Kylfingur - 01.05.1994, Page 17

Kylfingur - 01.05.1994, Page 17
Lyfta, láta fa\\a og leggja Góðir kylfingar! Senn líður að því að við getum byijað að leika golf við eðlilegri aðstæður en ver- ið hafa. Um leið og við hugsum til golf- leiks þurfum við að gefa gaum að reglum þeim sem okkur er gert að leika eftir. í golfi verðum við sjálf að hafa vissa þekk- ingu á reglunum, þar sem ekki eru dómar- ar nema í mótum. Ég vil eindregið hvetja alla kylfinga til þess að kynna sér golf- reglumar og fara alltaf eftir þeim til þess að venja sig ekki á eitthvað, sem ekki er rétt og sem kemur þeim í koll þegar síst skyldi t.d. þegar þeir hafa unnið einhveija keppni en tapa henni svo vegna kunnáttu- leysis í golffeglunum. Mörg dæmi eru um slíkt meira að segja í stórum atvinnu- mannamótum. Ein af þeim reglum, sem menn ruglast oft í er regla 20, að lyfta, láta falla og leggja. Leikið af röngum stað. Reglan er þó býsna skýr því að í 20-1 að lyfta, er skýrt hver, og hvemig boltanum skuli lyft. Þorsteinn Sv. Stefánsson Leikmaðurinn, samheiji hans eða annar aðili sem leikmaðurinn heimilar það má lyfta bolta hans, en hann, leikmaðurinn, eigandi boltans, er alltaf ábyrgur gagnvart brotum á reglunum. Legu boltans skal merkja áður en hon- um er lyft. Ég vil benda kylfingum sér- staklega á þetta atriði því að oft sést að þegar menn lyfta bolta samkvæmt hreyfi- reglu þá merkja þeir ekki leguna fýrst. Hér er raunar um brot að ræða því að í reglunum stendur: „Sé hún (legan) ekki merkt hlýtur leikmaðurinn eitt vítishögg og boltann skal leggja aftur á sinn stað“. Regla 20-2a fjallar um að láta falla og falla aftur og þar er lýst hvemig leikmað- urinn á að standa og halda boltanum þeg- ar hann lætur hann falla. „Bolta sem látinn er falla samkvæmt reglunum skal leik- maður sjálfúr láta falla. Hann skal standa beinn, halda boltanum í axlarhæð, útrétt- um armi, og láta hann falla. Láti einhver annar boltann falla eða á einhvem annan hátt, og það er ekki leiðrétt samkvæmt reglu 20-6, skal leikmaðurinn hljóta eitt vítishögg“. Þetta er því alveg skýrt. Eng- inn nema leikmaðurinn má láta boltann falla og það má einungis gera á þann hátt sem lýst er að viðlögðu vítishöggi. Regla 20-2b og c fjallar um það hvar á að láta bolta falla og hvenær á að láta hann falla aftur. Þessar reglur em skýrar. Regla 20-3 fjallar um að leggja bolta og leggja aftur. Þar segir að „bolta sem leggja á samkvæmt reglunum skal leikmaðurinn eða samheiji hans leggja. Eigi að leggja bolta aftur skal leikmaðurinn, samheiji hans eða sá sem lyfti boltanum eða hreyfði, leggja hann á staðinn þaðan sem honum var lyft eða hann hreyfður". Þannig er sá munur á því að láta bolta falla og leggja hann að leikmaðurinn verður sjálfúr að láta hann falla en getur heimilað samheija eða öðrum aðila að leggja hann, í öllum tilfellum er þó leik- maðurinn sjálfúr ábyrgur hvað varðar brot á reglunum. Regla 20-4: „Hvenær bolti, sem látinn er falla eða lagður, er í leik“, er aftur á móti ekki auðskilin. Reglan hljóðar þannig: „Ef bolta leik- KYLFINGUR 17

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.