Kylfingur - 01.05.1994, Qupperneq 18

Kylfingur - 01.05.1994, Qupperneq 18
manns í leik hefur verið lyft, er hann aftur í leik þegar hann hefur verið látinn falla eða lagður“. Þetta er auðskilið en svo kemur: „Bolti, sem látinn er í staðinn, verður bolti í leik sé hann látinn falla eða lagður samkvæmt viðeigandi reglu, hvort sem slík regla leyfir boltaskipti eða ekki.“ Og enn versnar það: „Bolti sem skipt er um samkvæmt reglu sem ekki á við er rangur bolti“. Eins og allir vita er það víti eða jafnvel ffávísun að leika röngum bolta (sjá R 15). Hvað þýðir nú þetta? Ég mun nú reyna að útskýra það. Bolta sem lyft hefúr verið er í leik í staðinn fyrir annan (þ.e. þann bolta sem leikið hafði verið með fram að þessu) verður bolti í leik jafnvel þótt sú regla sem farið var eftir í málinu hafi ekki leyft að skipt væri um bolta. Ef leikmaður leikur þessum bolta er hann því ekki lengur rangur bolti en leikmaður fær tvö högg í víti fyrir brot á reglu 15-1 (sjá hana). Ef leikmaðurinn áttar sig áður en hann leikur hinum nýja bolta getur hann leiðrétt mis- tök sín vítalaust sbr. R 20-6. Dæmi: Leikmaður merkir bolta sinn á flöt. Þegar hann ætlar að pútta setur hann af misgáningi annan bolta (vitlausan bolta) í leik og púttar út með honum. Sá bolti verður þá bolti í leik (20-4) en leik- maðurinn fær tvö högg í víti fyrir brot á reglu 15-1 þar sem sú regla segir að leik- maður verði að leika í holu sama boltan- um og hann lék af teignum, nema reglum- ar leyfi að hann setji annan bolta í leik. I dæminu leyfir engin regla að hann setji annan bolta í leik. Hér fór leikmaðurinn eftir viðeigandi reglu (reglu sem átti við um þetta, en reglan leyfði þó ekki að skipt væri um bolta á leiðinni (sjá R 16-lb.) Þegar leikmaður skiptir um bolta sam- kvæmt reglu sem ekki á við í því tilfelli verður sá bolti rangur bolti. Dæmi: Jón og Ami slá af teig og liggja báðir boltar á braut. Þegar þeir koma að boltum sínum sjá þeir að boltamir em al- veg eins (sama tegund, litur og númer) og ógerlegt væri að þekkja þá í sundur þótt þeir viti þama hvor á hvom. Til að forðast misskilning síðar merkir Ami bolta sinn og skiptir um bolta og setur aðra tegund í staðinn. Hér fór Ami ekki efltir reglu sem átti við (viðeigandi reglu). Reglumar leyfa ekki svona lagað og því varð bolti sá sem hann setti í leik rangur bolti (sjá skilgreiningu á „rangur bolti“ og „bolti í leik“). Hann fær því tvö högg í víti í höggleik og verður að leiðrétta mistök sín áður en hann leikur af næsta teig að viðlagðri ffávísun. Auk þess fær hann eitt högg í víti fyrir að lyfta bolta sínum í leik í leyfisleysi (R 18-2a), þ.e. samtals þijú vítishögg (eða ffávísun). I holukeppni tap- ar hann holunni (R 15-2). Með golfkveðju, Þorsteinn Sv. Stefánsson. TIL GAGNS O G GLEÐI TÖLVUPAKKAR diskar 1 B PRENT :ntarar ’*•. VANDAÐI MlCROSOFT. WINDOWS. TOLVUR fyrir framtíöina GEISLADRIF H L J O Ð K O R T Komdu í verslun okkar og vib setjum saman meb þér pakka meö tölvuvömm til framtíÖamotkunar sem hæfa óskum þínum og verðhugmynd. Alvöru tölvur Hugbúnaöur Gæöaprentarar á góðu veröi Vfóóma hljóbkort Geisladiskar, fræbandi og skemmtilegir Geisladrif EINAR J. SKULASON HF Crensásvegi 10, Sími 63 3000 18 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.