Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.11.2010, Blaðsíða 8
8 24. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 Í hvaða kjördæmi er meðferðar- heimilið Árbót? 2 Hvaða drykk vil óperusöngv- arinn Paul Potts fá eftir að hafa sungið á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar? 3 Úr hvaða efni er þak nýrra bygg- inga sem nú rísa í stað þeirra sem urðu eldi að bráð á Lækjargötu 2? SVÖR 1. Norðausturkjördæmi. 2. Bjór. 3. Stuðlabergi. ...vegna þess að hann kann að greina vandamál, en hann er líka einn vandaðasti maður sem ég þekki.“ Vilhjálmur Bjarnason, lektor ...af því að hann er traustur, heiðarlegur og vandaður maður." Guðfinna S. Bjarnadóttir, fv. rektor „Ég styð Þorkel Helgason ... www.thorkellhelgason.is 1. val 2. val 2 8 5 3 Staðgreiðslulán Borgunar eru einföld leið fyrir seljendur til að bjóða viðskiptavinum sínum að dreifa greiðslum á kreditkort í allt að 48 mánuði. MasterCard og Visa korthafar eiga kost á að nýta sér þessa greiðsluleið. Kostir Staðgreiðslulána Bætt þjónusta Engin þjónustugjöld Uppgjör á öðrum degi Borgun ábyrgist uppgjör til seljanda Hafðu samband við okkur í síma 560 1600 eða á fyrirtaeki@borgun.is og kynntu þér kosti lánanna. Auðveldaðu viðskiptin með Staðgreiðslulánum Borgunar ALÞINGI Hafinn er flutningur á byggingunum við Vonarstræti 12 yfir á nýjan stað á horni Kirkju- strætis og Tjarnargötu. Húsið hefur síðustu árin þjónað sem skrifstofa þingflokks Vinstri grænna en þar voru ýmsir flokk- ar áður. Bakhúsinu, þar sem upphaf- lega var prentsmiðja, var lyft frá og það sett til hliðar á mánudag. Búist er við að flutningur sjálfs aðalhússins hefjist á morgun og er áætlað að hann taki allt að þrjá daga. Til verksins verða notaðir tveir stærstu kranar landsins. Á nýja staðnum verður Von- arstræti 12 hluti af húslengju Alþingis við Kirkjustræti. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki nákvæmlega það muni gegna í framtíðinni. Næsta hús þar við hliðina á er húsið Skjaldbreið sem ákveðið hefur verið að endurnýja. - gar Tilfæringar og endurbætur á húsakosti Alþingis standa nú yfir: Vonarstræti 12 á leið á næsta horn Á NÝJAN GRUNN Bakhúsið á Vonarstræti 12 fór á flug á mánudag og skildi eftir sig sár í aðalhúsinu sem reiknað er með að fylgi á eftir í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Hagstofan reiknar með að hag- vöxtur dragist saman um þrjú prósent á þessu ári og um tæp tvö prósent á því næsta, sam- kvæmt endurskoðaðri hagspá sem kom út í gær. Þrátt fyrir það mun draga úr atvinnu- leysi. Þetta er talsvert svartsýnni spá en Hagstof- an gaf út í júní í sumar. Þá var gert ráð fyrir 2,9 pró- senta samdrætti á árinu og rúmlega þriggja pró- senta hagvexti ár hvert næstu tvö ár. Inni í spánni í sumar voru stóriðju- framkvæmdir í Helgu- vík, sem hafa verið tekn- ar út úr flestum hagspám. Framkvæmdir við stækk- un álversins í Straumsvík draga verulega úr neikvæðum áhrifum af Helguvíkurverkefninu. Hagstofan reiknar almennt með að krónan styrkist ekki á næstu misserum, slaki verði í hagkerfinu með lágu neyslustigi og laun hækki lítið. Á sama tíma verði frjór jarðveg- ur fyrir vöxt nýrrar starfsemi sem byggi á útflutningi, auk þess sem aukin atvinnuvega- fjárfesting muni skila sér í aukinni atvinnu- þátttöku á næsta ári. Þetta er þvert á aðrar spár. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gerir ráð fyrir fimmtán prósenta samdrætti á þessu ári og 8,4 prósenta vexti á því næsta. Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS hér á landi, hefur jafnframt bent á að efnahagsbatinn muni ganga hægar þar sem fjárfestingarverk- efnum hafi seinkað. Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, furðar sig á hagspá Hagstofunnar. Hún bendir á að framkvæmd- ir við stækkun álversins í Straumsvík skipti miklu máli. Hún sér hins vegar ekki hvern- ig minni hagvöxtur næstu þrjú ár skili sér í aukinni atvinnu. „Þetta skýtur svolítið skökku við. Ég hefði haldið að samhliða minni fjárfestingu og hag- vexti hefði það gengið verr,“ segir hún. „Það liggja fyrir nokkrar framkvæmdir, svo sem í Straumsvík. En svo er slaki í hagkerf- inu og mikið af ónýttum framleiðsluþáttum,“ segir Björn Ragnar Björnsson, sérfræðing- ur hjá Hagstofunni, og vísar til þess að tæki- færi séu til staðar fyrir þá sem þau sjái, svo sem útflutningsfyrirtæki. „Það er mat okkar að viðbrögðin verði í sterkara lagi. En svo má það vel vera bjartsýni.“ jonab@frettabladid.is Horfurnar verri en í júní Hagkerfið dregst saman um þrjú prósent á árinu en á næsta ári er gert ráð fyrir hagvexti, samkvæmt spá Hagstofunnar. Samkvæmt spánni mun draga úr atvinnuleysi á næsta ári. Það er þvert á erlendar spár. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka efast um spána. Erlendir sérfræðingar telja að atvinnuleysi muni aukast. AÐ STÖRFUM Hagstofan reiknar með því að draga muni úr atvinnuleysi á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNFRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÉTTIR AUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.