Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2010 17 AF NETINU Lýðræðisleg þátttaka Samhliða því að opna fyrir að almenningur geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu, þarf að tryggja að þær endurspegli þjóðarvilja með því að tilgreina lágmarksþátttöku þannig að háværir eða valdamiklir minnihlutahópar geti síður mis- notað þær. Hér þarf stjórnlagaþing að horfa til þeirra fyrirmynda sem best hafa reynst annarsstaðar. Vísir.is Ágúst Hjörtur Ingþórsson Forseti til endurskoðunar Ákvæði núverandi stjórnarskrár um forsetaembættið þarf að endur- skoða enda eru þau arfleifð fyrri tíma. Forsetaembættið á að mínu mati að vera sameiningartákn þjóðarinnar, en valdalítið og ópól- itískt. Embættistíma forseta ætti helst að takmarka við tvö kjör- tímabil. Mér finnst afar mikilvægt að náttúruauðlindir verði lýstar sameign þjóðarinnar og að þær beri að nýta á sjálfbæran hátt. Vísir.is Helga Sigurjónsdóttir Kjósum þrátt fyrir galla Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, og einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Alþingi á heldur ekki að fjalla um niðurstöðuna. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. En ég fór samt í sendiráðið og kaus. Það er margt gott fólk í framboði sem staðið hefur utan við gamla, spillta kerfið. Vísir.is Sveinn Valfells Það er kannski til merkis um að við séum að gera eitthvað rétt þegar enginn er ánægður, Sjálfstæðismönnum þykir vitl- eysa að hækka framfærsluna en kjósa samt ekki gegn henni eins og sannfæring þeirra virðist vera fyrir, það þykir mér und- arlegt, hjásetan býður svo sem upp á þetta en er í þessu tilfelli bara leið til að forðast að taka erfiða ákvörðun og standa með eigin gildum. Gegn hagsmunum þeirra sem hafa minnst til fram- færslu hér á landi. Vinstri grænir aftur á móti eru afar ósáttir við að við hækk- um ekki meira, við athuguðum það og urðum að hverfa frá því í bili, en minnum á að kjörtíma- bilið er 4 ár svo það er enn tími. Mér þykir gagnrýni vina minna í minnihlutanum bæði máttlaus og rökþrota og bera keim af gamaldags vinnu- brögðum. Fulltrúi Vinstri grænna talar um svik og notar stór orð um undirheimaveröld skilnaða og allskyns gífuryrði, þess ber þá að geta að afar fá hjón eru á framfærslu fyrir og hefur nú hagur þeirra sem eru giftir eða í sambúð heldur vænkast. Við erum ekki 6 mánuði að svíkja málefnasamning Besta flokks- ins og Samfylkingarinnar, við þurfum nú alveg heil fjögur ár í það. Skoðum það þegar upp verður staðið. Annað sem truflar mig veru- lega í þessu: af hverju dettur stjórnmálamönnum það í hug að ætla almenningi almenn óheilindi og leti? Af hverju gera stjórnmálamenn ráð fyrir því að þorri fólks fari að svindla, skilja og svíkja þessar greiðslur? Af hverju telja stjórnmálamenn það gefinn hlut að hvati til starfa hverfi ef bætur eða lágmarks- framfærsla (með afar kúnstug- um útreikningum) eru nálægt lægstu launum? Af hverju ætla menn Íslendingum leti og eigin- girni að því marki að við förum öll að hafa áhyggjur af eigin vel- ferð og hættum að vinna þegar bætur lagast? Væri ekki nær fyrir þá stjórn- málamenn sem hafa starfað í þessu öll þessi ár að líta á það að lægstu laun og bætur þeirra sem minnst hafa eru skammarlegar og ekki til að lifa mannsæmandi lífi af? Er það ekki þeirra arf- leifð? Eru umtöluð svik ekki nær heimahögunum? Raðir fólks í hundraðatali í bið eftir mat eru dapurleg sjón og við í meirihlutanum viljum bregðast