Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2010 Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfi s vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Dagskrá Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís 8.30 Setning Haustþings Rannís Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra 8.45 Developing the European Research and Innovation Ecosystem Professor Luke Georghiou, Vice-President for Research and Innovation, University of Manchester and Professor of Science and Technology Policy and Management 9.30 Einkaleyfi sem mælikvarði á þekkingu Grétar Ingi Grétarsson aðstoðarforstjóri Norrrænu einkaleyfastofunnar 9.50 Frá rannsóknum á Íslandi til alþjóðlegrar nýsköpunar Rögnvaldur Sæmundsson dósent við Viðskiptadeild HR og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum 10.10 Samantekt Haustþing Rannis verður á Hótel Sögu, Harvard 2. hæð Morgunverður fyrir gesti. Skráning á rannis@rannis.is Haustþing Rannís 2010 Frá rannsóknum til nýsköpunar 25. nóvember kl. 8.30 - 10.30 á Hótel Sögu H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Í fréttum RÚV um liðna helgi var fjallað um hið svokallaða Nímenningamál, þar sem lög- fræðiprófessor nokkur kallaði áskorun á dóms- málaráðherra um niður- fellingu saksóknar „gróf afskipti af dómsvaldinu“. Því miður kom ekki fram neinn rökstuðningur prófessorsins fyrir þess- ari skoðun, og ekki var útskýrt hvenær mætti yfirleitt beita 29. grein stjórnarskrárinnar, sem heimilar dómsmálaráð- herra að fella niður sak- sókn, né heldur af hverju það gæti ekki átt við í máli nímenninganna. Hæstirétt- ur hefur a.m.k. tvisvar fjallað um beitingu 29. greinarinnar (mál 85/1958 og 95/1946), og ljóst er að rétturinn telur ekkert athuga- vert við að dómsmálaráðherra beiti henni (þótt formlega séð geri hann tillögu til forseta). Almennt er samstaða um að framkvæmdarvaldið eigi ekki að grípa fram í fyrir dómsvald- inu. Oft gleymist hins vegar í umræðum um þrískiptingu rík- isvaldsins, að greinarnar þrjár eiga að tempra vald hver annarr- ar. Það er góð ástæða fyrir 29. grein stjórnarskrárinnar, nefni- lega að ef ákæruvaldið fer offari, þá þarf að vera hægt að stoppa það. Svo dæmi sé tekið má hugsa sér að einhver sé ákærður fyrir að hafa banað manni sem er enn á lífi. Slíka saksókn ætti ráð- herra að sjálfsögðu að stöðva. Það er hægt að hafa ólíkar skoð- anir á réttmæti ákærunnar á grundvelli 100. greinar hegning- arlaga gegn nímenningunum, en nánast enginn hefur haldið því fram opinberlega að hún sé verj- andi. Það er skiljanlegt, því 100. greinin fjallar um tilraunir til að svipta Alþingi „sjálfræði“, og hún tilheyrir XI. kafla hegningarlaga, en sá kafli fjallar um vernd gegn valdaráni. Í frumvarpinu þegar þessi lög voru samþykkt 1940 segir m.a.: „Í þennan kafla er safnað ákvæðum um vernd ríkjandi stjórnskipunar, eins og hún er ákveðin í stjórnar- skránni og öðrum stjórnskipun- arlögum. Enn fremur er ákveðin sérstök vernd fyrir æðstu hand- hafa ríkisvaldsins, konung eða ríkisstjóra, ráðuneyt- in, Alþingi, landsdóm og Hæstarétt, enda beinist verknaður, sem miðar að ólög- legri breytingu stjórn- skipunarinnar, að jafnaði fyrst að þess- um aðiljum, einum eða fleiri.