Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 18
18 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Það hlýtur að teljast sjálfsögð krafa að nauðganir, rétt eins og aðrir alvarlegir glæpir, eigi sér ekki stað. Séum við raunsæ gerum við hins vegar „aðeins“ þá kröfu að fækka nauðgunum. Ef gengið er út frá að þetta sé markmiðið er næst að spyrja sig hvaða leiðir séu væn- legastar til að ná því. Sumir hafa lagt á það áherslu að nauðsynlegt sé að fjölga sakfellingum í nauðgunar- málum. Með því móti fái brotaþol- ar staðfestingu á því að hinn ákærði hafi brotið gegn þeim. Einnig séu ákveðin varnaðaráhrif í því fólgin. En hvernig er unnt að fjölga sak- fellingum í nauðgunarmálum? Er það gert með því að finna leiðir til þess að ýta undir fleiri kærur og stuðla að fleiri ákærum í þessum málaflokki? Eða er það gert með því að breyta gildandi lögum? Það er staðreynd að fleiri kærur þýðir ekki endilega að þau mál séu þar með talin líkleg til sakfellis og leiði til útgáfu ákæru. Það er jú skil- yrði samkvæmt réttarfarslögum að ekki skuli gefa út ákæru nema mál sé talið líklegt til sakfellis. Fleiri ákærur sem gefnar væru út á skjön við þessa meginreglu myndu vænt- anlega þýða fleiri sýknudóma. Og hvað áhrif hefði það ef sýknudóm- um fjölgaði til mikilla muna? Yrði það til þess að draga úr tiltrú á rétt- arkerfið og kjarkinn úr brotaþolum til þess að leggja fram kæru? Tölur sýna að sýknað er í 30 til 50% allra mála í héraði sem ákært var í tíma- bilið 2005 til 2010 sem er í algjöru ósamræmi við sýknuhlutfall í öðrum málaflokkum. Það bendir til þess að frekar séu gefnar út ákærur í vafa- tilvikum í þessum málaflokki en öðrum. Lagabreytingar einar sér eru held- ur ekki trygging fyrir fleiri sakfell- ingum og séu þær vanhugsaðar eru þær gagnslausar. Höfum það einn- ig í huga að hvorki sakfelling hins meinta nauðgara né sýkna verður til þess að bæta brotaþola það andlega tjón sem hann hefur orðið fyrir. Að mínu mati er hvorug ofangreindra leiða vænleg til þess að stemma stigu við nauðgunarbrotum. Það skiptir hins vegar miklu máli að allir sem að þessum málum koma séu samstíga í því að aðstoða brotaþola og hvetja og sjá til þess að leiðin sé greið þegar hann er reiðubúinn til þess að stíga fram. Hins vegar verður að fara var- lega í að taka sjálfsákvörðunarrétt af einstaklingnum þegar kemur að því að kæra, enda er það hann sem þarf að vera andlega reiðubúinn til þess að takast á við það sem fram- undan er. Hætt er við að of mikill þrýstingur í upphafi kunni að fæla brotaþola frá því að kæra. Hvernig stemmum við þá stigu við nauðgunum? Forvarnir hljóta að koma upp í huga fólks en það er viðurkennd aðferð til þess að fyrir- byggja hið óæskilega eða ólíðandi. Sumir telja að með því að nefna for- varnir í þessu samhengi, þ.e. í tengsl- um við nauðganir, sé verið að dreifa athyglinni frá því sem máli skiptir og láta þolandann einan axla ábyrgð- ina. En spyrja má á móti: „Hvern- ig getur það verið öfugsnúið að gera einstakling betur í stakk búinn til þess að verja sig eða takast á við ákveðnar aðstæður, sem ella myndu vera honum ofviða?“ Og spyrja má einnig, „Hvernig er annað hægt en að beina kastljósinu líka að gerand- anum, þegar talað er um forvarnir í tengslum við nauðganir.