Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 32
 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld kom út fyrir skömmu en hún er gefin út í tilefni af því að 91 ár er liðið frá því að hjúkrunarfræðingar stofnuðu Félag íslenskra hjúkrunar- kvenna, fyrsta félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Sagnfræðingurinn Margrét Guðmundsdóttir skrifar söguna og leitar víða fanga. „Ég hef aðallega fengist við sögu kvenna og safnað að mér efni tengt konum allt frá því að ég hóf nám í sagnfræði við Háskóla Íslands á sínum tíma. Fljótlega, og í raun löngu áður en þetta verkefni kom til, vaknaði áhugi minn á hjúkrun og hjúkrunarkonum hér á landi enda fannst mér starf þeirra vanmetið og þeirra framlag að miklu leyti falið í sögunni,” segir Margrét. Í bókinni rekur hún sögu íslensku hjúkrunarstéttarinnar á tuttugustu öldinni en sagan er samtvinnuð sögu og rétt- indabaráttu kvenna og endurspeglar um leið þjóðfélags- breytingar tuttugustu aldarinnar. Margét tekur fyrir menntunina og störf hjúkrunarfræðinga í gegnum árin ásamt því að fjalla um innra starf félagsins. „Þá er líka heilmikið af persónulegum sögum sem fléttast inn í sög- una,“ segir Margrét. „Í upphafi var félagið svo lítið að félagsmenn áttu í persónulegum bréfaskriftum sín á milli. Hjá félaginu hafa varðveist bréfaskipti fyrsta formanns- ins, Sigríðar Eiríksdóttur, móður Vigdísar Finnbogadótt- ur, og annarra félagsmanna sem ég notast við og lyftir það textanum mikið. Hins vegar eru ekki til margar ævisögur hjúkrunarkvenna til að styðjast við samanborið við til að mynda ævisögur lækna.“ Hjúkrun varð ekki til sem fag á Íslandi fyrr en á þriðja áratugnum en saga hjúkrunar hér á landi nær þó lengra aftur. „Fyrstu hjúkrunarkonurnar komu erlendis frá en það er ekki fyrr en á þriðja áratugnum sem þeim fer að fjölga að einhverju marki. Ríkið sá ekki ástæðu til að setja á stofn hjúkrunarskóla fyrr en löngu seinna og var það Félag íslenskra hjúkrunarkvenna, sem var stofnað árið 1919, sem skipulagði nám í hjúkrun fyrsta áratuginn. Nokkru áður, eða árið 1915 þegar íslenskar konur fengu kosningarétt, var ákveðið að stofna sjóð til að safna fyrir byggingu Landspít- alans. Hjúkrunarkonur í Félagi íslenskra hjúkrunarkvenna sáu fram á að fjölga þyrfti íslenskum hjúkrunarkonum sem gætu tekið til starfa þegar spítalinn yrði tilbúinn. Hann var tekinn í notkun árið 1930 og skömmu síðar var settur á stofn hjúkrunarskóli á vegum ríkisins.“ Hjúkrunarkonur beittu sér ekki einungis fyrir menntun stéttarinnar fyrstu árin heldur byggðu þær einnig upp merkilegt heilsuverndarstarf og voru frumkvöðlar á því sviði. Margrét segir að störf hjúkrunarkvenna á Íslandi fyrstu áratugina séu þó vanmetin. „Sjúkraþjónustan hvíldi mikið á þeirra herðum enda voru ekki sams konar lækn- ingar í boði og nú. Á þeim tíma voru ekki til lyf og fólk dó úr einföldustu smitsjúkdómum. Það var því í verkahring hjúkrunarkvenna að hjúkra og koma í veg fyrir smit. Þá gegndu þær mikilvægu hlutverki þegar kom að því að gæta hreinlætis eftir aðgerðir enda sýklalyf ekki fyrir hendi.“ vera@frettabldid.is SAGA HJÚKRUNAR Á ÍSLANDI: KOMIN ÚT Vanmetin stétt ER KVENNASAGAN HUGLEIKIN Margrét segir framlag hjúkrunarkvenna víða falið í sögunni. Mynd/Heida.is Gintaras Urbonas var bráðkvaddur 17. nóvember. Útför hans fer fram 29. nóvember kl. 11.00 frá Kópavogskirkju. Kaspar Urbonas Sólveig Urboniene Laimuté Braduniené Algis Bradunas Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi Sigurjón Guðmundsson Lönguhlíð 3, áður Hólmgarði 24, lést á Droplaugarstöðum 18. