Fréttablaðið - 23.11.2010, Síða 34
23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Hönnunarsafn Íslands
leitar nú að húsmunum
eða myndum af húsmun-
um eftir Gunnar Magnús-
son innanhússarkitekt.
Tilefnið er yfirlitssýn-
ing á verkum Gunnars í
Hönnunarsafninu í febrú-
ar næstkomandi.
Gunnar Magnússon
er einn af frumkvöðlum
í íslenskum húsgagna-
og innanhússarkitektúr og einn
afkastamesti íslenski húsgagna-
hönnuðurinn frá sjöunda áratugn-
um fram til 1990. Þekkt eru hin
hringlaga Apollo-húsgögn, sem
Gunnar hannaði 1968
sem og skákborðið sem
hann hannaði fyrir ein-
vígi Fischers og Spasskís
1972.
„Ég hugsa að flestir
hafi séð verk Gunnars,
en gera sér ekki endilega
grein fyrir að þau séu
eftir hann,“ segir Harpa
Þórsdóttir, forstöðumaður
Hönnunarsafns Íslands.
„Því miður voru verkin hans ekki
öll skráð og því biðlum við til fólks
sem á eða telur sig eiga hönnun
eftir Gunnar í sínum fórum að
hafa samband við okkur.“
Auk þess að hanna húsgögn inn-
réttaði Gunnar margar bygging-
ar, til dæmis jarðhæðina á Hótel
Holti, sem og mörg íbúðarhús,
sérstaklega í Fossvoginum þegar
hann var að byggjast upp á sjö-
unda og áttunda áratugnum.
„Eflaust hefur mörgum innrétt-
ingum verið fleygt síðan þá,“ segir
Harpa, „en það er líka hugsanlegt
að einhvers staðar megi finna upp-
runalegar innréttingar eftir hann,
jafnvel þótt þær hafi verið málað-
ar. Ef fólk á enn slíka húsmuni í
fórum sínum eða lumar á gömlum
ljósmyndum af þeim yrðum við
mjög þakklát.“ - bs
Leita að húsmunum eftir Gunnar
HÖNNUN GUNNARS MAGNÚSSONAR Gunnar hefur verið einn afkastamesti innanhússarkitekt Íslands. Vinstra megin má sjá verk
úr línunni Nývirki en hægra megin er sett úr Apollo-línunni.
HARPA
ÞÓRSDÓTTIR
STJÓRNARHÆTTIR
Í ÍSLENSKU
VIÐSKIPTALÍFI
HÁDEGISVERÐARFUNDUR FVH OG KPMG
MIÐVIKUDAGINN 24. NÓVEMBER
KL. 12:00 – 13:30 Á GRAND HÓTEL
Daði Ólafsson, héraðsdómslögmaður verður
með hugleiðingar um takmörkun á ábyrgð
endurskoðenda og tilvik sem leitt geta til ríkari
ábyrgðar stjórnarmanna í hlutafélögum.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur
fjallar um Handbók stjórnarmanna sem KPMG
var að gefa út.
Ýmsar spurningar hafa vaknað um stjórnarhætti sem hafa
viðgengist í íslensku viðskiptalífi og er viðskiptasiðferði
í mörgum tilvikum dregið í efa. Samfélagið kallar
á breytt vinnulag hjá félögum og að stjórnarmenn
og stjórnendur axli ábyrgð á gerðum sínum.
Margret G. Flóvenz, endurskoðandi fer
yfir ábyrgð stjórnarmanna á ársreikningi og
samskipti stjórnar og endurskoðanda.
Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri vátrygginga-
sviðs Fjármálaeftirlitsins fjallar um athugun
FME á hæfi stjórnarmanna eftirlitsskyldra aðila
með áherslu á fjármálafyrirtæki.
Fundarstjóri er Georg Andersen, MBA
Vinsamlegast skráið þátttöku á vef
FVH, www.fvh.is eða í síma 551 1317.
Verð með hádegisverði:
3.000 kr. félagsmenn, 4.900 kr. aðrir.
26
menning@frettabladid.is