Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2010 13 VILDARÞJÓNUSTA BYRS Argentína steikhús 15 % afsláttur af mat. Atlantsolía Góður afsláttur á hvern eldsneytislítra. Sæktu um á byr.is. Bláa lónið 1.500 króna aðgangseyrir fyrir fullorðna. Caruso 15 % afsláttur af mat. Hreyfing Frítt vikukort og 20% afsláttur af Betri aðild með margskonar fríðindum. Express ferðir Tilboðsferðir til Berlínar í janúar og febrúar. Sambíó Tveir fyrir einn alla mánudaga. Þjóðleikhúsið 20% afsláttur af almennu miðaverði. Vertu í Vildarþjónustu Byrs og fáðu aukin fríðindi, persónulega þjónustu og frábær sértilboð hjá samstarfsaðilum. Til að geta nýtt þér tilboðin þarftu að vera í Vildarþjónustu Byrs og greiða með Byr debet- eða kreditkorti. Ert þú örugglega að fá bestu þjónustuna… …og bestu tilboðin? BYR | Sími 575 4000 | www.byr.is DAVID CAMERON Býður forsætisráðherra Íslands og fleiri ríkja til London. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðið leiðtogum allra Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna til tveggja daga ráðstefnu í London 19. og 20. janúar. Tilgangur fundarins virðist vera sá, að bæta tengsl Bret- lands við litlu löndin í norðan- verðri Evrópu. Cameron segir þessi níu lönd standa frammi fyrir sameiginlegum verkefn- um, en útskýrir ekki hver þau eru. „Við ætlum að hittast í Lond- on til að hittast og fræðast og grípa á lofti hugmyndir,“ segir Cameron. - gb Cameron býður til fundar: Vill bæta tengsl við ríki í norðri TENGSL Mikil tengsl eru milli heila- blóðfalls og skilnaðar foreldra. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VÍSINDI Fólk sem upplifir skilnað foreldra sinna sem börn er ríf- lega tvisvar sinnum líklegra en aðrir til að fá heilablóðfall, sam- kvæmt niðurstöðum viðamikill- ar rannsóknar vísindamanna við Toronto-háskóla í Kanada. „Það kom okkur verulega á óvart að sjá svo mikil tengsl milli heilablóðfalls og skilnað- ar foreldra,“ segir Esme Fuller- Thomson, einn vísindamann- anna. Eftir að orsakir eins og reyk- ingar, offitu, ástundun líkams- ræktar og áfengisneyslu höfðu verið skildar frá er niðurstaðan sú að skilnaðarbörn séu 2,2 sinn- um líklegri til að fá heilablóðfall einhvern tíma á ævinni. - bj Skilnaðarbörn í áhættuhópi: Tvöfaldar líkur á heilablóðfalli FÉLAGSMÁL Samkomulag um fag- legt og fjárhagslegt fyrirkomu- lag á tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna var undir- ritað í gær. Frumvarp til laga um tilfærsluna verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. Málefni fatlaðra færast til sveitarfélag- anna 1. janúar 2011. Flutningur málaflokksins varð- ar um 2.500 einstaklinga sem þurfa þjónustu vegna fötlunar sinnar og um 1.500 starfsmenn í rúmlega þúsund stöðugildum sem annast þjónustuna. Við yfirfærsl- una skipta langflestir starfsmenn um vinnuveitanda og verða engar breytingar á kjörum þeirra eða réttindum. Störf um sextíu starfsmanna á svæðisskrifstofum málefna fatl- aðra verða lögð niður en sveitar- félögin munu leitast við að bjóða sem flestum þeirra störf á sínum vegum. Þjónustuþættir sem sveitar- félögin taka við eru sambýli, áfangastaðir, frekari liðveisla við íbúa í þjónustu- og íbúðakjörnum og í sjálfstæðri búsetu, hæfing- arstöðvar og dagvistarstofnanir, verndaðir vinnustaðir og atvinna með stuðningi, heimili fyrir börn og skammtímavistanir. - shá Samkomulag undirritað um tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna: Kjör og réttindi verða óbreytt BREYTING Á NÝJU ÁRI Málið varðar 2.500 manns sem þurfa þjónustu vegna fötlunar og 1.500 starfsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNTAMÁL Félag kennara í Menntaskólanum í Reykjavík varar við frekari niðurskurði í framlögum til framhaldsskóla. Ósýnt sé að skólar geti öllu leng- ur sinnt lögbundnu hlutverki sínu með áframhaldandi niður- skurði. Þá segir í ályktun að sérstaða MR sé í hættu vegna fyrirsjáan- legs niðurskurðar á sérhæfðum námsbrautum. Litlir námshópar, svo sem í fornmálum og eðlis- og stærðfræði, kunni að verða felldir niður. - bþs Kennarar mótmæla sparnaði: Telja sérstöðu MR í hættu LÖGREGLUMÁL Stúlkan sem sást taka fimm úlpur úr fatahenginu í Valhúsaskóla í fyrramorgun var ófundin síðdegis í gær. Hún sást greinilega á öryggismyndavélum. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skóla- stjóri í Valhúsaskóla, segir málið hafa verið sent til lögreglunnar. Jafnframt hafi verið send tilkynn- ing um þjófnaðinn í aðra grunn- skóla til þess að vara fólk við. Úlpurnar sem stolið var voru frá 66° Norður. Slíkar úlpur geta kostað allt að sjötíu þúsund krónur. - jss Úlpnaþjófs leitað: Gögn send til lögreglunnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.