Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 24
 24. 4 „Ég flutti til Los Angeles í ágúst 2008 til að hefja mastersnám í myndlist við California Institute of the Arts, CalArts, og útskrif- aðist núna í vor.“ segir Bjarki Bragason myndlistarmaður, sem býr og starfar í Los Angeles. „Cal- Arts er listaháskóli með deildum í myndlist, leiklist, kvikmynda- gerð, animation og fleira. Walt Disney stofnaði skólann á sínum tíma og sá þetta sem tilrauna- búr þar sem öllum greinum væri blandað saman. Út úr þessu kom áhugaverð stofnun með saman- safni áhugaverðra listamanna og kennara, róttæk á köflum og hefur náð að endurnýja sig vel.“ En hvað er Bjarki að gera í LA núna? „Frá útskrift hef ég verið að vinna í ýmsum verkefnum hér og leigði vinnustofu ásamt nokkr- um kollegum í Toy District, sem er gamalt vöruhúsahverfi í mið- bænum, en í okkar götuþyrpingu versla allir kaupmenn með leik- föng, og í næstu götum eru svo ilmvötn eingöngu, í þarnæstu silf- ur og svo gengur það koll af kolli götu eftir götu. Ég var að kenna myndlist á meðan ég var í náminu og einnig kenndi ég við mennta- skóla; sumarakademíuna Californ- ia State Summer School for the Arts, sem var dásamlega skemmti- legt. Ég hafði ekki áður þurft að tækla listina í gegnum tungumál bandarískra táninga, sem voru allir svo viljugir og klárir að vinn- an var frábær. Í þokkabót náði ég að endurnæra enskuna mína með nútímaslangri, „street-smartið“ mitt fór örugglega upp um þrettán prósent í kjölfarið.“ Er ekki Borg englanna óttalega mikil silíkonborg? „LA hefur alls konar orðspor og þau eru örugg- lega öll sönn og login á sama tíma. Margir sjá fyrir sér bílaraðir undir reykskýjum og óeirðir, eins og áttu sér stað hér á tíunda ára- tugnum og áður. Margt af því er satt – hér ríkir stéttaskipting sem liggur djúpt og er sýnileg á mjög augljósan máta. En það er afskap- lega erfitt að segja nákvæm- lega um hvað þessi borg snýst; til þess er hún of stór og sundur- tætt – hverfin eru dreifð og fjöl- breytt eins og íbúarnir, minnir mig helst á Berlín að því leyti að hún er ó-miðjusett og þess vegna býr maður til sína eigin borg frá a til ö,“ segir Bjarki. „Alla daga má finna bænda- markaði í hinum og þessum hverf- um, þar selja bændur ferskar afurðir sínar. Alls konar matur er framreiddur og út um allt árrisult fólk, kannski búið að fá sér morg- unbótox, ég veit minna um það, en fyrir þá sem sleppa skurðhnífn- um og detoxinu er nóg að finna af ódýrum og góðum mat út um allt. Í þessu veðri, og með ræki- lega vafasömum áveituverkefnum, vex nánast hvað sem er hvar sem er. Hvað sem því líður hlakka ég nú til jólafrís á Íslandi, hér fæst hvorki slátur né kleinur, og það er ekki nógu gott.“ Er Bjarki ánægður með þá ákvörðun að flytja til Los Angel- es? „Þegar þessum tæpu þremur árum hér er á botninn hvolft er ég ánægður með þessa ákvörðun að læra og búa hér. Nú er næsta verkefni hreinlega að byggja brýr á milli Íslands og Los Ang- eles, bæði vegna þess að annað slagið ligg ég í heimþrá þegar ég hugsa um hvað systkinabörn mín þrjú stækka hratt, og svo er það áhugavert verkefni að búa til nýtt samstarf, færa fólk og umræðu á milli staða,“ segir Bjarki Braga- son í Borg englanna. fridrikab@frettabladid.is Hvorki slátur né kleinur Bjarki Bragason fór í myndlistarnám til Los Angeles árið 2008, útskrifaðist síðastliðið vor og vinnur nú að list sinni í Borg englanna. Hann fær stundum heimþrá og langar að byggja brýr milli Íslands og LA. Útsýnið út um gluggana í vinnustofu Bjarka. „Hún hafði ekki umgengist fólk áður, og er enn þá afskaplega sérvitur og skrítin,“ segir Bjarki um tíkina Hope, sem fyrir tveimur árum var bjargað úr haldi konu sem átti 300 hunda. MYND/STEVE KADO Vegagerðin birtir upplýsingar um færð á hverjum degi og eru þær skráðar frá kl. 8-16 á tímabilinu 1. maí til 31. október en frá kl. 7-22 frá 1. nóvember til 30. apríl. Veðurupplýsingar koma hins vegar frá sjálfvirkum veðurstöðvum og uppfærast allan sólarhringinn. KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir og herbergi. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905 HARMAGEDDON ALLA VIRKA DAGA KL. 15 – 17:30 FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI GLAMÚR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.