Kylfingur - 01.05.1994, Blaðsíða 4
Sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ, 14 ára ogyngri. Efri röðfrá vinstri: Sigurjón Arnarsson liðstjóri, Svanþór Laxdal, Arnar Þórisson, Pétur O.
Sigurðsson og Guðjón R. Emilsson.
Parket í sal var slípað upp og lakkað. Út-
búinn var aðstaða í kjallara fyrir unglinga.
Umfangsmesta verkefnið var við húsið,
það var einangrað og klætt að utan með
varanlegri klæðningu og gengið frá nýj-
um þakköntum, auk þess var gengið frá
rafmagni og lýsingu utandyra.
Keypt var Jakobsen, 7 blaða ásetuvél
sem notuð er til að slá teiga og í kringum
flatir, einnig flutningavagn til flutnings á
tækjum á milli Grafarholts og Korpúlfs-
staða. Þá voru keypt slátturorf og hand-
verkfæri.
Keypt var 46“ sjónvarpstæki í sal og
stærri gervihnattamóttökudiskur, þannig
verður hægt að ná þeim golfleikjum sem
sendir verða út á SKY og EURO Sport.
Eins og undanfarin ár var farið út í
hefðbundna grjóthreinsun á brautum.
Nefni ég þar 4., 5., 7., 9., 10., 12. 13., 14.
og 15. braut, þetta er hlutur sem gera þarf
árlega og er orðin fastur liður i vorverk-
um.
Teigar voru hlaðnir á 1., 12. og 15.
braut og væri augnayndi að því ef hægt
væri að hlaða 1- 2 teiga á ári þar til búið
væri að hlaða alla teiga sem þyrfti. Teigar
voru endurbættir og tyrfðir. 12. teigur var
stækkaður verulega.
Eins og meðlimum er ljóst, var okkar
land skert með tilkomu nýs vegar, vestan
við 15. braut. Þurfti þar af leiðandi að
byggja tvo nýjan teiga, klúbbteig og bak-
teig, og notað var þvi tækifærið og breikk-
aður efsti hluti brautarinnar framan við
kvennateig.
Útbúin var púttflöt á þaki kerm-
geymslu. Samfara því var smíðað handrið
á þak til að koma í veg fyrir slys.
Stækkuð var gamla púttflötin og gróð-
ursett tré í kringum hana og verður vænt-
anlega hægt að nota þá flöt til æfinga
snemma næsta sumar. Flestir gangstígar
voru yfiramir og lagfærðir. Grafið var og
fyllt upp íyrir efhisgeymslu vestan við
vélageymslu.
Útbúið var viðbótarbílaplan austan við
heimkeyrslu. Gerð var tilraun með að
setja vatnssalemi við 10. teig, held ég að
það hafi fallið í góðan jarðveg og tel ég
fulla þörf á að ffamhald verði á því.
Korpúlfstaðir.
Snemma vetrar var hafist handa við
byggingu á nýjum golfvelli i landi Korp-
úlfsstaða. Em þær framkvæmdir i hönd-
um Reykjavíkurborgar, undir stjóm verk-
efnisstjóra ffá Borgarverkffæðingi. Þetta
er samkvæmt samkomulagi Reykjavíkur-
borgar og Golfklúbbs Reykjavíkur sem
undirritaður var nú í nóvember. (Tilvitnun
í samning)
Fyrir hönd Golfklúbb Reykjavíkur vil
ég nota þetta tækifæri til þess að þakka
fonnanni íþrótta og tómstundaráðs, Júl-
íusi Hafstein, fyrir hans hlut í þessu máli,
en að mínu mati hefur hann uimið vel fyr-
ir klúbbinn og íþróttahreyfinguna í heild.
Verkstaða á hinum nýja velli er á þann
veg að búið er að sá í 80% af brautum.
Drenlagnir em búnar að 85%. Gróður-
setningu er að mestu lokið. Uppbygging
göngustíga er hafin, byijað er á sáningu í
flatir, en að Syðri Sýrlæk austur við Þjórsá
var fengið land undir sáningu flata, sem
síðar verður rist upp og flutt að Korp-
úlfsstöðum þegar uppbyggingin er komin
á það stig.
Ljóst er að undirbúningur við þær ffam-
kvæmdir sem verða á vegum Golfklúbbs
Reykjavíkur verða að hefjast í vetur, t.d.
4 KYLFINGUR