Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 21
 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ævintýrið Leitin að jólunum verður sýnt í Þjóðleikhúsinu sjötta árið í röð en að jafnaði verða þrjár sýningar sérhvern laugardag og sunnudag klukkan 11., 13. og 14.30 til jóla. Ævin- týrið er eftir Þorvald Þorsteinsson og sýningin er ríkulega hljóð- skreytt með tónlist Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. „Ég hlusta líka rosalega mikið á sjálfan mig. Mér finnst ég ágætur, sko!“ segir Sigurður Guðmundsson sposkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eitthvað í rólegri kantinum S íðast þegar ég var að keyra austur fyrir fjall fór ég nú bara að hlusta á Muddy Waters, gamlan blúskarl. Hann fylgdi mér yfir heiðina. Svo finnst mér Elvis ágætur líka. Já, já. Það kemur margt til greina,“ svarar Sigurð- ur Guðmundsson tónlistarmaður þegar hann er spurður hvað hann hlusti helst á í bílnum á ferðum sínum um landið. „Mér finnst þægilegt að hafa eitthvað í rólegri kantinum. Félagar mínir í Flís hafa nú stundum lent á fóninum.“ (Þeir eru greinilega í kringum hann meðan á símtalinu stendur!). Síðustu ár kveðst Sigurður hafa verið með geislaspilara í bílnum. „En ég man eftir því að fyrstu bílarnir sem ég átti voru yfirleitt með kassettutækjum og þá gerði maður mixspólur með hinu og þessu. Lögin voru iðulega tekin upp af vínylplötum og þar voru rispur og alls konar truflanir og í mörg ár kunni maður lögin bara eins og þau hljómuðu þar – með rispunum.“ - gun Hvaða lög skyldi tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson helst hlusta á í bílnum milli landshluta? DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Bæjarlind 6, Eddufelli 2, S. 554 7030 S. 557 1730 Opið virka daga kl. 10-18 Opið laugardaga, í Bæjarlind kl. 10-16 í Eddufelli kl. 10-14. Ný sending GALLABUXUR 3 síddir str. 34-52 Svartir kvarterm abolir str. s-xxl

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.