Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 36
28 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR28 menning@frettabladid.is Myndlist ★★ Functius/Fungus/Funnus Ingirafn Steinarsson Kling og bang, Hverfisgötu 42 Listamaðurinn tekinn í gegn af reiðu hústökufólki Myndlist Ingarafns Steinarssonar er í takt við tímann, unnin í ýmsa miðla, tekur á sig margvísleg form. Í Kling og bang sýnir hann myndbönd, teikn- ingar, skúlptúra. Meginuppistaðan er tvö myndbönd, annað tekið í Noregi en hitt í Berlín. Berlínarmyndbandið sýnist mér hafa verið sýnt áður, í D-sal Listasafns Reykjavíkur 2008. Í innri sal er innsetning með myndbandi sem sýnir loftbólur stíga upp í bjórglasi, eins konar lifandi skúlptúr. Teikningar og þrykk sýna einhvers konar samsetta þætti, minna á rör eða pípulagnir. Loks eru fuglabein á stöpli, undir gleri. Þessi samsetning hljómar frekar sundurleit og það er hún líka, með góðum vilja má tengja milli ólíkra þátta en það gerist ekki sjálfkrafa. Hryggjarstykkið er myndböndin tvö, en lýsing í salnum dregur úr áhrifamætti þeirra. Hljóðið sem fylgir þeim er lágt stillt þannig að þau verða enn fjarlægari. Þó er það sem þar gerist áhugavert, þar sem listamaðurinn málar hústökuhús að utan með hvítri málningu, í trássi við þá sem þar halda til. Listaverkið er samfélagslegt inngrip, í anda tengslalistar eða venslalistar sem hefur verið mikið á döfinni í listheimum um alllangt skeið. Nýjung Ingarafns felst helst í því að hann grípur inn í lág- menninguna, það sem hann gerir lítur út eins og inngrip af hálfu yfirvalda sem ætla sér að „hreinsa til“. Þetta er þó ekki ætlun listamannsins, markmið hans er að sýna inngripið sjálft, og upp að vissu marki, svar hústökumanna. Inngripið er sjónrænt séð mjög skýrt, en breytist ekki frá upphafi til enda myndbands, engin þróun á sér stað. Ingirafn byrjar að mála með hvítu og heldur því síðan áfram þar til hústökumenn fæla hann frá. Þau samskipti njóta sín þó ekki til fulls vegna lélegra hljóð- og myndgæða. Myndböndin eru áhugaverð verk, og væri fróðlegt að sjá meira af hendi Ingarafns um þetta efni. Þau vekja upp ýmiss konar vangaveltur um menn- ingu, birtingarmyndir hennar og tilverurétt. Listamaðurinn er í óræðu hlut- verki, fulltrúi eigin listar og einskis annars, á skýrt skilgreindu yfirráðasvæði minnihlutahópa hústökufólks sem engin leið er að vita hvernig bregst við. Skýrari framsetning hefði aukið áhrifavald þessara verka, sýningin líður fyrir of mörg og ótengd verk og er til vitnis um ómarkviss og dreifð vinnubrögð. Stundum er minna í alvöru meira. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Áhugaverð myndbönd sýna forvitnileg inngrip listamannsins í líf hústökufólks í Noregi og Berlín. Ómarkviss framsetning dregur úr áhrifa- mætti verkanna sem fyrir vikið njóta sín ekki sem skyldi. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 24. nóvember 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Tónleikaröðin Tónsnillingar morgundagsins heldur áfram í kvöld. Tónleikarnir fara fram í Langholts- skirkju kl. 20. Fram kemur Gunnhildur Daðadóttir ásamt Kristni Erni Krist- inssyni. 22.00 Jazzklúbburinn Múlinn efnir til tónleika í Risinu í Tryggvagötu í kvöld. Fram kemur tríó Sunnu Gunn- laugsdóttur ásamt Þorgrími Jónssyni og Scott McLemore. Tón- leikarnir hefjast kl. 22 og aðgangseyrir 1000 krónur, 500 krónur fyrir nema. ➜ Dagskrá 20.00 Dagskrá í tilefni af útgáfu á bókum Akademónanna Steinunnar Jóhannesdóttur og Guðna Th. Jóhann- essonar. Dagskrá hefst kl. 20 í Reykj- arvíkurAkademíunni á Hringbraut 121, 4.hæð. