Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 2
2 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Garðar, verður myndbandið klassý eða artý? „Það verður Klassartý.“ Garðar Örn Arnarson og Erlingur Jack Guðmundsson, nemar í kvikmyndafræð- um, tóku upp nýtt myndband hljómsveit- arinnar vinsælu Klassart. SJÁVARÚTVEGSMÁL Bandarísk stjórnvöld íhuga aðgerðir vegna hvalveiða Íslendinga. Gary Locke, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, ýjar að þessu í yfirlýs- ingu sem sagt er frá á vef banda- ríska viðskiptaráðuneytisins. Í yfirlýsingunni gagnrýnir Gary Locke harðlega hvalveiðar Íslendinga og alþjóðleg viðskipti með langreyðarkjöt. Hann segir að með viðskiptunum sé Ísland að brjóta alþjóðlegt bann við hval- veiðum. „Við hvetjum Ísland til þess að láta af alþjóðaviðskiptum með hvalkjöt og vinna með alþjóða- samfélaginu að því að vernda hvalastofna,“ segir Gary Locke í yfirlýsingunni. Hann segir að það sé óásættan- legt að Íslendingar veiði hvali án samráðs við Alþjóðahvalveiðiráð- ið, þannig að aðildarríki þess eða stofnanir þess geti ekki fylgst með veiðunum. - jhh Bandarísk stjórnvöld ósátt: Íhuga aðgerðir vegna hvalveiða SPURNING DAGSINS AÞENA - HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ HAÍTÍ? EFTIR MARGRÉTI ÖRNÓLFSDÓTTUR HVAÐ ER MÁLIÐ? Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi ;) FJÖRUVERÐLAUNIN Í FLOKKI UNGLINGA BÓKA „Bráðskemmti leg bók, fjörug og f yndin..., ævintýraleg og nútímaleg,“ –H. Ó. Morgun blaðið (Um fyrri bókin a) „Margrét Örnólfsdóttirvarpar áreynslulaust upp hæfilega hversdagslegri og hæfilega ævintýralegri mynd af heimi krakka í dag.“ –Ú. D. bokmenntir.is(Um fyrri bókina) ÖRYGGISMÁL Foreldrar barna í Austurbæjarskóla telja öryggi þeirra á skólalóðinni ógnað af umferð flutningabíla frá Orku- veitu Reykjavíkur. Orkuveitan á húsnæði við suður- enda Austurbæjarskólans. Þar var áður spenni- stöð en um ára- bil hefur verið þar geymsla. Fyrirtækið á umferðar- rétt um lóðina. „Breytt nýt- ing húsnæðis- ins hefur meðal annars haft í för með sér flutn- inga á risavöxnum spólum, vinnu- vélum og umferð þungra ökutækja á skólalóðinni. Hefur undirrituð orðið vitni að meðal annars flutn- ingi vörubíls á lyfturum tvíveg- is í sömu vikunni nú í nóvember. Var einungis einn starfsmaður með í för,“ segir í bréfi sem for- maður Foreldrafélags Austurbæj- arskóla, Birgitta Bára Hassestein, sendi framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar 15. nóvem- ber. Í bréfi til byggingarfulltrúa í febrúar á þessu ári lýsti Birgitta þungum áhyggjum starfsmanna og foreldra. Meðal annars sagðist hún hafa séð vörubíl með tengivagni, sem á hafi verið allt að þriggja metra háar spólur, taka knappar beygjur áður en hann sneri við og bakkaði að geymslunni. „Hver sem verður vitni að þessu áttar sig á að þetta getur verið stórhættu- legt,“ segir í bréfinu. Byggingarfulltrúi bað um skýr- ingar frá Orkuveitunni. Í svari fyrirtækisins segir að fróðustu menn viti ekki til að slys hafi orðið á fólki við umrætt húsnæði frá því að það var tekið í notkun. Geymsl- an sé notuð fyrir mjög sérhæfða varahluti sem örsjaldan þurfi að nálgast. „Þá hefur ávallt verið gætt fyllsta öryggis gagnvart umferð og fólki (nemendum) í nágrenni stöðvarinnar,“ segir í svari Orku- veitunnar sem enn fremur upplýs- ir að taka eigi húsnæðið úr notkun á næstu árum. Í