“ Við sem komum að nauðgunar- málum hjá lögreglunni höfum orðið vör við það í síauknum mæli hversu nauðsynlegt er að hugað verði betur að forvörnum. Í fyrsta lagi ber að nefna það að málum hefur fjölgað þar sem áfengi- og fíkniefni koma við sögu með tilheyrandi sönnun- arvanda sem tengist minnisleysi beggja aðila svo og vitna ef þau eru þá til staðar. Fyrir kemur að nokkr- ir dagar líða þar til brotaþoli fær samhengi í það sem gerðist og er þá sönnunargögnum enn síður til að dreifa, svo sem lífssýnum, og áfengismælingar skila engu. Nokk- uð algengt er að brotaþoli geti ekki lýst gerandanum sem er oft ein- hver sem gefur sig á tal við brota- þola eftir að hann er orðinn viðskila við félaga sína. Í þessu sambandi má leggja áherslu á eftirlitsmynda- vélar sem geta haft mikið að segja. Skoða þarf hvort þeim mætti fjölga auk þess sem gæði þeirra þurfa að vera betri. Hið nýja samskiptamynstur fólks í dag, einkum fólks sem „fæðst“ hefur inn í þessa tækni, hefur komið niður á hæfni þeirra til þess að eiga eðlileg samskipti í daglegu lífi. Æ fleiri mál rata inn á borð lögregl- unnar þar sem sönnunarstaða er erfið vegna þessa. Mörkin á milli þess hvenær kynmök fara fram með samþykki beggja og hvenær ekki verða æ óljósari. Fólk stofnar til kynna á netinu og spjallar við aðila sem það telur vera „vin“ sinn eftir nokkurra daga kynni. Þær samræður gefa oft fyrirheit um það sem muni gerast þegar kemur að því að hittast. Þegar á hólminn er komið finnst öðrum aðilanum, sem oftast er kona, erfitt eða nán- ast óhugsandi að „hætta við“. Þær framkvæma því það sem til var ætl- ast af þeim gegn vilja sínum og án þess að láta hann í ljós. Gerandinn hugsar um það eitt að fá það sem hann telur sig hafa fengið sam- þykki fyrir og þegar skýr mörk eru ekki sett sér hann ekkert athugavert við hegðun sína. Þetta er það tíma- mark sem mestu máli skiptir við mat á sönnun og því hvort nauðg- un af ásetningi hafi átt sér stað. Undanfarið hafa þó nokkrir dómar fallið þar sem atvik sem þessi hafa verið felld undir ólögmæta nauðung en eðli máls samkvæmt er sönnun- arstaðan erfiðari þegar svo háttar til. Algengt er að stig ásetnings sé lægra í slíkum málum en öðrum. Sálfræðingar hafa bent á, eink- um þegar um unga gerendur er að ræða, að oft sé um óviðeigandi kyn- ferðislega hegðun að ræða fremur en ásetning. Er þá átt við að gerand- inn hafi ekki fullþroskaða kynferð- isvitund og sé ófær um að sjá fyrir sér afleiðingar gjörða sinna. Nýver- ið var sett á fót meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir unga sakhæfa gerendur þar sem ein- blínt er á þetta. Úrræðið miðar þá að því að kenna þeim að stýra hegðun sinni á réttar brautir. Það er í sjálfu sér sjálfstætt rannsóknarefni að greina hvað veldur því þegar ungir gerendur telja sig nánast hafa „rétt“ á líkama stúlkna sem þeir ganga út frá að séu „til í tuskið“. Gæti verið að þarna séu einhver tengsl við nýlegar niðurstöður könnunar sem gerð var á meðal ungra manna og endurspegluðu gamaldags viðhorf þeirra til jafnréttis? Á móti kemur að það er líka rannsóknarefni hvers vegna margar stúlkur virðast sætta sig við þetta viðhorf. Í fjölmiðlum var nýlega fjallað um bandaríska rannsókn sem sýndi fram á að ungmenni sem eyða miklum tíma í að senda SMS og/eða á sam- skiptasíðunum á netinu séu útsett- ari fyrir því að taka upp óæskilega hegðun eða verða fórnarlömb kyn- ferðisbrotamanna sem leita á net- inu. Þá gengur þessum ungmennum verr í skóla en hinum. Fram kom að með þessari tækni séu ungmenni að vinna hart að því að falla inn í hóp- inn. Á sama tíma séu þau að reyna að falla inn í hópinn með annarri hegðun sem þau telja líklega til vin- sælda, svo sem drykkju, ótímabæru kynlífi o.fl. Þá kom einnig fram að þeir sem væru öfgafyllstir í þessum efnum ættu einnig eftirlátari for- eldra og fæli þetta því ekki síst í sér áminningu til þeirra. Þessi rannsókn er alveg í takt við upplifun okkar hjá lögreglunni og undirstrikar þörfina á því að taka mál þessi föstum tökum með mark- miðssetningu og samstilltu átaki í forvörnum. Það eru margir sem fórna höndum og segja að nútíminn sé orðinn þannig að það sé erfitt að