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 22.00 Skurken, Beatmakin Troopa, Arnljótur og Dj Andre spila á Kaffi- barnum, Bergstaðastræti 1, í kvöld frá kl. 22. Extreme Chill stendur að dag- skránni. Frítt inn. ➜ Samkoma 20.00 Classic Quiz á Faktorý í kvöld kl. 20. Hámark 4 saman í liði. Keppnin samanstendur af almennum-, krossa- og myndaspurningum ásamt hljóð- dæmum. Þátttökugjald er ekkert. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Bjargey Ólafsdóttir mynd- listarmaður málar risa- vaxna mynd af ísbirni á Langjökul í dag og á morg- un. Verkið er liður í alþjóð- legu myndlistarverkefni til að vekja athygli á loftlags- breytingum. Meðal þátt- takenda eru Thom Yorke, söngvari Radiohead. Yfirskrift verkefnisins er 350 Earth og stendur frá 20. til 28. nóvember. Listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim búa til verk um áhrif hlýnun- ar jarðar. Hvert listaverk er nógu stórt til að sjást úr geimnum og verður mynd- að úr þyrli og gervihnetti. Til- efnið er lofts- lagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancun í næsta mánuði. Bjargey segist hafa fengið hug- myndina að ísbirninum fljótlega eftir að aðstandendur verkefnisins höfðu samband við hana. „Hlýnun jarðar stefnir heimkynn- um ísbjarnarins og framtíð hans í voða,“ segir Bjargey. „Ein birting- armynd þess eru þessar ísbjarna- heimsóknir, sem við höfum fengið á undanförnum misserum. Útfærsl- an vafðist aðeins fyrir mér þangað til ég datt niður á þessa hugmynd, að mála mynd af ísbirni á hopandi jökli.“ Bjargey heldur á Langjökul í dag ásamt tíu til tuttugu sjálfboðaliðum. Hún notar garðúðara og matarlit til að draga útlínurnar bjarnarins, en í litinn blandar hún alkóhóli til að koma í veg fyrir að hann frjósi. Hún gerir ráð fyrir að endanleg útgáfa myndarinnar verði 90 sinnum 60 metrar að flatarmáli. Þegar myndin er tilbúin flýgur þyrla yfir jökulinn og tekur mynd af verkinu. Meðal þeirra listamanna sem taka þátt í verkefninu er Thom Yorke, söngvari Radiohead. Hann ætlar ásamt um tvö þúsund sjálfboðalið- um að búa til mynd af Knúti Dana- konungi í Brighton á laugardag, en sagan segir að Knútur hafi eitt sinn sest í flæðamálið og reynt að banna öldunum að skola fætur sína. Hægt er að fylgjast með verk- efninu og skoða loftmyndir sem hafa verið teknar á heimasíðu þess, earth.350.org. bergsteinn@frettabladid.is Málar risavaxinn ísbjörn á Langjökul DRÖG AÐ ÍSBIRNI Uppdráttur að mynd- inni sem Bjargey ætlar að mála. ÞAR SEM ÁIN RANN Um þúsund sjálfboðaliðar í 350 Earth-verkefninu minntu á að Santa Fe-áin í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væri nánast algjörlega uppþornuð. BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR FRIÐRIK ÓMAR Í SALNUM Friðrik Ómar heldur útgáfutónleika í Salnum í kvöld og annað kvöld í tilefni af nýjum hljóð- og mynddiski þar sem hann flytur lög eftir Elvis Presley. Með honum er átta manna hljómsveit og alls fá um 25 Elvis lög að hljóma. STYRKIR TIL STARFS- MENNTUNAR Í EVRÓPU WWW.LEONARDO.IS LEONARDO STÚDENTA- OG STARFSMANNASKIPTI OG STYRKIR TIL HÁSKÓLASAMSTARFS WWW. ERASMUS.IS ERASMUS MARGVÍSLEGIR STYRKIR Í FULLORÐINSFRÆÐSLU WWW.GRUNDTVIG.IS GRUNDTVIG RAFRÆNT SKÓLA- SAMFÉLAG Í EVRÓPU WWW.ETWINNING.IS eTwinning STYRKIR TIL SKÓLA- VERKEFNA Á LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLASTIGI WWW.COMENIUS.IS COMENIUS MENNTUNAR- OG STARFSHÆFNISMAPPA WWW.EUROPASS.IS EUROPASS AFMÆLISHÁTÍÐ MENNTAÁÆTLUNAR ESB 2010 COMENIUS 15 ÁRA LEONARDO 15 ÁRA GRUNDTVIG 10 ÁRA ETWINNING 5 ÁRA EUROPASS 5 ÁRA Í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 25. nóvember kl. 15-18 Kynning á evrópskum samstarfsverkefnum og viðurkenningar veittar fyrir fyrirmyndarverkefni. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.lme.is. Um 13.000 Íslendingar hafa fengið styrki til náms og starfs- þjálfunar í Evrópu síðustu 15 árin. Mun fleiri hafa tekið þátt í ýmiskonar verkefnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.