Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 42
 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR34 sport@frettabladid.is EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Í SUNDI í 25 metra laug hefst í Eindhoven í Hollandi á morgun og stendur fram á sunnudag. Fjórir íslenskir sundmenn taka þátt en það eru þau Ragnheiður Ragnarsdóttir, Hrafn Traustason, Bryndís Rún Hansen og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Meistaradeild Evrópu: E-RIÐILL: Roma-FC Bayern 3-2 0-1 Mario Gomez (32.), 0-2 Mario Gomez (39.), 1-2 Marco Borriello (49.), 2-2 Daniele de Rossi (81.), 3-2 Francesco Totti, víti (83.) Basel-CFR Cluj 1-0 1-0 Federico Amerares (15.) STAÐAN: FC Bayern 5 4 0 1 13-6 12 Roma 5 3 0 2 9-10 9 Basel 5 2 0 3 8-8 6 CFR Cluj 5 1 0 4 5-11 3 F-RIÐILL: Spartak Moskva-Marseille 0-3 0-1 Mathieu Valbuena (17.), 0-2 Loic Remy (54.), 0-3 Brandao (67.). Chelsea-MSK Zilina 2-1 0-1 Bello Babatounde (19.), 1-1 Daniel Sturridge (51.), 2-1 Florent Malouda (83.) STAÐAN: Chelsea 5 5 0 0 14-3 15 Marseille 5 3 0 2 11-3 9 Spartak Moskva 5 2 0 3 5-9 6 MSK Zilina 5 0 0 5 2-17 0 G-RIÐILL: Auxerre-AC Milan 0-2 0-1 Zlatan Ibrahimovic (63.), 0-2 Ronaldinho (90.+1). Ajax-Real Madrid 0-4 0-1 Karim Benzema (36.), 0-2 Alvaro Arbeloa (44.), 0-3 Cristiano Ronaldo (70.), 0-4 Cristiano Ronaldo, víti (81.) STAÐAN: Real Madrid 5 4 1 0 11-2 13 AC Milan 5 2 2 1 7-5 8 Ajax 5 1 1 3 4-10 4 Auxerre 5 1 0 4 3-8 3 H-RIÐILL: Braga-Arsenal 2-0 1-0 Matheus (83.), 2-0 Matheus (90.+3). Partizan Belgrad-Shaktar Donetsk 0-3 0-1 Taras Stepanenko (51.), 0-2 Jadson (59.), 0-3 Eduardo (67.) STAÐAN: Shaktar 5 4 0 1 10-6 12 Arsenal 5 3 0 2 15-6 9 Braga 5 3 0 2 5-9 9 Partizan 5 0 0 5 1-10 0 ÚRSLIT Leikir kvöldsins A-riðill: Inter - Twente Sport 4 Tottenham - Werder Bremen Sport B-riðill: Hapoel Tel Aviv - Benfica Schalke - Lyon C-riðill: Rangers - Man. Utd Sport 3 Valencia - Bursaspor D-riðill: Rubin Kazan - FCK Sport Panathinaikos - Barcelona FÓTBOLTI Fimmtu umferð Meist- aradeildar Evrópu lýkur í kvöld með átta leikjum. Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FCK geta komist áfram í sextán liða úrslit með sigri á Rubin Kazan frá Rúss- landi. Barcelona situr á toppi rið- ilsins og gerir slíkt hið sama með sigri á Panathinaikos. Sölvi og félagar hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni og árangur þeirra er engin tilvilj- un. FCK er virkilega sterkt lið eins og Barcelona hefur fengið að kynnast. Leikur Rubin Kazan og FCK hefst 17.30 en hinir leikirnir klukkan 19.45. Tottenham og Inter geta bæði komist áfram í sínum riðli með sigri í kvöld og slíkt hið sama getur Man. Utd gert er það sækir Rangers heim. - hbg Meistaradeild Evrópu: FCK getur komist áfram Sérframleiðum bursta eftir þínum þörfum. • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is mikið úrval fyrir allar gerðir bíla góð greiðslukjör Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 www.pitstop.is VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R D VA X TA LA US T Í AL LT AÐ 6 