Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 10
 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA Lausn á hluta hús- næðisvanda Héraðsdóms Reykja- víkur er í augsýn. Í bígerð er að dómurinn leigi eina hæð í Austurstræti 17 og leysi með því þörfina fyrir bætta starfsaðstöðu dómara, aðstoðar- manna og dómritara. Húsið er sambyggt húsi Hér- aðsdóms við Lækjartorg. Er ætl- unin að opna á milli húsanna enda augljósir kostir því samfara. Nauðsyn stærri húsakosts dómsins helgast af stórauknu álagi eftir fall bankanna. Er fyrirséð að mörg dómsmál, stór og smá, verði höfðuð vegna hrunsins. Þegar hefur fjöldi mála borist vegna ágreinings um kröfur í bú bankanna og ljóst að slíkum málum mun fjölga. Þá eru yfirvofandi stór mál í fram- haldi af rannsóknum sérstaks saksóknara. Til að mæta auknu álagi dóms- ins hefur dómurum verið fjölgað og samkvæmt frumvarpi dóms- málaráðherra á að fjölga þeim enn frekar. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, segir að húsnæðið í Austurstræti muni mæta þörfinni fyrir skrifstofur en eftir standi vandi varðandi dómsali. Hans mat sé að þörf verði fyrir tvo nýja sali sem þyrftu að vera stærri en stærsti salur dómsins í dag, salur 101. „Það liggur svo sem ekki fyrir hvað margir verða í hverju máli en það þarf að vera aðstaða fyrir verjendur og sakborninga og svo má gera ráð fyrir að það verði einhver fjöldi áhorfenda. Það þarf líka að koma til móts við þær þarfir,“ segir Helgi. Aðspurður segir hann ekkert liggja fyrir um hvar viðbótar- dómsalirnir geti verið. Nú verði farið að horfa til þess. Hentugt væri að hafa þá í miðborginni, nærri höfuðstöðvum dómsins. Útlit er fyrir að þörf verði fyrir nýju dómsalina tvo á síðari hluta næsta árs. Nú starfa 25 dómarar við Hér- aðsdóm Reykjavíkur. Fleiri bæt- ast við, verði frumvarp dóms- málaráðherra að lögum. Er enn frekari fjölgun dómara áformuð þegar fram í sækir. Helgi segir að þegar stóru málin frá sérstökum saksóknara komi til meðferðar kalli það á að margir dómarar verði uppteknir í einu máli í marga mánuði. Þeir sinni ekki öðru á meðan. bjorn@frettabladid.is Stjórnlagaþings frambjóðandi Björn Einarsson læknir og heimspekinemi Nr. 6340 Heimasíða með myndskeiði www.bjorneinarsson.is Málskotsréttin til minni hluta Alþingis, eflum rökræðuna, burt með kappræðuna HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS Fundur verður haldinn um lífeyrissparnað fyrir félagsmenn VM í VM húsinu á Stórhöfða 25, 4. hæð. Sérfræðingar Íslandsbanka koma og fara yfir lífeyrismál félagsmanna og kynna kosti viðbótarlífeyrissparnaðar sem er eitt hagstæðasta sparnaðarformið í dag. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum VM. Vinsamlegast skráið ykkur á vm@vm.is. Fundur um lífeyrissparnað Fimmtudagur 25. nóvember kl. 18.00 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. AUSTURSTRÆTI Héraðsdómur Reykjavíkur mun breiða úr sér í miðborginni þegar hluti starfsemi hans færist yfir í Austurstræti 17. Húsið er í dag oft kennt við 10-11 enda slík verslun á jarðhæðinni. Lengst af var það nefnt eftir kaup- og athafnamönn- unum Silla og Valda sem létu reisa það og ráku í því verslun. Ferðaskrifstofan Útsýn var lengi á annarri hæðinni. Húsið var tekið í gagnið 1965. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vilja tvo stóra dómsali í húsi Silla og Valda Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst leigja hæð í húsi Silla og Valda við Austurstræti. Það leysir þörf fyrir stærra skrifstofurými dómsins. Óleyst er yfirvofandi þörf fyrir fleiri dómsali. Tvo stóra sali vantar. NEYTENDUR Rökstuddur grunur leik- ur á að salmonella hafi komið upp í kjúklingaslátrun í einum kjúkl- ingahópi Reykjagarðs, framleið- anda Holtakjúklings. Fyrirtækið hefur nú þegar innkallað vörur með rekjanleikanúmerið 002-10-41-3-05 í varúðarskyni. Þó er talið að fólk smitist ekki af salmonellu úr kjúkl- ingunum ef kjötið er hitað svo að kjarnhiti nái yfir 72 gráður. Jarle Reiersen, dýralæknir og framleiðslustjóri hjá Reykjagarði, segir fyrirtækið hafa tekið þá ákvörðun að kalla inn vörurnar og skipta þeim út í varúðarskyni. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fyllstu öryggiskröfum sé fylgt,“ segir Jarle. „Salmonellan hefur ekki verið formlega staðfest en þessi ræktun sem um ræðir er grun- samleg.“ Sýni úr hópnum hafa verið rann- sökuð samkvæmt eftirlitsáætlun Matvælastofnunar áður en kjúkl- ingunum var slátrað, án þess að salmonella hafi fundist. Þau eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verða send til staðfest- ingar á sýkladeild Landspítalans. Neytendur sem hafa keypt kjúkl- inga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörunum. - sv Rökstuddur grunur leikur á að salmonella hafi komið upp hjá Reykjagarði: Innkalla kjúkling úr verslunum REYKJAGARÐUR Framleiðendur Holta kjúklings hafa nú innkallað vörur vegna sterks gruns um salmonellusmit í sláturhúsi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.