Fréttablaðið - 23.11.2010, Page 40

Fréttablaðið - 23.11.2010, Page 40
 23. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR32 sport@frettabladid.is ÁSGEIR ARON ÁSGEIRSSON skrifaði í gær undir þriggja ára samning við 1. deildarlið HK. Hann kemur til félagsins frá ÍBV, þar sem hann náði ekki að festa sig í sessi. Ásgeir Aron er 24 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn hjá KR en lék með Fjölni í efstu deild eftir að hafa farið frá KR. HANDBOLTI Dregið var í fjórðungs- úrslit í Eimskipsbikarkeppni karla og kvenna í gær. Í karlaflokki fengu bikarmeistarar Hauka erf- itt verkefni en liðið mætir Fram á útivelli. Þessi lið mættust í deildinni á dögunum og þá höfðu Framarar betur. „Við höfum getuna til að klára öll lið – hvar og hvenær sem er,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálf- ari Fram. „Haukarnir voru hins vegar að gera fína hluti í Þýska- landi um helgina og sýndu að það er fullt til í þeirra liði,“ bætti hann við en Haukar töpuðu þá naumlega fyrir þýska úrvalsdeildar liðinu Grosswallstadt í Evrópukeppn- inni. Í kvennaflokki sluppu fjögur efstu lið N1-deildar kvenna við að mætast innbyrðis en þar munu bikar meistarar Fram mæta Val 2. - esá Dregið í fjórðungsúrslit Eimskipsbikarsins: Meistararnir fengu erfitt verkefni MÆTAST AFTUR Fram vann Hauka þegar liðin mættust í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8 liða úrslit bikarsins Karlar: Víkingur - Akureyri Fram - Haukar ÍR - FH Selfoss - Valur Leikið 5. og 6. desember Konur: HK - Stjarnan ÍBV - Valur Fjölnir/Afturelding - Fylkir Valur 2 - Fram Leikið 18. og 19. janúar IE-deild karla Keflavík-Njarðvík 78-72 Keflavík: Lazar Trifunovic 27/15 fráköst, Valentino Maxwell 16/4 fráköst/3 varin skot, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/12 fráköst/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/6 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15/10 fráköst/6 varin skot, Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefáns- son 9/11 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6/6 fráköst, Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2. Hamar-Grindavík 78-76 Hamar: Andre Dabney 27/9 fráköst/7 stoðsend- ingar, Ellert Arnarson 14/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darri Hilmarsson 13/5 fráköst, Nerijus Taraskus 8/6 fráköst, Svavar Páll Pálsson 7/11 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 4/5 fráköst, Kjartan Kárason 3, Snorri Þorvaldsson 2. Grindavík: Ólafur Ólafsson 19/7 fráköst, Jeremy Kelly 17/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 15/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/9 fráköst, Guð- laugur Eyjólfsson 8, Ármann Vilbergsson 2, Björn Steinar Brynjólfsson 2/7 fráköst. Fjölnir-KFÍ 103-95 Fjölnir: Ben Stywall 32/7 fráköst, Ægir Þór Stein- arsson 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 14/9 fráköst/6 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 9, Hjalti Vilhjálmsson 8, Jón Sverrisson 5/5 fráköst, Sindri Kárason 4. KFÍ: Craig Schoen 20/6 fráköst/6 stoðsendingar, Darco Milosevic 17/9 fráköst, Nebojsa Knezevic 17/5 fráköst, Carl Josey 13/13 fráköst, Daði Berg Grétarsson 12/5 stoðsendingar, Hugh Barnett 7/4 fráköst, Ari Gylfason 7, Pance Ilievski 2. STAÐAN Snæfell 8 7 1 789-731 14 KR 8 6 2 809-687 12 Grindavík 8 6 2 718-637 12 Stjarnan 8 5 3 699-670 10 Hamar 8 5 3 668-650 10 Keflavík 8 5 3 701-682 10 Fjölnir 8 4 4 727-714 8 Haukar 8 3 5 690-739 6 KFÍ 8 2 6 737-802 4 Tindastóll 8 2 6 623-708 4 Njarðvík 8 2 6 607-695 4 ÍR 8 1 7 698-751 2 ÚRSLIT P.o. Box 126 ::: 121 Reykjavík ::: Sími 546 1984 ::: info@1984.is ::: www.1984.is Hýsing og lén - allt á einum stað fyrir eitt lágt verð. 628 kr./mán.* *Miðað við 3 ára hýsingarsamning Portborgari og franskar kr. 1090 Portvefja, hýðishrísgrjón og salat kr. 1090 Bættu við súpu og salatbar fyrir aðeins kr. 590 Hádegistilboð Gildir virka daga frá kl . 11 - 14.30 - www.portid.is - Kringlunni mán - mið 11 - 20 fim - lau 11- 22 sunnud. 