Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 4
4 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 23.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,2399 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,84 113,38 179,72 180,60 153,16 154,02 20,542 20,662 18,703 18,813 16,330 16,426 1,3526 1,3606 175,17 176,21 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNMÁL Þótt sú ákvörðun breskra stjórnvalda að beita lögum um eignafrystingu, sem kölluð hafa verið hryðjuverkalög, á Lands- bankann haustið 2008 hafi komið fyrirvaralaust átti hún sér langan aðdraganda í Bretlandi. Þetta fullyrðir Árni M. Mathie- sen, fyrrverandi fjármálaráðherra, í bókinni Árni Matt – Frá banka- hruni til byltingar, sem hann skrif- aði ásamt Þórhalli Jósepssyni. Í bókinni segir Árni frá fundi ráðherra með Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, 4. október 2008. Þar lýsir Árni því hvernig Davíð las upp úr bréfi frá Mervyn King, seðlabanka- stjóra Bretlands. Árni lýsir því svo að Davíð hafi túlkað orð Kings þannig að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave-skuldir Lands- bankans. „En King var bara seðlabanka- stjóri og hafði ekkert umboð til að segja þetta, það þarf ráðherra til að ákveða svona nokkuð svo mér fannst strax að hitt væri líklegra, að við yrðum að semja við þá af því þeir gætu beitt afli,“ segir í bók Árna. „Ég hafði hins vegar, eins og ég sagði, ekki ímyndunarafl til að trúa því hve hrottalega Bretarnir beittu þessu afli sínu með hryðjuverka- lögunum,“ segir þar enn fremur. Árni segir þessar aðgerðir Breta hafa vakið almenna reiði á Íslandi. „Árásin var svo snögg og óvænt að menn spurðu í forundran hvað gæti verið að baki, hvort Bretar væru að tapa sér.“ Í bókinni segir að þó að íslensk stjórnvöld hafi engan fyrirvara fengið hafi aðdragandi að beitingu laganna verið nokkur í Bretlandi. Þeim mun sárara hafi verið að hafa í góðri trú átt samtöl við Alistair Darling, þáverandi fjármálaráð- herra Bretlands, um möguleika á lausn Icesave-vandans. Árni segir að Darling hafi aldrei gefið annað í skyn en að hann hefði áhyggjur af stöðunni og vildi finna lausn. brjann@frettabladid.is Langur aðdragandi að ákvörðun Breta Árni M. Mathiesen segir þá ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverka- lögum á Landsbankann snögga og óvænta árás. Í ljós hafi komið að aðdragand- inn hafi verið langur. Óttaðist fyrirfram að bresk stjórnvöld beittu aflsmunum. SEGIR FRÁ Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, rekur tildrög og eftir- mál bankahrunsins í nýrri bók. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á meðan breskum lögum um eignafrystingu, sem kölluð hafa verið hryðju- verkalög, var beitt gegn þrotabúi Landsbankans var ekki hægt að ganga að þrotabúinu. Þetta segir Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, í nýrri bók þar sem fjallað er um bankahrunið. Þannig var ákveðin vörn fólgin í beitingu hryðjuverkalaganna fyrir íslensk stjórnvöld, þar sem annars hefðu aðrir getað gert kröfu í þrotabúið, og þá væri minna til skiptanna upp í Icesave-kröfurnar, segir í bók Árna. „Í hryðjuverkalögunum fólst ákveðið vopn fyrir okkur til að verja þrotabú Landsbankans og þar af leiðandi töldu menn að það væri kannski ekki ráð- legt að þrýsta of mikið á að aflétta hryðjuverkalögunum af Landsbankanum alveg strax,“ segir í bókinni. Fengu vopn til að verja þrotabúið DÓMSMÁL Kona um fertugt var í gær dæmd í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að reyna að smygla til landsins tæp- lega tuttugu lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa. Önnur kona sem var ákærð fyrir sömu sakir, var sýknuð. Elena Neuman, sú sem dæmd var, tók við vökvanum í Lithá- en og flutti þaðan falinn í elds- neytistanki VW Passat bifreiðar til Þýskalands. Þaðan flutti hún vökvann með sama hætti til Dan- merkur. Síðan lá leiðin með far- þegaferjunni Norrænu til Seyðis- fjarðar þar sem vökvinn fannst við leit í ágúst. Úr þessu vökvamagni hefði verið unnt að framleiða allt að 20,9 kíló af hreinu