Fréttablaðið - 23.11.2010, Side 32
24 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
BAKÞANKAR
Þórunnar
Elísabetar
Bogadóttur
Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild
um sjávar rannsóknir á samkeppnis sviði,
auglýsir eftir umsóknum um styrki til
rannsókna- og þróunarverkefna.
Sjóðurinn mun styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú
eru nytjaðar eða sem mögulegt væri að nytja. Áhersla verður
lögð á verkefni sem efla rannsókna- og þróunarstarf á lífríki
sjávar umhverfis Ísland og styrkja til lengri tíma litið sjálfbæra
nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs.
Horft verður til grunnslóðarannsókna, vöktunar strandsvæða,
þorskrannsókna og verkefna sem tengjast þróun aðferða við
nýtingu á lífverum sjávar, svo sem líftækni sem og fleiri þátta
sem kunna að falla að verkefnum og tilgangi sjóðsins.
Við mat umsókna verður lögð áhersla á nýnæmi verkefnisins
m.t.t. nýrrar þekkingar og/eða aukinna nýtingarmöguleika á
lífríki sjávar. Veittir verða styrkir til stærri verkefna, allt að 8 m.kr.
hver, og til smærri verkefna allt að 2 m.kr. hver. Styrkur nemur
að hámarki 50% af áætluðum heildarkostnaði viðkomandi
verkefnis. Styrkir eru veittir til eins árs í senn. Heimilt er að veita
framhaldsstyrk á grundvelli nýrrar umsóknar, enda standist
verkefnið kröfur um framvindu og gæði.
Allir geta sótt um styrki, einstaklingar, fyrirtæki og rannsókna-
og háskólastofnanir. Í stærri verkefnum er hvatt til samstarfs
mismunandi aðila með þátttöku vísindamanna víða af landinu.
Umsóknarfrestur er til 31. desember 2010 og skulu umsóknir
sendar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins,
Skúla götu 4, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu einnig berast á
rafrænu formi á netfangið: hulda@slr.stjr.is. Umsóknir sem
berast eftir 31. desember 2010 verða ekki teknar gildar nema
póststimpill sýni að umsóknin hafi verið póstlögð ekki síðar
en þann dag.
Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum við síðustu úthlutun og
hyggjast sækja um framhaldsstyrk skulu skila skýrslu um
stöðu verkefnisins, ella koma viðkomandi umsóknir ekki til
greina við úthlutun.
Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeiningar um frá gang
umsókna er að finna á heimasíðu sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytisins www.sjavarutvegsraduneyti.is
Umsóknir um styrki úr
Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið
Verkefnasjóði
s j á v a r ú t v e g s i n s
Ím
yn
d
u
n
ar
af
l
/
S
LR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI HALLDÓR
BALDURSSON
Meiri Vísir.
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja
„like“ við Vísi á Facebook geta unnið
óvænta vinninga í hverri viku.
m.visir.is
Fáðu Vísi í símannog iPad!
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
LÁRÉTT
2. fyrstur, 6. tveir eins, 8. tunna, 9.
fyrirboði, 11. ætíð, 12. skrælnuð
trjágrein, 14. ísjaki á sjó, 16. í röð, 17.
útsæði, 18. upphrópun, 20. til, 21.
innyfla.
LÓÐRÉTT
1. uss, 3. slá, 4. endurnefna, 5. mán-
uður, 7. frami, 10. púka, 13. bókstafur,
15. fræ, 16. kk nafn, 19. frú.
LAUSN
Á ég að hringja
niður í móttöku
og biðja um
annað
handklæði?
Það er ekkert gefins að
taka svona á í ræktinni!
Mér er illt um allan
líkamann!
Hm.
Er þér
illt...
hérna? J... Einmitt...
Nei, nei, nei!
Haltu áfram
að vild! Ég
þoli það...
Lúxus-spa í
Sviss og löng
helgi í Róm?
Hvernig græj-
aðirðu það?
Með pynt-
ingum! Ég
get fengið
hvað sem
er!
Þitt vandamál er að þú talar alltaf í
staðinn fyrir að hlusta!
Ég hef fylgst með
hverjum ropa,
brosi, hiksta og
gráti sem þetta
barn hefur gefið
frá sér á kostnað
áhugamála minna,
starfsferils og
félagslífs.
Góð
skipti!
LÁRÉTT: 2. frum, 6. uu, 8. áma, 9.
spá, 11. sí, 12. sprek, 14. hafís, 16. de,
17. fræ, 18. úff, 20. að, 21. iðra.
LÓÐRÉTT: 1. suss, 3. rá, 4. umskíra, 5.
maí, 7. upphefð, 10. ára, 13. eff, 15.
sæði, 16. dúi, 19. fr.
FÁTT í þessum heimi fer meira í taug-
arnar á mér en vitlaus stafsetning og
rangt málfar. Ég geri mér grein fyrir
því að með því að játa þetta opna ég í
fyrsta lagi fyrir það að fólk eins og ég
muni grandskoða þennan pistil í leit að
villum og í öðru lagi að þeim sem ekki
falla í umræddan hóp finnist ég alveg
hreint ótrúlega leiðinleg.
ÉG get bara ekkert að þessu gert.
Skiptin sem ég hef verið komin
á fremsta hlunn með að senda
tölvupóst á vefmiðla til þess að
leiðrétta villur í fréttum eru
óteljandi. Sem betur fer hef ég
alltaf stoppað mig af. Þegar ég
fæ tölvupóst frá háskólakenn-
ara sem skrifar bandvitlaust
get ég ekki annað en dæmt
svolítið og það sama gildir um
aðra. Nema náttúr lega þá sem
eru les- eða skrifblindir, þá
er ég samúðin uppmáluð.
Sökum kurteisi eða
kannski af ótta
við að fá á mig
málfarsfasista-
stimpil leiðrétti
ég samt yfir-
leitt ekki.
EINFALDAR stafsetningarvillur eru eitt,
og að ruglast á i og y og –n og –nn getur
nú komið fyrir alla. Boðskapurinn kemst
alveg til skila. Það er þegar fólk ruglar
saman orðum eða orðatiltækjum sem
lítill hluti af mér deyr – villu fyrir villu.
Svo ekki sé minnst á kolrangar beyging-
ar.
FÓLK virðist samt algjörlega vera hætt
að kippa sér upp við „mig hlakkar til að
sjá þig“. Nú eða það allra, allra versta í
mínum bókum: að nota orðið víst í stað-
inn fyrir fyrst. Afsakið leiðindin, en
þessi víxlun bara gengur engan veginn
upp. Er fólk bara hætt að hlusta á sjálft
sig tala?
ÞÓ að ég sé haldin þessum leiðindasjúk-
dómi, eða kannski einmitt vegna þess, er
ég skíthrædd um að fá á mig gagnrýni af
þessu tagi. Mér finnst ég eiga að kunna
þetta. Fyrir nokkrum árum hrósaði
pabbi minn mér fyrir pistil sem ég skrif-
aði í þetta blað en bætti við í gríni að
ég hefði samt skrifað „músirnar“ í stað
„mýsnar“ einhvers staðar. Af hverju ég
var að tala um mýs er mér löngu gleymt.
En ég var miður mín lengi og vonaði
heitt að enginn annar hefði tekið eftir
þessari hörmung. (Og nú er bara að vona
að enginn finni villu hér).
Málfarsfasisminn