með þessari hækkun við neyð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og eru á framfærslu borgarinnar, við lítum svo á að við séum að taka ábyrgð á okkar hluta í félags- legri aðstoð. Þó að við gerum okkur grein fyrir að meira þurfi til að koma. Ég og aðrir í millilaunaflokkn- um (þeir sem eru með þetta 250 til 400 þúsund á mánuði sem gerir upp stóran hluta fólks á þessu landi) sem samanstend- ur af okkur iðnaðarmönnunum og kvenhluta háskólamenntaðra megum ekki láta nota okkur til að halda þeim sem lægstir eru fyrir neðan okkur í einhverju óttakasti. Útreikningar þeir sem birst hafa upp á síðkastið í fjölmiðlum eru einhliða til að sýna fram á ýktustu tilfellin um framfærsl- una og útreikninga hennar. Stað- reyndin er sú að flestir eru á þessu tímabundið þó að dæmum hafi eitthvað fjölgað sem eru þarna inni lengur, fyrir þá vilj- um við gera aukin virknitilboð og hvatningu til að komast sem fyrst aftur út að vinna. Þessi dæmi sem ég segi frá hér að framan gera ekki ráð fyrir skerðingum vegna launa fyrr á árinu og skerðingu húsa- leigubóta. Það er þó tilfellið hjá afar mörgum þó að það sé ekki algilt. Dæmi um einstæðar mæður og að taka meðlag inn í reikninginn sem bæði tekju- skerðingu og tekjur er svo mjög hæpið þykir mér. Flest lærum við og vinnum við eitthvað af ástríðu eða köll- un vil ég vona, ég er matreiðslu- maður af því að mér finnst það gaman og ég vil gefa fólki góðan mat, hvort að öryrki hafi sömu eða næstum sömu laun og ég (sem hann hefur) hefur engin áhrif á mitt vinnufram- lag eða vilja til að vinna. Þannig eru íslendingar upp til hópa, vilja vinna og hafa markmið og stefnu með lífi sínu. Ég treysti því og þannig þekki ég mitt fólk, ekki sem svindlandi letingja sem óttast bara eigin hag. Þá eru jákvæð teikn á lofti þar sem fólki á fjárhagsaðstoð hefur eitthvað fækkað með haustinu og ég persónulega er bjartsýnn á framhaldið. Tel ég að bæði efnahagslífið og hið opinbera taki vel við sér á nýju ári þó að einhver dýfa verði í atvinnuleysi yfir veturinn … ég kýs að lifa í hinum besta heimi allra heima að hætti Birtíngs og trúa að allt fari á besta veg … þó að á köflum virðist allt erf- itt og einskis nýtt … en ég og meirihlutinn í borginni erum engan að svíkja svo það sé á hreinu. Þökkum allan daginn og biðjum ekki um neitt. Gleðiefnið hækkun framfærslu í Reykjavík Félagsþjónusta Ágúst Már Garðarsson varaborgarfulltrúi Besta flokksins og varaformaður velferðarráðs Af hverju dettur stjórnmálamönnum það í hug að ætla almenningi almenn óheilindi og leti? Af hverju gera stjórn- málamenn ráð fyrir því að þorri fólks fari að svindla … ? Nýr Volkswagen Polo hefur svo sannarlega slegið í gegn á árinu 2010. Fyrir utan að vera mest seldi bíll landsins á árinu var hann valinn Alheimsbíll ársins og Bíll ársins í Evrópu. Polo 1.6 TDI vann líka sparaksturskeppni Atlantsolíu og fór 100 km á aðeins 2,93 lítrum. Það gerist einfaldlega ekki betra. Nýttu þér hagstætt verð og njóttu allra kosta verðlaunabílsins Volkswagen Polo! Das Auto. BÍLAÁBYRGÐ HEKLU - Nýr VW Polo fæst með allt að fimm ára ábyrgð 2010. Besta árið fyrir Polo.Nýr Polo kostar aðeins 2.390.000 kr. *Polo Trendline 1.2 MPI, 70 hestöfl, beinskiptur. Aðeins 27.232 kr. á mánuði miðað við bílasamning SP Fjármögnunar til 84 mánaða með breytilegum vöxtum og 30% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,39%. www.volkswagen.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.