Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 46
38 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM „Kryddlegin hjörtu. Án efa. Ég elska kjúklingasúpuna. Hún er bara rugl. Og brauðið og smjör með sólþurrkuðum tómötum. Og kóríanderolían …“ Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is. Rithöfundurinn og skemmtikraft- urinn Sólmundur Hólm Sólmundar- son hefur verið ráðinn á Skjá einn og verður hann liðsmaður í nýjum skemmtiþætti sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni á næsta ári. „Þetta eru ákveðin tímamót hjá mér. Ég er að segja upp vinnunni og ganga til liðs við Skjáinn. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sólmundur spurður um frétt- irnar. Frekari upplýsingar um þáttinn eru á huldu og sjálfur gefur Sól- mundur lítið upp. „Það er verið að þróa þetta allt saman, hvernig þetta verður nákvæmlega,“ segir hann dularfullur. Sólmundur hefur getið sér gott orð sem eftirherma, uppistand- ari og veislustjóri. Þá sendi hann frá sér ævisögu Gylfa Ægissonar í fyrra, en bókin fékk góðar viðtökur bókaorma og gagnrýnenda. En er þetta starf í sjónvarpi draumur að rætast? „Þetta er kannski ekki draumur – ég hef alltaf vitað að þetta myndi gerast. Ég á heima í sjónvarpi,“ segir Sólmundur í laufléttum dúr. „Þetta er rökrétt skref. Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart. En það verður gaman að vinna með þeim á Skjá einum. Vonandi get ég gert eitthvað af viti.“ - afb Sóli Hólm á leið í sjónvarp BREYTINGAR Sólmundur kemur fram í nýjum gamanþætti á Skjá einum á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta er tvö hundruð milljóna króna mynd sem fjallar um samskipti manna og hesta, það er að segja mann- inn í hestinum og hestinn í manninum,“ segir Benedikt Erlingsson, leikari og nú brátt kvikmyndaleikstjóri. Næsta vor hefjast tökur á fyrstu kvikmynd Benedikts í fullri lengd sem hefur verið gefið vinnuheitið Hross um oss. Benedikt hefur þegar fengið leikarann Ingvar E. Sigurðsson og eiginkonu sína Charlotte Bøving til að leika stór hlutverk í myndinni en hún samanstendur af sex dæmisögum sem allar fléttast saman með einum eða öðrum hætti. „Þetta eru miklar og dramatískar frásagnir sem fjalla um samskipti manna og hesta og hvernig mannfólkið reynir að beisla náttúruna. Og þær enda annaðhvort með dauða knapans eða hross- ins,“ útskýrir Benedikt en myndin á að gerast árið 1985. „Þegar fólk gekk enn í flottum fötum og notaði ekki hjálm,“ áréttar Benedikt. Leikstjórinn er mikill áhugamaður um hesta þótt hann vildi kannski vera meiri hestamaður en hann er. „Við Íslendingar erum fyrst og fremst hesta- þjóð, við erum ekki siglingaþjóð. Eina verkkunn- áttan sem hefur viðhaldist er umgengni við hesta, þetta er þúsund ára arfur. Við erum alla- vega ekki bankafólk eða verslunarmenn,“ segir Benedikt sem hefur unnið að gerð handritsins í tíu ár. „Myndin á að vera óður til skepnunn- ar sem hefur reynst okkur svona vel og er réttnefnt skip hálendisins.“ - fgg GERIR MYND UM HESTA OG MENN Bene- dikt Erlingsson hyggst gera kvikmynd um hesta og menn og eiga tökur að hefjast næsta vor. Ingvar E. Sigurðsson og Char- lotte Bøving verða meðal leikara. Benedikt gerir sína fyrstu kvikmynd „… MERKILEGASTA SKÁLDSKAPARRIT ÞESSA ÁRS …“ PBB / FT ÁLEITNAR SÖGUR FYRIR ÍSLENSKAN SAMTÍMA Hlýr mittisjakki m Herrastærðir. „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heims- hlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangs- mikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaða- mennirnir Jakob Bjarnar Grét- arsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en … „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. „Feður unglingsstráka væru eitt- hvað leiðir yfir því, að drengirn- ir væru ekki farnir að hitta stelp- ur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuð- ust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfeng- ið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsing- ar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjón- ustu – sem vel að merkja er refsi- verð, þá held ég að vér íslensk- ir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karl- menn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg CATALINA MIKUE NCOGO: ÍSLENSKIR KARLMENN BESTU ELSKHUGARNIR Kaupa vændi fyrir syni sína ÍSLENDINGAR BESTU ELSKHUGARNIR Catalina Ncogo segir íslenska feður hafa keypt fyrstu kynlífsreynsluna handa ungum sonum sínum hjá vændiskonum. Þetta kemur fram í bókinni Hið dökka man eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson sem kemur út á föstudag. frá 17–18 ára og upp úr. … Íslensk- ir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverj- um er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bók- inni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.