kjölfar skoðunar á málinu sagðist byggingarfulltrúi í apríl ekki mundu aðhafast frekar. „En til þess að tryggja öryggi skólabarna er lagt til að skóla- stjórn Austurbæjarskóla og OR komi sér saman um setningu öryggisreglna sem viðhafðar verði vegna aðkomu að húsnæð- inu,“ segir í svari til formanns foreldrafélagsins. Pétur Hafþór Jónsson, tónlistar- kennari í Austurbæjarskóla, segir bæði mengun og slysahættu af vörubílum Okruveitunnar. „Það er fáránlegt að þetta skuli vera inni á skólalóð. Slysin gera ekki boð á undan sér og það er meng- un af þessu. Mér finnst að svona stöndug fyrirtæki eins og Orku- veitan eigi að sjá sóma sinn í því að fara með þetta annað en vera ekki að þumbast við.“ gar@frettabladid.is Umferð flutningabíla á skólalóð mótmælt Foreldrafélag Austurbæjarskóla vill að Orkuveitunni verði bannað að fara um skólalóðina á skólatíma með þungaflutninga að geymslu OR á lóðinni. Orku- veitan segir umferðina ekki mikla og að fyllsta öryggis nemendanna sé gætt. PÉTUR HAFÞÓR JÓNSSON GEYMSLA ORKUVEITUNNAR Orkuveitan notar húsnæði við suðurenda Austurbæjar- skóla sem geymslu og fer um skólalóðina með flutningabíla. MYND/PÉTUR HAFÞÓR JÓNSSON REYKJAVÍK Til greina kemur að breyta afgreiðslutíma sundlauga Reykjavíkurborgar til að hag- ræða í rekstri, Hugmyndir þess efnis frá Íþrótta- og tómstunda- ráði (ÍTR) verða til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Diljá Ámundadóttir, formaður ÍTR, segir við Fréttablaðið að ekkert hafi enn verið ákveðið. Niðurskurður sé þó nauðsynleg- ur, en tillögurnar ættu ekki að koma of illa við borgarbúa. Sjö sundlaugar eru undir stjórn ÍTR og segir Diljá að það gefi tækifæri til hagræðingar. „Við gætum mögulega spar- að mikla fjármuni með því að breyta afgreiðslutímanum lít- illega því laugarnar þurfa ekki allar að vera opnar frá hálf sjö og fram á kvöld. Ein eða tvær yrðu með óbreyttan afgreiðslutíma, en það er möguleiki með að rótera hinum, þar sem sumar gætu lokað fyrr tvo eða þrjá daga í viku. Með þessu gætum við sparað allt að tíu milljónir króna.“ Diljá segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar í þessum áætl- unum, heldur yrði vaktafyrir- komulagi breytt. Hún vildi ekki tjá sig um mögulega skerðingu á starfshlutfalli starfsfólks, enda lægi engin ákvörðun fyrir um slíkt. - þj Niðurskurðartillögur um sundlaugar Reykjavíkurborgar: Íhuga styttri afgreiðslutíma HAGRÆTT Í LAUGUNUM Í tillögum ÍTR er gert ráð fyrir að stytta opnunartíma sumra sundlauga í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sjö sundlaugar heyra undir ÍTR: ■ Árbæjarlaug ■ Breiðholtslaug ■ Grafarvogslaug ■ Klébergslaug ■ Laugardalslaug ■ Sundhöllin ■ Vesturbæjarlaug Laugarnar eru jafnan opnar frá 6.30 til 22. Laugar bæjarins SJÁVARÚTVEGUR Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur skilað ráð- herra áliti vegna kaupa Nau- tilus Fisheries Ltd. á 43,75 pró- senta hlut í Stormi Seafood ehf. sem nefndin hefur haft til umfjöllunar. Nautilus er í eigu kínverskra aðila. Jón Bjarna- son sjávarútvegsráðherra efað- ist um hvort eignarhluturinn samræmdist lögum um erlenda fjárfestingu. Það er hins vegar mat nefnd- arinnar að ekkert sé við kaupin að athuga. „Í lögum komi fram að skilyrði fyrir erlendu eign- arhaldi séu að slíkt fyrirtæki sé undir íslenskum yfirráðum og beint og óbeint eignarhald erlends aðila megi vera upp- safnað allt að 49 