Kylfingur - 01.05.1994, Side 28

Kylfingur - 01.05.1994, Side 28
Sigurður Pétursson, golfkennari: Lítur björtum augum á sumarið Sigurður Pétursson lauk fyrir stuttu prófi sem golfkennari í Svíþjóð og fékk sín PGA réttindi. Hefur hann öðlast réttindi sem gilda hvar sem er í heiminum. Er þar með lokið hjá Sig- urði erfiðu tímabili, sem gerði það að verkum að hann þurfti að fara átta ferðir til Svíþjóðar á einu ári til að sitja á skóla- bekk. Þetta gerði hann ásamt kennslu og rekstri á verslun sinni í Grafarholti. í tilefni þessa áfanga fékk Kylfingur Sig- urð í stutt spjall og var hann fyrst spurður hvernig sumarið í fyrra hafi komið út hjá honum: „Það er ekki hægt að segja annað en að sumarið hafi komið vel út og var mikið að gera. Að vísu höfðu ferðlög mín til Svíþjóðar áhrif. Það er nefnilega erfitt að standa í mikilli vinnu hér heima og vera þar að auki í námi. Þessar átta ferðir sem samtals stóðu í 12 vikur slitu í sundur starf mitt hér og gerði það að sjálfsögðu erfið- ara. En þegar á heildina er lítið er ég mjög sáttur við sumarið og það er mér mikil ánægja að sjá hvað kennslan og verslunin heíur komið vel út í skoðanakönnuninni sem gerð var meðal félaga í GR í vetur“. - Var þetta erfiður skóli? „Sænski golfskólinn er talinn sá besti í heimi, ásamt þeim kanadíska og bandaríska og hann er alltaf að verða erfiðari og erf- iðari. Og það að hafa verið þama í námi og klárað reynist ömgg- lega öllum vel í staríí. Ég finn kannski ekki mikinn mun á sjálf- um mér eftir námið, en það getur verið að öðrum fmnist það. I verklega prófmu tók ég með mér sjö íslendinga og fannst þeim ég vera mun ömggari í öllum mínum athöfnum, en eitt af því sem Svíar leggja mikla áherslu á er hvemig á að tala við fólk og halda athygli þess. Við vomm látnir búa til ræður og flytja fyrir allan bekkinn. Það sem ég sjálfur finn kannski mest fyrir er að sjónar- hom mitt í sambandi við golfið er orðið mun víðara en það var.“ - Varstu eini útlendingurinn? „Við vorum 28 nemendur, allt Svíar nema ég. Ein stúlka og 27 karlmenn. Við vomm síðan tuttugu sem náðum að útskrifast í Sigurður Pétursson í verslun sinni í Grafarholti mars. Á þessum tíma mínum í skólanum hef ég eignast góða vini í Svíþjóð.“ - Hvemig leggst sumarið íþig? „Mjög vel. Það verður mun auðveldara fyrir mig en í fyrra. Nú get ég einbeitt mér alveg að vinnunni án þess að hafa áhyggjur af skólanum. Ég hlakka til að byija, komast út að kenna. I sambandi við verslunina á ég von á að vömúrvalið verði meira. Ég verð með tvo aðstoðarkennara Ástráð Sigurðsson og Frans Pál Sig- urðsson. Frans verður hér með mér að kenna, en Ástráður verður hér á daginn, en síðan í Mosfellsbæ og Garðabæ á kvöldin." -Á ekki að reyna að leika eitthvað sjálfur í sumar? „Ef ég mögulega get þá hef ég hug á að leika meira en ég hef gert undanfarið. Það er allavega á stefnuskránni, en svo verður það bara að koma í ljós hvort ég hef tíma til þess. Það má geta þess að á vegum PGA-félagsskaparins íslenska verður vísir að mótaröð og það væri gaman að geta verið með í þessum mótum.“ THhögun lantísmots 1904 Mótið fer fram á Akureyri dagana 24.-29. júlí og verður leikið með sama fyrirkomulagi og sl. ár. Það fyrirkomulag sem þá var viðhaft þótti gefast mjög vel og sjáum við enga ástæðu til að breyta út frá því aðeins breyting- arinnar vegna. Æfingadagar verða föstudag og laugardag 22. og 23. júlí og einnig er áformað að mfl. karla og kvenna fái æftngahring mánudaginn 24. júlí. Niðurröðun flokka keppnisdagana verður hinsvegar sem hér segir: Sunnudaginn 24. júh': 3. og 2. fl. karla, 1. og 2. fl. kvenna. Mánudaginn 25. júlí: 3. fl., 2. fl. og 1. fl. karla. Þriðjudaginn 26. júlí: 1. fl. og mfl. karla, 1. fl. og 2. fl. kvenna. Miðvikudaginn 27. júlí: 3. fl., 2. fl. og mfl. karla, 1. fl. og 2. fl. kvenna. Fimmtudaginn 28. júh': 2. fl., f. fl. og mfl. karla, mfl., 1. fl. og 2. fl. kvenna. Föstudaginn 29. júlí: 1. fl. og mfl. karia og mfl. kvenna. (Ath. — hér er aðeins um að rœða hvaða flokkar leika hvern dag en ekki rásröðflokka). Þetta keppnisfyrirkomulag býður upp á að hægt sé að taka við talsvert á fjórða hundrað keppendum án þess að keppendum verði fækkað er leiknar hafa verið 36 holur og verð- ur það því ekki gert. Mótanefnd. 28 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.