Kylfingur - 01.05.1994, Side 19

Kylfingur - 01.05.1994, Side 19
Frá Ágætu félagar! Veturinn hefur verið notaður til vinnu innan- dyra, á hreinlætisaðstöðu karla hefur flísalögn á böð- um verið endumýjuð og komið fyrir lofhitdragi, endumýjaðar vatnsleiðslur í veggjum, glersteinsskil- veggur hlaðinn á milli WC og baðaðstöðu, skipt um niðurföll og blöndunar- tæki á böðum. Má segja að búningsaðstaða karla sé nú fúllffágengin. Nauðsynfegt er að halda Stœrsta verkefniþessa árs er stœkkun og lagfœring 15.flatarinnar. áfram næstkomandi vetur og endumýja flísalögn og vatnslögn á hreinlætisaðstöðu kvenna. Auk þess hefúr verið útbúin geymsla fyrir skjöl í geymsluhús- næði klúbbsins, en aðstaða í kjallara er orðin of lítil, miðað við þær kröfúr sem í dag em gerðar til geymslu skjala. Stefnt er að því að frágangi utanhúss, málun glugga, þéttingu þakkanta o.fl. verði lokið fyrir mánaðamót maí-júní. Byrjað var á smíði efhisgeymslu vestan við vélageymslu og stefnt er að því að lokið verði við þá smíði í lok maí. Efnis- geymsla er ætluð undir sand, mold og áburð. Eins og kom ffam á aðalfúndi vom skýrðar fyrirhugaðar ffam- kvæmdir á starfsárinu. Stærsta verkefhið í Grafarholti er án efa lagfæring 15. flatar. Hafist var handa við hönnun á þeim ffam- kvæmdum síðastliðið haust og að því loknu var fenginn verktaki til að vinna eftir fyrirliggjandi teikningum. Verklýsing er á þann veg að hreinsuð var burt leðja sem er á botni tjamarinnar, síðan var notað sprengt gijót í hleðslu meðffam flötinni upp í þá hæð sem vatnsborðið eðlilega er, en að því loknu mynduð grjóthleðsla og út- köntum flatarinnar lyft í þá hæð sem gijóthleðslan endar. Við þessa aðgerð mun stækkun flatinnar vera um 30 ferm. (Vonast ég til að þessum ffamkvæmdum verði lok- ið þegar þetta er lesið). Fengnir hafa verið landslagshönnuðir til að teikna upp ffamtiðar skipulag í kringum golfskála og næsta um- hverfi hans. Er síðan hægt að vinna eftir þeim teikning- um í áföngum eftir því sem efni leyfa. Stefnt er að því að teikningar liggi fyrir í lok apríl og verður þá hafist handa við fyrsta áfanga. Gijóthreinsun verður haldið áffam með sama fyrir- komulagi og undanfarin ár. Þetta er áhlaupsverkefni sem gæti staðið yfír í tvær vikur. Ljúka þarf við glompu á 12. braut sem því miður var ekki lokið við á síðasta starfsári. Hugmynd hefúr komið upp um að gera þar grasglompu í stað sandglompu. í ár er golfklúbbur okkar 60 ára og munu ffamkvæmd- ir af því tilefni vera mest í formi viðhalds og snyrtingar. Eins og áður hvet ég félaga til að koma á ffamfæri góðum hug- myndum sem gætu komið okkar ágæta félagsskap að góðum not- um. Eins vil ég hvetja félaga til að ganga vel um, lagfæra boltaför á flötum, setja torfúsnepla í sitt far, raka glompur og nota rusla- fötur. Að Korpúlfsstöðum verður unnið samkvæmt áætlun undir um- sjón verkefnisstjóra borgarinnar, en sem kunnugt er verður Korp- úlfsstaðavöllur opnaður í síðasta lagi árið 1997. Fh. hús- og vallanefndar Garðar Eyland. KYLFINGUR 19

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.