prósent, segir í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. - shá Kínverskt eignarhald í Stormi: Ekkert athuga- vert við eignina DÓMSMÁL Síbrotakona skal sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hennar, þó ekki lengur en til 17. desember, sam- kvæmt dómi Hæstaréttar. Konunni hefur verið gefið að sök á fjórða tug auðgunarbrota, auk umferðarlagabrota, nytja- stuldar og líkamsárásar. Um er að ræða tvær brotahrinur. Í millitíðinni afplánaði hún tólf mánaða refsidóm. Yfirgnæfandi líkur séu á því að kærða muni halda áfram brotastarfsemi fari hún frjáls ferða sinna. - jss Á fjórða tug auðgunarbrota: Síbrotakona í gæsluvarðhaldi ÍRLAND, AP Pólitísk upplausn blas- ir við á Írlandi eftir að stjórnvöld gáfust upp á að leysa bankakrepp- una upp á eigin spýtur. Brian Cowen forsætisráðherra hefur boðað til kosninga í byrj- un næsta árs að kröfu Græn- ingja, sem vilja ekki vera lengur í stjórnarsamstarfi. Græningjar hafa þó lofað að styðja fjárlög næsta árs, sem lögð verða fram 7. desember. Fjárlagahalli Írlands verður 32 prósent á þessu ári, hærri en þekkst hefur í Evrópu frá stríðs- lokum. Evrópusambandið og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafa ákveð- ið að koma Írlandi til hjálpar, en Bretar lofa einnig veglegri aðstoð. - gb Efnahagsástandið á Írlandi: Pólitísk upp- lausn blasir við SAMGÖNGUR Færri nota nú einkabíl- inn til að fara til og frá vinnu og færri grunnskólabörn eru keyrð í skólann en árin 2009 og 2008. Reið- hjól eru aftur á móti orðin vinsælli. Þetta kemur fram í árlegri ferða- venjukönnun Umhverfis- og sam- göngusviðs Reykjavíkurborgar. Ferðavenjur Reykvíkinga hafa breyst á þann veg að einkabíllinn er minna notaður en áður. Fleiri ferð- ast á hjóli eða í strætó nú en gert var árið 2009, sérstaklega í efri byggðum borgarinnar. Færri fara á bíl sem bílstjórar til vinnu eða í skóla, eða 65 prósent árið 2010 sam- anborið við 67 prósent árið 2009 og 73 prósent árið 2008. Í sömu könn- un kemur fram að 71 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögunum fer þessara erinda á einkabíl. Árið 2009 voru 29 prósent grunn- skólabarna í Reykjavík keyrð í skól- ann en 26 prósent árið 2010. Færri reykvísk börn ganga í skólann, eða 65 prósent árið 2010 í samanburði við 67 prósent árið 2009, en hins vegar fjölgar börnum sem hjóla í skólann úr sex prósentum í níu. - shá Fleiri kjósa að hjóla til vinnu eða nota almenningssamgöngur: Ferðavenjurnar hafa breyst HJÓLANDI Hægt og bítandi er reiðhjólið að vinna á sem ferðamáti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KYNFERÐISBROT Sigríður J. Hjalte- sted, aðstoðarsaksóknari hjá lög- reglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu, segir að ungmenni sem eyða miklum tíma á samskiptasíð- um á netinu og í SMS-samskipti séu líklegri til að verða fórnar- lömb kynferðsbrotamanna. Erlend könnun hafi sýnt að unglingar sem eyða miklum tíma í slíkar samskiptasíður séu í meiri hættu en aðrir. „Þessi rannsókn er alveg í takt við upplifun okkar hjá lögreglunni og undirstrikar þörfina á því að taka mál þessi föstum tökum með markmiðssetningu og samstilltu átaki í forvörnum,“ segir Sigríður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. - pg / sjá síðu 18 Unglingar fari varlega á netinu: Stórnotendur netsins líklegri fórnarlömb

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.