Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2010 35 FÓTBOLTI Það er allt í uppnámi í Skotlandi þar sem skoskir knatt- spyrnudómarar eru farnir í verk- fall og ætla ekki að dæma leiki um næstu helgi. Það setur eðlilega mikið strik í reikninginn enda riðl- ast mótið með verkfallsaðgerðum dómaranna. Skosku dómararnir eru mjög ósáttir við þá gagnrýni sem þeir hafa mátt sitja undir í vetur frá þjálfurum og forráðamönnum félaganna í skoska boltanum. Steininn tók þó úr þegar dóm- arar fóru að fá líflátshótanir frá stuðningsmönnum liðanna. Þá sögðu dómararnir hingað og ekki lengra. Þeir krefjast úrbóta og sjá ekki aðra leið en að fara í verkfall svo þeir fái úrlausn sinna mála og fólk fari að bera virðingu fyrir þeirra störfum á nýjan leik. Skoska knattspyrnusambandið gerir allt sem það getur til þess að halda áætlun og menn þar á bæ vilja spila um næstu helgi. Þeir hafa því sett sig í samband við dómara víða og meðal annars á Íslandi þar sem engin verkefni eru fyrir dómara þessa stundina. Félag deildadómara á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem menn viðurkenndu að vissulega yrði það mikil upphefð fyrir íslenska dómara að dæma í skosku úrvalsdeildinni. Íslensk- ir dómarar ætla þó að standa með kollegum sínum í Skotlandi og höfnuðu því beiðni skoska knattspyrnusambandsins. „Það verður að virða það sem þeir eru að gera þarna úti. Lang- flestir dómarar samþykktu að fara í verkfall og ætlum við að virða það,“ sagði úrvalsdeildardómar- inn Magnús Þórisson sem einnig er í stjórn félags deildadómara. - hbg Skoska knattspyrnusambandið vildi nota íslenska dómara um næstu helgi: Standa með skoskum dómurum ÁFRAM Í FRÍI Íslenskir dómarar munu ekki rífa sig upp og dæma í Skotlandi um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Fyrrverandi leikmaður Aberdeen, Skotinn Frank McDougall, hefur greint frá því í nýrri ævisögu að hann kýldi eitt sinn Sir Alex Ferguson, þáver- andi stjóra liðsins. Forsaga málsins er sú að McDougall sagði fyrir bikarleik með Aberdeen árið 1985 að hann væri heill heilsu og setti Fergu- son hann í byrjunarliðið. En McDougall var í raun meiddur og tók Ferguson hann af velli eftir aðeins nokkrar mín- útur. Ferguson hellti sér svo yfir hann á æfingu degi síðar. „Ég bar mikla virðingu fyrir Fergie en hafði lært löngu áður að í slíkum aðstæðum lætur maður til sín taka og spyr svo spurninga síðar,“ segir í ævisögunni. „Það var það sem ég gerði. Þetta var ekkert rothögg en ég hæfði hann í andlitið og hann féll í jörðina. Af öllu því heimskulega sem ég hef gert í gegnum tíðina er ekkert sem toppar þetta.“ Ferguson var þó fljótur að rísa aftur á fætur og svara fyrir sig. Hann lét henda McDougall út af æfingasvæðinu. Þeir voru þó fljótir að sættast og ritar Fergu- son meira að segja kafla í bókina þar sem hann lofar sinn gamla lærisvein. - esá Frank McDougall: Ég kýldi Sir Alex Ferguson SIR ALEX Hefur lent í ýmsu á lífsleiðinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Emmanuel Adebayor, leikmaður Manchester City, er hundóánægður hjá félaginu og segir í samtali við franska fjöl- miðla að hann ætli sér að fara þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. „Mancini [stjóri City] leyfir mér aldrei að spila. Ég veit að ég get ekki verið áfram þarna og ég mun fara í janúar. Ég get greint frá því að félagið hefur náð samkomulagi við Juventus vegna mín,“ sagði Adebayor. Hins vegar er ekki víst að af því verði þar sem félögum á Ítalíu er aðeins heimilt að vera með einn leikmann í sínum röðum utan ESB-landanna. Hjá Juventus er Serbinn Milos Krasic fyrir hjá félaginu. Adebayor er frá Tógó og fengi sam- kvæmt því ekki leyfi til að ganga til liðs við félagið. - esá Emmanuel Adebayor: Ég fer til Juve í janúar Vö ru m er ki S he ll er u no tu ð af S ke lju ng i m eð le yf i S he ll Br an ds In te rn at io na l A G . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 3 9 9 Það sem við höfum lært af samstarfinu við Ferrari á keppnisbrautinni, höfum við nýtt okkur fyrir venjulega bíla. Ef Shell V-Power getur hjálpað til við að halda Ferrari í toppstandi, ímyndaðu þér þá hvað það getur gert fyrir bílinn þinn. Shell V-Power er þróað til að hreinsa vélina til þess að ná fram meiri afköstum og auka viðbragðið í hvaða bensínvél sem er. Fylltu tankinn með Shell V-Power og fáðu sem mest út úr hverjum dropa. www.skeljungur.is Þróað fyrir meiri afköst – hverju sem þú ekur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.