MÁNUÐI ÞRJÁR FULLKOMNAR ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR VETRARDEKK VERÐFRÁBÆRT Verðdæmi m.v. 15% staðgreiðs luafslátt 175/65 R 14 – Fr á kr. 9.775 185/65 R 14 – Fr á kr. 10.498 185/65 R 15 – Fr á kr. 11.475 195/65 R 15 – Fr á kr. 11.815 205/55 R 16 – Fr á kr. 14.365 FÓTBOLTI Arsenal lenti í óvæntum vandræðum í Meist- aradeildinni í gær en AC Milan og Roma eru komin áfram eftir góða sigra í gær. Chelsea lenti óvænt undir gegn Zilina en kom til baka og vann sanngjarnt. Það var mikið undir hjá AC Milan er það sótti franska liðið Auxerre heim. Milan var aðeins stigi á undan Ajax og tveimur stigum á undan Auxerre. Það var lítið að gerast í leiknum þar til Zlat- an Ibrahimovic kom Milan yfir með glæsilegu skoti frá vítateig. Hans fjórða mark í fimm Meistaradeildarleikjum í vetur og þetta mark var afar mikilvægt. Það var síðan varamaðurinn Ron- aldinho sem kláraði leikinn og Milan í fínum málum. Arsenal þurfti aðeins eitt stig gegn Braga í Portúgal til þess að komast áfram í sextán liða úrslit en að sama skapi mátti liðið illa við því að misstíga sig. Einhver taugaspenna var í liði Arsenal því sveinar Wenger fundu engan veginn taktinn í leiknum og voru ólíkir sjálfum sér. Arsenal gætti ekki að sér sjö mínút- um fyrir leikslok er Matheus slapp einn í gegn og kláraði færið sitt vel. Arsenal reyndi hvað það gat að jafna leikinn en fékk bara annað mark í andlitið frá Matheus. Arsenal átti reyndar að fá víti í leiknum en fékk ekki. Enska liðið er því með bakið upp við vegg fyrir lokaumferðina. Leikurinn kostaði einnig sitt því fyrirliðinn Cesc Fabregas haltraði af velli í síðari hálfleik. FC Bayern var komið áfram er það sótti Roma heim en Roma mátti illa við því að misstíga sig enda stutt í næstu lið. Þó svo að fjölmarga sterka leikmenn hefði vantaði í lið Bayern kom það ekki í veg fyrir að liðið leiddi 0-2 í hálfleik með mörkum frá Mario Gomez. Af sjö skotum í Meistara- deildinni hafa sex endað í netinu hjá Gomez. Áhyggjufullur Ranieri labbaði inn í klefa í leikhléi og ræðan hans hlýtur að hafa verið góð því Roma kom til baka með látum, skoraði þrjú mörk og vann leikinn. Chelsea var þegar komið áfram í sextán liða úrslit og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, gat leyft sér að stilla upp mikið breyttu liði. Zilina komst yfir, þvert gegn gangi leiksins. Salomon Kalou kom inn í lið Chelsea í hálfleik og hressti upp á leik liðsins. Lagði upp mark og Chelsea skoraði svo sanngjarnt sigurmark. henry@frettabladid.is Arsenal í vandræðum Arsenal tapaði mjög óvænt fyrir Braga og þarf að vinna í lokaumferð Meistara- deildarinnar til að komast áfram. Roma bauð upp á ævintýralega endurkomu gegn FC Bayern og reynslumikið lið AC Milan komst í sextán liða úrslit. SÁTTUR Zlatan fagnar mikilvægu marki í gær. NORDIC PHOTOS/AFP ÞVÍLÍK ENDURKOMA Leikmenn Roma grétu í fyrri hálfleik en fögnuðu í þeim síðari. NORDIC PHOTOS/AFP Á FLUGI Daninn Nicklas Bendtner, leikmaður Arsenal, fær hér flugferð í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.