amfetamín- súlfati, sem samsvarar 153 kíló- um af efni miðað við tíu prósenta styrkleika. Konan bar að litháískur karl- maður hefði gefið sér bílinn, sem vökvinn var falinn í. Sá maður, Romas Kosakovskis, var dæmd- ur í fjögurra ára fangelsi árið 2006 fyrir að hafa smyglað hing- að tveimur lítrum af amfetamín- vökva og brennisteinssýru. Konan segir manninn einnig hafa greitt fyrir Íslandsferð hennar. - jss AMFETAMÍNVÖKVINN Úr honum hefði verið hægt að framleiða 153 kíló af amfetamíni. Kona um fertugt dæmd í héraðsdómi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl: Átta ára fangelsi fyrir dópsmygl VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 8° 2° 1° 4° 0° 1° 1° 23° 5° 15° 9° 27° -6° 7° 10° -1°Á MORGUN 3-8 m/s, él N- og NA-til. FÖSTUDAGUR Fremur hæg norðlæg átt. 2 3 -1 0 -2 1 -3 2 -2 5 -5 4 5 4 5 2 3 3 5 4 3 3 0 -1 -2 -3 -1 -2 -1 -3 -3 -1 HÆGFARA HÆÐ Litlar breytingar eru á veðri þessa dag- ana enda hæða- svæði yfi r landinu sem þokast hvergi. Áfram eru horfur á hægum vindi og köfl óttu skýjafari. Á morgun og föstu- dag verður heldur þungbúið N- og A-til en bjartara yfi r syðra. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SAMAN Á FLUGVELLINUM Mæðginin hafa ekki sést í áratug. NORDICPHOTOS/AFP BÚRMA, AP Það var tilfinninga- þrungin stund þegar Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðisbaráttunnar í herstjórnarríkinu Búrma, hitti í gær son sinn, hinn 33 ára gamla Kim Aris, sem hún hafði ekki séð í áratug. Hún hefur verið í stofufangelsi megnið af síðustu tuttugu árum, en var leyst úr haldi fyrir rúmri viku. Sonurinn býr í Bretlandi og fékk tímabundið leyfi til að fara til Búrma að heimsækja móður sína. Suu Kyi viðurkenndi að barátta hennar fyrir lýðræði í Búrma hafi verið erfið fyrir fjölskylduna. - gb Tilfinningaþrungin stund: Suu Kyi fékk að hitta son sinnFÍKNIEFNASMYGL Lögregla og tollgæsla nota meðal annars fíkniefnahunda til að stöðva smygl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Stjórnvöld hafa fylgt flestum af þeim fimmtán ábend- ingum ríkisendurskoðunar frá árinu 2007 vegna aðgerða gegn fíkniefnasmygli, að því er fram kemur í tilkynningu. Þremur ábendingum hefur ekki verið fylgt. Stjórnvöld hafa ekki mótað heildræna stefnu í fíkniefnamálum. Þau hafa ekki heldur komið á fót gagnagrunni um gjaldeyriskaup sem löggæslu- aðilar hafa aðgang að. Þá hafa þau ekki hert reglur um tilkynn- ingaskyldu skipa. Einni ábendingu hefur verið fylgt að hluta. Ríkisendurskoðun hvetur Tollstjóra til að þróa mælingar á árangri áfram. - bj Ábendingar vegna smygls: Flestum ábend- ingum fylgt VÍSINDI Íslenskir frumkvöðlar sem kalla sig KinWins taka þessa dag- ana þátt í lokakeppni Global Star- tup Battle, þar sem sprotafyrir- tæki víðs vegar að úr heiminum eigast við í netkosningu. Kin- Wins er leikur á netinu sem öll fjölskyldan getur leikið. Hópurinn vann keppni sem Inn- ovit stóð fyrir hér heima á dög- unum og reiðir sig nú á atkvæði almennings á vef Global Startup Battle. Hægt er að kjósa fram á kvöld. Sigurvegarar fá ferð til San Francisco þar sem þeir kynna hug- myndina fyrir fjárfestum. - þj Íslenskir frumkvöðlar: Keppa um sigur STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráð- herra, ætlar ekki að aðhafast í máli nímenninganna svokölluðu. „Ég get ekki sem dómsmála- ráðherra haft afskipti af málinu meðan það er fyrir dómstólum,“ sagði Ögmundur í samtali við Smuguna í gær. Flokksráð VG skoraði á laugar- dag á Ögmund að hafa frum- kvæði að því að forseti Íslands stöðvi réttarhöldin yfir nímenn- ingunum, sem ákærðir eru fyrir meinta árás á Alþingi. Stjórnar- skráin heimilar að forseti láti saksókn niður falla. - bþs Mál nímenninganna: Ögmundur get- ur ekkert gert Sýnileg börn í Hveragerði Hjálparsveit skáta færði á dögunum öllum börnum á leikskólum í Hvera- gerði sem og öllum börnum á yngsta stigi í grunnskólanum á staðnum endurskinsmerki. Hjálparsveitin hefur farið á hverju ári undanfarin ár og gefið börnum í Hveragerði endur- skinsmerki. ÖRYGGISMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.