“ Ljóst ætti því að vera að hér er fjallað um valdaráns- tilraunir, enda er refs- ing fyrir brot á 100. grein í samræmi við það, eins árs til lífs- tíðar fangavist. Jafn augljóst er að aðgerð nímenninganna ógnaði ekki sjálfræði Alþingis, né mið- aði hún að „ólöglegri breytingu stjórnskipunarinnar“. Einnig er, í f-lið 113. greinar laga um meðferð opinberra mála, ákvæði sem heimilar að fella niður mál, „ef sérstaklega stendur á og telja verður að almannahags- munir krefjist ekki málshöfðun- ar“. Þetta gæti settur saksóknari í málinu, Lára V. Júlíusdóttir, gert enda er vandséð hvaða almanna- hagsmunum það þjónar að dæma til langrar fangelsisvistar mót- mælendur sem greinilega höfðu engan saknæman ásetning. Verði saksókn í máli nímenn- inganna haldið til streitu verður það óhjákvæmilega ljótur blett- ur á íslensku réttarfari, og hætt við að það sár grói seint, rétt eins og gerðist með ákærurnar vegna mótmælanna á Austurvelli 1949. Saksóknari gerði mistök, sem hún ætti að leiðrétta, vilji hún síður skrá nafn sitt í sögubæk- urnar með þessum miður geð- fellda hætti. Þrjóskist hún við, þvert á afstöðu lögreglunnar sem rannsakaði málið, ætti dómsmála- ráðherra að taka í taumana. Niðurfelling saksóknar og nímenningamálið Dómsmál Einar Steingrímsson stærðfræðingur Ef ákæru- valdið fer offari, þá þarf að vera hægt að stoppa það. AF NETINU Virðing en ekki umburðarlyndi Fjölmenningarsamfélag er ekki valmöguleiki sem við stöndum frammi fyrir. Það er þvert á móti verkefni sem okkur ber að leysa. Fjölmenningar- samfélag verður að byggja á virðingu fyrir þeim sem skera sig úr. Umburðarlyndi nægir ekki. Það er ekki nóg að við umberum þau sem falla ekki undir staðalmynd hins íslenska borgara. Við verðum að virða þau sem jafningja og læra að meta það sem þau vilja og geta lagt til samfélags okkar. Virðing en ekki umburðarlyndi er lykillinn að góðu og öruggu samfélagi þar sem margbreytileiki nýtur sín og auðgar samfélagið. Vísir.is Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason Eitt kjördæmi Landið á að minni hyggju að vera eitt kjördæmi. Það er greiðasta leiðin til að jafna atkvæðisréttinn og tryggja óskorað lýðræði. Ójafn atkvæðis- réttur í Bandaríkjunum, þar sem fulltrúadeildin er umbjóðandi fólksins og öldungadeildin er umbjóðandi landsins, er óraunhæf fyrirmynd handa Íslendingum vegna þess, að Bandaríkin eru risavaxin og Ísland er þúsund sinnum fámennara land. Ójafn atkvæðisréttur hefur skaðað Ísland líkt og Hannes Hafstein varaði við strax á heimastjórnarárunum. Sama verður ekki sagt um ESB. Við þurfum að finna aðrar leiðir til að tryggja sátt og samlyndi milli landshluta. Borg og sveit eru systur, og góðum systrum semur vel. Vísir.is Þorvaldur Gylfason Vandinn að velja Á vefsíðu http://simnet.is/~hj.vst/ er að finna KROSSASKRÁ um afstöðu frambjóðenda (til stjórnlagaþings) til nokkurra álitamála. Þau álitamál sem spurt er um snerta ekki öll stjórnarskrána beinlínis, en svörin geta auðveldað kjósendum val á milli frambjóðenda. Ríflega helmingur frambjóðenda hefur svarað spurningunum, flestir samvisku- samlega en örfáir með því að vísa til skrifa sinna á öðrum vettvangi. Hver kjósandi verður auðvitað að túlka það á sinn hátt hvað vakir fyrir frambjóðanda sem annað hvort neitar að svara spurningunum eða lætur það ógert. Vísir.is Haukur Jóhannsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.