Kylfingur - 01.05.1994, Side 26

Kylfingur - 01.05.1994, Side 26
þjálfun skilar D Það er mikilvægt að kylfíngar geri sér grein fyrir að golfíþróttin er ekki íþrótt sem einungis er hægt að stunda í 3 til 4 mánuði á ári. Margir halda að yfir vetrartímann sé ekki hægt að stunda golf, kylf- ingar eigi helst að geyma kylfurn- ar inni í bílskúr þangað til hægt verði að fara út og leika golf. Þetta er mikill misskilningur. Ef kylfingar stunda golf einungis í nokkra mánuði á ári og nota ekki veturinn til að koma sér í æfmgu, er mjög líklegt að þeir staðni og fram- farir verðir ekki miklar. Þeir þurfa venjulega að nota fyrstu vikumar sem hægt er að leika golf til að leiðrétta sveifluna og koma sér í þjálfun. Þetta gætu þeir auðveldlega verið búnir að gera yfir vetrartímann með skipulögðum inniæfingum og komið því tilbúnir til leiks þegar veður leyfir. Eg tel að kylfingar ættu að byrja undirbúning sinn fyrir komandi sumar í janúar/febrúar. Þjálfunarskipulag kylfings í eitt ár væri þannig: Tímabilaskipting: Undirbúningstímabil: Janúar - febrúar - mars. Þorkell Snorri, einn af Jjölmörgum ungum og efni- legum klylfingum i GR. Umskiptatímabil: Apríl - maí. Keppnistímabil: Júní - júlí - ágúst - september. Hvíldartímabil: Október - nóvember - desember. Golfleikarar ættu fyrst að byija á því að hugsa um að koma sér í gott líkamlegt fonn. Það gera þeir með því að synda, ganga, skokka, dansa o.s.frv. Öll líkamleg hreyfing sem felur í sér einhveija áreynslu eykur úthald. Þetta er mikilvægt því gott þol þýðir að þeir verða ekki eins þreyttir þegar þeir leika og hafa því betri einbeit- ingu. Þol skiptir einna mestu máli á síð- ustu holunum þegar hver högg er þýðing- armikið. Þetta svarar mögulega þeirri spumingu hjá sumum, hvers vegna þeir leika alltaf síðustu holumar illa og eyðileggja skor sitt á þeim. Skyldi það vera vegna þess að þeir missa einbeitinguna því þeir em famir að þreytast, einmitt þegar þörfin er mest? Með því að auka þolið og styrkinn í lík- amanum, gerir kylfurinn sér auðveldara fyrir, þegar hann getur farið að leika golf. Það er töluvert átak fyrir líkamann að svei- fla kylfunni og því verður hann að vera til- búinn. Þegar kylfingur byijar aftur cftir nokk- urra mánaða hvíld er æskilegt að hann leiti sér aðstoðar sem fyrst. Ekki er gott að fara til kennara strax og byijað er að æfa aftur heldur þegar hann er búinn að fara nokkr- um sinnum. Þá er hann búinn að reyna sveifluna sína og finna út hvað honum finnst ábótavant, og hveiju hann hefur gleymt frá sumrinu. A undirbúningstímabilinu er mjög gott að lagfæra stærstu gallana í sveiflunni. Sveifluvandamál sem geta tekið langan tíma að leiðrétta verða að vera í lagi þegar kylfingurinn getur farið út að leika golf. Nota á veturinn í þessar aðgerðir, sem Be&ið eftir sumrinu Stjórn GR veitti Karli Omari veitinga- sala leyfi til að setja upp billiardborð til reynslu í sal skálans. Vonandi mœlist þetta framtak vel fyrir og er gott að geta gripið kjuðann meðan beðið er eftir teig. Hér eru þeir nafn- arnir Halldór Bragason, sá er mundar kjuðann, og Kristjánsson við leik, reyndar að bíða eftir sumrinu er myndin var tekin og vonandi verður sú bið ekki mikið lengri. 26 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.