Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2010 15 eignastyring@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4920 Nú getur þú sparað í áskrift og við vöktum sparnaðinn Byrjaðu að spara á islandsbanki.is BENEDIKT PÁFI Með nýju bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÁFAGARÐUR, AP Fulltrúar Páfa- garðs vildu í gær gera lítið úr mikilvægi þess, að Benedikt sextándi páfi hafi lýst því yfir að stundum geti notkun smokka verið réttlætanleg. Ummælin, sem höfð eru eftir páfa í nýútkominni viðtalsbók, geta þó valdið tímamótum í bar- áttunni gegn alnæmi. Í gær sagði talsmaður páfa að nýja stefnan heimili notkun smokka þegar líf annarrar mann- eskju er í húfi. Páfi sé ekki að verja það að fólk stundi kynlíf án þess að stefna að getnaði. - gb Páfi enn sömu skoðunar: Skárra samt að sýna ábyrgð GJÖFIN AFHENT Jörundur Jörundsson afhendir Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar, tvær milljónir króna í gær. SAMFÉLAGSMÁL Allt flutningsgjald á sendum jólapökkum með Land- flutningum mun renna óskipt til Mæðrastyrksnefndar Reykjavík- ur og Jólaaðstoðar 2010. Flutnings- gjald hvers pakka er 890 krónur. Tveggja milljóna króna fyrirfram- greiðsla var afhent Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur í gær. „Það er von okkar að þetta fram- lag nýtist vel í því mikilvæga og óeigingjarna starfi sem Mæðra- styrksnefnd sinnir. Við vitum að þörfin er brýn og einmitt núna í jólaundirbúningnum er mikilvægt að standa saman og láta gott af sér leiða,“ segir Jörundur Jörundsson, framkvæmdastjóri Landflutninga. - sv Mæðrastyrksnefnd fær styrk: Flutningsgjöld í góðgerðamál IÐNAÐUR Hópur þingmanna fer fram á að Alþingi beini því til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér fyrir aukinni og markvissri metanframleiðslu og leiti sam- starfs um það við sveitarfélög, einstaklinga og lögaðila. Þing- menn allra flokka standa að ályktun um þetta sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Samkvæmt tillögunni á ríkis- stjórnin jafnframt að hafa for- göngu um að marka heildstæða stefnu um nýtingu metans og taka höndum saman við hags- munaaðila um rannsóknir, fjár- mögnun og framvindu hagfelldra kosta við framleiðsluna. „Virk og markviss aðkoma ríkisins að málaflokknum getur skipt sköpum um aukna fram- leiðslu á þeirri endurnýjanlegu orkuauðlind sem hér um ræðir og stuðlað að aukinni notkun samgöngutækja og vélbúnaðar í iðnaði sem knúinn er metanelds- neyti,“ segir í greinargerð með tillögunni. „Aukin metanfram- leiðsla í landinu leggur grunn að orkuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni. Nýtingarmöguleiki á íslensku metani á þessari öld er augljós og aukin notkun metans fyrirsjáanleg í samgöngum og iðnaði.“ Bent er á að með auk- inni metannotkun og framleiðslu sparist gjaldeyrir vegna minni innflutnings á umhverfisspillandi jarðefnaeldsneyti. - óká Vilja að ríkisstjórnin beiti sér fyrir aukinni og markvissri metanframleiðslu: Metan leggur grunn að orkuöryggi URÐAÐ AF KAPPI Metangas sem eldsneyti er nú framleitt á haugum Sorpu í Álfsnesi í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.