Kylfingur - 01.05.1994, Qupperneq 27

Kylfingur - 01.05.1994, Qupperneq 27
hann hefur kannski ekki tíma til á sumr- inu. Ef menn nýta sér ekki kennslu er alltaf hætta á því að þeir séu að æfa einhvem sveiflugalla sem endar með því, að nota verður sumarið til að lagfæra þá. Því er gott að nýta sér alla möguleika til að vera meðvitaðri um hvað sé rétt og hvað ekki. Kylfingurinn ætti að einbeita sér að sveiflunni sjálfri ásamt pútti og vippi, en láta öll tæknihögg bíða, þ.e. að slá hátt/lágt, sandglompuhögg o.s.frv. Mjög gott er æfa pútt og vipp inni. Nauðsynlegt er að taka góðan tíma í þau. Þau viðhalda tilfinningunni í líkamanum. Það er þægilegt að æfa þau inni og ná upp góðum stíl. Púttin eru þýðingarmestu höggin í golfi og ef kylfingur er góður í þeim, getur það hjálpað honum mikið og sparað mörg högg. Kostimir við að æfa pútt inni eru nokkrir. Þar þarf hann ekki að hafa áhyggjur af miklu broti í flötinni eða skemmdum. A umskipta tímabilinu þarf kylfingurinn oft nokkum tíma til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Hann er þá vonandi hættur að slá inni og er farinn að leika úti. Verður oft nokkur afturför sem lagast eftir nokkur skipti og hann fer að leika mun betur en hann hefur gert á þessum árstíma, ef hann hefur æft skipulega inni. Keppnistímabilið byrjar af alvöm um mánaðamótin maí/júní. Kylfingurinn er tilbúinn og þarf ekki að hafa áhyggjur af sveiflunni heldur getur einbeitt sér að stut- ta spilinu og því að ná árangri strax í byrj- snyrtilega um vöii og skáia un sumarsins langt á undan þeim sem eru nýbúnir að dusta rykið af kylfunum. Þjálfunin er frábmgðin að því leyti að núna einbeitir kylfingurinn sér að fínum hreyfingum í sveiflunni en ekki grófum eins og hann gerði á undirbúningstímabil- inu. Ef hann fer í tíma til kennara núna sem er æskilegt er hann einungis að fínpússa sveifluna og fá leiðbeiningar um hvort hann er á réttri leið í sínum lagfæringum eða ekki. Hann þarf ekki að eyða dýrmætum tíma í að leiðrétta sveifluna heldur leggur áher- slu á persónulega þjálfun og því hvemig best er að leika völlinn. Þegar ég tala um persónulega þjálfun þá á ég við að hann æfir þá þætti golfsins sem henta honum best. I hverju er hann góður og hvemig högg á hann erfitt með. Hvfldartímabilið er gott að nota til að einbeita sér að hugrænni þjálfun eins og lestur golfblaða og bóka ásamt því að fylgjast með keppnum í sjónvarpi. Kylfingur sem tekur íþrótt sína alvar- lega og æfir skipulega allt árið getur vænst árangurs um sumarið. Hann nýtur sumars- ins mun betur því hann leikur betra golf og getur notað tíma sinn til að huga að öðrum þáttum sem einnig skipta máli eins og hugrænni þjálfun, mataræði, líkamsrækt o.s.frv. Eg vona að kylfingar hugsi um þessa tímabilaskiptingu og velti fyrir sér hvort þetta gæti hjálpað þeim til að bæta forgjöf- ina. Jón Karlsson. ÚRTÖKUMÓT ÖLDUIMGA Leiknir verða 8 hringir og 6 bestu hringirnir telja með og án forgjafar. Kvennaflokkur 50 ára og eldri - rauðir teigar Karlaflokkur 50 - 54 ára (bleyjufl.) - gulir teigar Karlaflokkur 55 ára og eldri - þeir sem hafa forgjöf 23 og undir, leika af gulum teigum - þeir sem hafa forgjöf 24 og yfir, leika af rauðum teigum. Forgjöf miðast við upphafmóts. Mótstími ermilli kl. 12 og 18. Mótsdagar: 17. maí 31. rn^í 7.júní 21. júni 28.júní 12. júlí 26. júlí 9. ágúst Mótsgjald kr. 300,-. Tekið verður tillit til árangurs úr þessum úrtökumótum og öðrum öldungamótum við val liða í Sveitakeppni GSI. Sveitakeppnin verður hjá GK 20.-21. ágúst. Liðin verða valin 11. ágúst. Ofangreinda mótsdaga verður tekinn frá rástími milli kl. 17:00-18:00. Öldungar geta látið skrá sig á skrifstofu GR, móts- daginn frá kl. 9:00 - kl. 14:00. Eftir kl. 14:00 verður ónotuðum rástímum ráðstafað til annarra kylfinga. Öldunganefnd Munið haustferðina til ALGARVE í Portúgal, paradís golfarans. • Frábærir vellir. • Ótrúlega hagstætt verð á vallargjöldum. • Öruggir rástímar. • Sól, góðir veitingastaðir og gott verðlag. • Ú-Ú golfmótið. Hafið samband við Peter Salmon hjá golfdeiid Úrvals-Útsýnar, eða umboðsmenn um allt land. 4 4 ^Nrval-útsýn trygging fyrir gæðum KYLFINGUR 27

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.