12 - 20 553 8878 Opið: KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar yfir- gáfu Toyota-sláturhúsið tómhent- ir í gær. Baráttan var allsráðandi í leik þeirra gegn erkifjendunum í Keflavík. Viðureignin sveiflu- kennd og spennandi þó ekki hafi mikið verið skorað. Undir lokin hélt undirritaður að gestirnir væru að sigla sigrinum í höfn en þá spýttu heimamenn í lófana og kláruðu dæmið með sex stiga sigri. Hrakfarir Njarðvík- inga halda því áfram og þeir hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. „Það er alltaf glatað að tapa,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur. „Lið sem hefur tapað nokkrum leikjum í röð á oft erfitt með að ná sigrinum í spennuleikjum. Það voru teknar rangar og vafasamar ákvarðanir í lokin sem skiluðu því að við unnum ekki leikinn. Við vorum að spila ágætlega í þessum leik og þessi forysta sem við náðum í lokin ætti að duga jafn reynslumiklu liði,“ sagði Sigurður. Villurnar léku Njarðvík- inga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundar sonar. Magnús Þór Gunn- arsson var mætt- ur aftur í Njarðvíkur- búninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum og skoraði sín fyrstu stig var mikið fagnað í öðrum helmingi stúkunn- ar. Það sást þó í gær að hann á enn eftir að koma sér betur inn í leik Njarðvíkur. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að lokn- um fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsi- legri þriggja stiga körfu Harð- ar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stig- um fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingur- inn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarð- víkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði féll stemningin með heimamönnum. Lokamín- útan var gríðarlega spenn- andi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu svo heima- sigur varð staðreynd. „Við vorum ekki að spila góðan leik fannst mér, náðum fínum köflum en komumst aldrei almennilega í gang. Þetta var ekki að ganga upp hjá okkur í fráköst- um og vítanýtingu,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Þetta var mjög harður leikur og stress í gangi. Ég er ánægð- ur með að við náðum allavega að klára þetta. Við vissum að Njarð- víkingar kæmu brjálaðir til leiks enda að duga eða drepast fyrir þá. Það er sterkt fyrir okkur að vinna þetta.“ Serbinn Lazar Trifunovic var stigahæstur hjá Keflavík en hann hefur verið að koma sterkur í liðið. „Hann hefur verið að gera vel en getur enn betur en hann sýndi í þessum leik. Hann hefur samt komið með aukna samkeppni í þessar stóru stöður, með meiri læti og ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Guðjón. elvargeir@frettabladid.is Það er alltaf glatað að tapa Njarðvíkingar töpuðu fimmta deildarleik sínum í röð er þeir biðu lægri hlut gegn grönnum sínum frá Keflavík í miklum baráttuleik í gæir. Úrslit leiksins réðust ekki fyrr en á lokamínútunni. KOMINN HEIM Magnús Gunnars- son er kominn aftur frá Danmörku og skoraði níu stig í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UNDIR KÖRFUNNI Jóhann Árni Ólafsson átti ekki sinn besta leik í gær og skoraði aðeins sex stig. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Danny Welbeck, láns- maður frá Manchester United, var ekki fjarri því að tryggja Sunderland sigur gegn Everton í gær. Hann skoraði í tvígang fyrir Sunderland eftir að liðið hafði lent undir. Fyrst með skoti af stuttu færi og síðan með glæsi- legum skalla. Hann skoraði einn- ig í síðasta leik gegn Chelsea og er sjóðheitur þessa dagana. Það var Tim Cahill sem kom Everton yfir með skalla áður en Welbeck skoraði tvisvar. Mikel Arteta bjargaði síðan stigi fyrir Everton er hann jafnaði leikinn sjö mínútum fyrir leikslok. Skot utan teigs fór í varnarmann og þaðan í netið. Sunderland er í sjöunda sæti eftir leikinn en Everton er í fjór- tánda sæti. - hbg Sunderland mætti Everton: Arteta tryggði jafnteflið SJÓÐHEITUR Danny Welbeck fagnar hér marki gegn Everton í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.