Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Miðvikudagur skoðun 16 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ævintýrið Leitin að jólunum verður sýnt í Þjóðleikhúsinu sjötta árið í röð en að jafnaði verða þrjár sýningar sérhvern laugardag og sunnudag klukkan 11., 13. og 14.30 til jóla. Ævin- týrið er eftir Þorvald Þorsteinsson og sýningin er ríkulega hljóð- skreytt með tónlist Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Hvaða lög skyldi tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson helst hlusta á í bílnum milli landshluta? DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Ný sending GALLABUXUR 3 síddir SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 24. nóvember 2010 276. tölublað 10. árgangur ÖLDIN ÖLL Ný bók í geysivinsælli ritröð ÖLDIN OKKAR 1996–2000 SÁ YNGSTI BORÐAR FRÍTT Í NÓVEMBER Þetta gildir um alla hópa sem telja fjóra eða fleiri, eina skilyrðið er að allir panti sér máltíð. Kynnið ykkur úrvalið af sælkerakörfum á ms.is ms.is Ostakörfur frá MS ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag Saga hjúkrunar komin út Framlag hjúkrunarkvenna víða falið. tímamót 24 Mynd um hesta og menn Benedikt Erlingsson gerir sína fyrstu kvikmynd. fólk 38 KJARAMÁL Forvígismenn vinnu- veitenda og launþega, á opinbera og almenna vinnumarkaðnum, ætla að fara yfir komandi kjara- samningsgerð á fundi á morgun. Mun Magnús Pétursson ríkissátta- semjari stýra fundinum. „Það er nauðsynlegt að allir aðil- ar vinnumarkaðarins komi saman og ræði málin,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, sem boðaði til fundarins. Samtökin telja mikil- vægt að allir séu samtaka í samn- ingagerðinni, en flestir samningar renna út í lok þessa mánaðar eða næsta. „Við viljum að niðurstaðan verði samningur til þriggja ára með hóflegum launahækkunum,“ segir Vilhjálmur. Forsenda þess sé að verðbólga verði lág og störf skapist. Aðspurður segir hann hugsan- legt að út úr fundinum komi grunn- ur að nýjum stöðugleikasáttmála. „Við viljum kanna hvort menn séu tilbúnir til að reyna að fara slíka leið.“ Spurður hvort hann sé fyrir fram bjartsýnn á að sú verði niður- staðan segir hann: „Ég spyr, hvaða betri leið er í boði? Ég held að það sé engin betri leið í boði.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill fátt segja um möguleikann á nýjum sáttmála en bendir hins vegar á að á sambærilegum fundi í febrúar 2009 hafi uppleggið að sátt- málanum hinum fyrri orðið til. Einnig bendir hann á að á árs- fundi ASÍ fyrir mánuði hafi verið ályktað að mikilvægt væri að efnt yrði til víðtæks samstarfs og sam- vinnu stjórnvalda, stjórnarand- stöðu, atvinnurekenda og stéttar- félaga á almennum og opinberum vinnumarkaði við það verkefni að fjölga störfum og auka og tryggja kaupmátt launafólks. Inntur álits á hugmyndum SA um kjarasamning til þriggja ára segir Gylfi að til að ræða þær þurfi aðkomu ríkisvaldsins í efnahags- og atvinnumálum. Þær forsendur liggi ekki fyrir. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að fyrir fundinum liggi að kanna hvort einhverjar línur liggi saman sem hægt sé að vefa úr. „Við mætum með okkar nesti og hlustum á aðra.“ - bþs Vilja leggja grunninn að nýjum stöðugleikasáttmála Samstarf í komandi kjarasamningaviðræðum verður rætt á fundi aðila vinnumarkaðarins á morgun. Sam- tök atvinnulífsins vilja stofna til nýs stöðugleikasáttmála. Talsmenn launþega eru varfærnir í yfirlýsingum. STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun mun taka málefni Árbótar til skoðunar. „Við förum örugglega í gegnum þetta einhvern tímann, hvort sem það verður fyrr eða seinna, það er engin spurning,“ segir Sveinn Ara- son ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið hefur undanfarna tvo daga sagt frá því hvernig Árni Páll Árnason, þáverandi félags- málaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheim- ilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu þrjátíu millj- ónir króna í bætur vegna lokunar heimil- isins. Þetta var meðal annars gert gegn vilja forstjóra Barna- verndarstofu og vegna þrýstings frá þingmönnum Norðausturkjördæmis. Fjármála- ráðherra segir að sanngirnissjón- armið hafi ráðið för. Barnavernd- arstofa hefur þegar greitt tólf milljónir. Ráðgert er að greiða þær átján milljónir sem eftir standa þegar Alþingi hefur afgreitt fjár- aukalög. Mál Árbótar voru rædd á Alþingi í gær. Þar var meðal annars kallað eftir aukinni siðvitund innan stjórn- sýslunnar og því að þingmenn létu af kjördæmapoti við fjárlagagerð. - sh, th / sjá síðu 6 Engin spurning að Árbótarmálið verður skoðað að sögn ríkisendurskoðanda: Ríkisendurskoðun mun skoða Árbót SVEINN ARASON ÁFRAM HÆGVIÐRI Í dag má bú- ast við hæglætisveðri og breytilegri vindátt. Víða eru horfur á bjartviðri en SV-til og NA-lands verður heldur skýjað og stöku él, einkum síðdeg- is. Hlýjast allra syðst. VEÐUR 4 2 -1 -2 -3 -2 UMHVERFISMÁL Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður heldur á Lang- jökul í dag ásamt föruneyti þar sem hún ætlar að mála risa- vaxna mynd af ísbirni. Myndin verður 90 sinn- um 60 metrar að stærð og gerð úr matarlit. Verkið er liður í alþjóð- legu verkefni, 350 Earth. Listamenn og sjálfboðaliðar á sautján stöðum víðs vegar um heiminn búa til verk sem minna á áhrif loftlagsbreytinga. Öll verkin eru nógu stór til að sjást úr geimn- um og verða mynduð úr þyrlum og gervihnöttum. Meðal listamann- anna er Thom Yorke, söngvari Radiohead, sem setur upp verk með að minnsta kosti tvö þúsund sjálfboðaliðum í Brighton. - bs / sjá síðu 28 Listaverk sýnileg úr geimnum: Málar ísbjörn á Langjökul í dag BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR Ég held að það sé engin betri leið í boði. VILHJÁLMUR EGILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS JÓLAÞORPIÐ RÍS Aðeins þrír dagar eru þangað til jólaþorpið í Hafnarfirði opnar. Húsin rísa hvert af öðru og glæsilegt jólatré er komið á sinn stað. Eins og áður er það danskur vinarbær Hafnarfjarðar, Friðriksberg, sem gefur tréð. Eins og fyrri ár leggja leikskólakrakkar lokahöndina á jólaundirbúninginn í þorpinu þegar þeir skreyta trén sem umlykja þorpið á föstudaginn kemur. Þetta árið verða þau um 700 talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Arsenal í vanda Milan og Roma eru í fínum málum í Meistaradeildinni en Arsenal er í vandræðum. sport 34

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.