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Sigurjónsdóttir Heimir Ingimarsson Edda Sigurjónsdóttir Alexander Þórsson Guðmundur Sigurjónsson Margrét Sverrisdóttir afa-, langafa- og langalangafabörn. Kveðjustund, fjölskylda Páls Sigurgeirs Jónssonar sem lést í Danmörku þann 15.11. heldur kveðjustund í sal hafnarhússins á Seyðisfirði laugardaginn 27.11. kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast góðs drengs eru vel- komnir. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Seyðisfirði eða Björgunarsveitina Ísólf. Aðstandendur. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Pálsson fv. skipherra, Fornhaga 15, andaðist á Hrafnistu í Kópavogi sunnudaginn 21. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Lilja Jónsdóttir Ásta Garðarsdóttir Sturla Þórðarson Helga Garðarsdóttir Sigurjón Sindrason Lilja, Kjartan og Halldór Sturlubörn Garðar, Sindri og Eva Sigurjónsbörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Jón Pétur Pétursson Höfðabraut 8, Akranesi, lést sunnudaginn 14. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum samúð og hlýhug. Steinunn Dalla Ólafsdóttir Ólafur Þór Jónsson Ester Delatore Talledo. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Sigurjónsdóttir Túngötu 15, Húsavík, lést á gjörgæsludeild FSA Akureyri laugardaginn 13. nóv. s.l. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Valdimar Ingólfsson Hulda Valdimarsdóttir Sveinn Pálmi Guðmundsson Olga Valdimarsdóttir Hermann Jónasson Jón Ingi Valdimarsson Rannveig Anna Ólafsdóttir ömmubörn og langömmubörn Okkar ástkæri Örn Óskarsson er látinn. Útförin hefur farið fram frá Hønefoss í Noregi. Hilmar Þór Davíð Örn Bertha Hanne Lise Glenn Tore og fjölskyldur. Sigríður Sæunn Þórdís Jakobína Auður Óskarsdætur og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Víglundur Guðmundsson Greniteigi 53, Keflavík, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. nóvember sl., verður jarðsunginn í Keflavíkurkirkju föstudaginn 26. nóvember 2010 og hefst athöfnin kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND-félagið, sími: 565 5727. Guðbjörg Kristín Víglundsdóttir Guðmundur Ingi Guðjónsson Magnea Inga Víglundsdóttir Gunnar Magnússon Hafrún Ólöf Víglundsdóttir Sverrir Víglundsson Hallfríður Anna Matthíasdóttir Jóhann Sigurður Víglundsson Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir Íris Víglundsdóttir Böðvar Bjarnason Lilja Víglundsdóttir Njáll Karlsson Ragnheiður Víglundsdóttir Kristján Valur Guðmundsson Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Hallfríður Guðmundsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, sem lést mánudaginn 22. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 26. nóv. kl. 15.00. Gunnar Guðmundsson Guðmundur Gunnarsson Helena Sólbrá Kristinsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Óli Már Aronsson Auðunn Örn Gunnarsson Hjördís Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. PETE BEST, fyrrverandi meðlimur Bítlanna, er 67 ára í dag. „Við vorum upp á okkar besta þegar við spiluðum á skemmtistöðum í Liverpool og Hamborg. Heimurinn varð aldrei vitni að því.“ 67

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.