessa skyldum kúna Íslendingar eiga það sem aðra vantar núna Öllum standa opnar dyr andans kraft skal virkja þá er best að borða skyr búkinn til að styrkja

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.