senda fólki skilaboð sem það muni fara eftir. Er þá vísað til hispursleys- is í kynferðismálum sem virðist vera í tísku, þess að siðferðisþröskuldur- inn hafi lækkað og því megi segja, eða syngja, nánast um hvað sem er hvenær sem er. Að mínu mati felst í þessu uppgjöf eða „réttlæting“ á ástandi sem er óviðunandi. Það ger- ist ekkert fyrr en við viðurkennum ástandið sem óásættanlegt. Að stemma stigu við nauðgunum Nauðganir Sigríður J. Hjaltested aðstoðarsaksóknari hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu Fleiri ákærur sem gefnar væru út á skjön við þessa meginreglu myndu væntanlega þýða fleiri sýknudóma. Í stórmerkri bók sinni um Gunnar Thoroddsen opnar Guðni Jóhann- esson margt upp á gátt sem til þessa hefur verið lokað. Eitt er ógnarsterk flokks- vél Sjálfstæðisflokksins. Þar er fróðlegt um að lit- ast. Þar segir til dæmis af því að Reykjavík var 1957 skipt í 120 umdæmi og voru 5-10 fulltrúar í hverju umdæmi og voru samtals 654 fulltrúar snemma árs 1957. Þessir fulltrúar skráðu stjórn- málaskoðanir nágranna sinna og voru þær upp- lýsingar færðar í skrár í Valhöll í höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Á vinnustöðum var öfl- ugt trúnaðarmannakerfi og sama ár átti Sjálfstæð- isflokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnu- stöðum í Reykjavík. Þetta ár hafa íbúar Reykjavíkur sennilega verið rétt um 70 þúsund talsins. Þegar kom fram undir 1980 töldu menn í Sjálfstæðisflokknum að þetta kerfi væri gagnslaust en ekki allir: „Sumir vildu leggja þær (merk- ingarnar) niður en aðrir mölduðu í móinn, meðal annars með þeim rökum að „oft er leitað til flokks- skrifstofunnar varðandi upplýsing- ar (atvinnurk o fl).“ Mega það teljast athyglisverð orð.“ Segir Guðni. Með öðrum orðum, atvinnurek- endur hringdu í Sjálfstæðisflokkinn til að gá hvort óhætt væri að ráða viðkomandi einstakling í vinnu. Við ráðningar hjá hernum gilti formúl- an 4-4-2, segir í bókinni, það er 4 frá íhaldinu, 4 frá framsókn og 2 kratar. Flokksvél Sjálfstæðisflokksins var ógnarsterk. Hún skipulagði ekki aðeins atkvæði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Líka Alþýðuflokkinn svo hann lifði af: Gunnar Thorodd- sen skipulagði á laun, væntanlega í samráði við forystu- sveit flokksins, að allstór hópur sjálfstæðismanna kysi Alþýðuflokkinn í sumarkosningunum 1959. Reyndin varð sú að í Reykjavík fær hann nær 2.000 fleiri atkvæði en í bæjarstjórnarkosning- unum árið áður. Gylfi Þ. Gíslason hlaut kosningu og varð eini kjördæm- akjörni þingmaðurinn í sínum flokki. Og fyrir kosningarnar 1958 hand- salar Gunnar við Magnús Ástmarsson að hann yrði til taks í nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars – ef þyrfti. Sem þurfti svo ekki af því að Sjálfstæð- isflokkurinn fékk tíu menn en sósí- alistar kölluðu Magnús samt alltaf Magnús ellefta. Á laun lét Bjarni Benediktsson skipuleggja um þúsund manna lið traustra sjálfstæðismanna sem gætu myndað órofa vegg á Reykja- víkur(?)- flugvellinum og þannig komið í veg fyrir að verkfallsverðir trufluðu flugferðir: Löglega boðað verkfall átti að brjóta á bak aftur með ólöglegu liði. Þetta eru upplýsingar um ógnartíð kalda stríðsins. Það þarf að skrifa meira um þessa tíma. En Guðni á þakkir skildar. Flokksvél Sjálfstæð- isflokksins opnuð Stjórnmál Svavar Gestsson fyrr. ritstjóri Þjóðviljans Atvinnu- rekendur hringdu í Sjálfstæðis- flokkinn til að gá hvort óhætt væri að ráða viðkomandi einstakling GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000NB I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Ein gjöf sem hentar öllum E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 18 8 Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.