Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 4
4 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR Nafn tónskáldsins John Speight var misritað í viðtali við Kristin Sigmunds- son í gær á síðu 5 í Allt. LEIÐRÉTTING LANDBÚNAÐUR Innflutningur á erlendu kjöti hefur aukist um 3,9 prósent á milli ára, samkvæmt nýju yfirliti Bændasamtakanna. Á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs nam innflutningurinn 613 tonnum en á sama tímabili árið 2009 nam hann 589 tonnum. Langmest hefur verið flutt inn af alifuglakjöti, 357 tonn, og hefur innflutningur aukist um rúm 20 prósent milli ára. Næstmest er flutt inn af svína- kjöti eða 123 tonn sem er um 18 prósenta aukning, en innflutning- ur á nautakjöti dregst saman um 3,2 prósent. - sv Innflutningur á kjöti eykst: Mest flutt inn af alifuglakjöti REYKJAVÍK Ekki verður lengur hægt að fara ókeypis á Listasafn Reykjavíkur eftir 1. febrúar, þegar borgaryfir- völd áforma að rukka fullorðna um 1.000 króna aðgangseyri að safninu. Á sama tíma tekur gildi nýtt menningarkort, sem gildir sem árskort á öll þrjú söfn Lista- safnsins, á Minjasafn Reykjavíkur og gildir um leið sem bókasafns- kort, segir Svanhildur Konráðs- dóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs borgarinnar. Kort- ið mun kosta 5.000 krónur. Einnig verður boðið upp á ódýrari kort sem gilda aðeins á ákveðin söfn. - bj Ekki lengur ókeypis á söfnin: Borgin selur menningarkort SVANHILDUR KONRÁÐSDÓTTIR GENGIÐ 20.01.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,1636 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,99 117,55 187,06 187,96 157,81 158,69 21,174 21,298 20,004 20,122 17,621 17,725 1,4230 1,4314 181,88 182,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is 40 35 30 25 20 15 10 5 % Fylgi stjórnmálaflokkanna 29,8 25 . a pr íl 20 09 28 . j úl í 2 00 9 15 . o kt .2 00 9 7. ja nú ar 2 01 0 18 . m ar s 20 10 23 . s ep t. 20 10 19 . j an . 2 01 1 Ko sn in ga r Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2009 til 19. janúar 2011. 23,7 21,7 14,8 7,2 25,6 7,3 5,6 2,7 35,6 23,2 43,4 25,8 16,5 11,8 2,1 0,5 FRÉTTASKÝRING Hvað má lesa úr niðurstöðum skoð- anakönnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu? Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meiri stuðning en stjórnarflokk- arnir samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna hrynur milli kannana, og verulega dregur úr stuðningi við Hreyfinguna. Þróun á fylgi flokkanna er ekki það eina sem lesa má úr könnuninni. Aðeins um 54 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildi gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmála- flokk. Það er skýr vísbending um að almenningur virðist enn afhuga hefðbundnu stjórnmálaflokkunum eins og aðrar kannanir hafa bent til. Jarðvegurinn virðist því enn frjór fyrir ný stjórnmálaöfl. Þátttakan var enn verri í könn- un sem gerð var í september á síð- asta ári, þegar hún var aðeins um 51 prósent. Í fyrri könnunum sem framkvæmdar voru á sambærileg- an hátt hafa ríflega sex af tíu gefið upp hvað þeir myndu kjósa. Þegar horft er til þeirra sem taka afstöðu til stjórnmálaflokka mælist stuðningurinn við Sjálfstæðis- flokkinn langsamlega mestur. Alls segjast 43,4 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Það er aukning um 7,8 prósentu- stig frá könnun Fréttablaðsins í september síðastliðnum, og myndi skila 28 þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og er með sextán þing- menn í dag. Stuðningur við Samfylkinguna virðist heldur á uppleið samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Nú segjast 25,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku myndu kjósa flokkinn, en 23,2 prósent studdu flokkinn í september síðastliðnum. Samfylk- ingin fengi sautján þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin naut stuðnings 29,8 prósenta kjósenda í síðustu kosn- ingum og er í dag með 20 þing- menn, og er því enn talsvert undir kjörfylgi. Stuðningur við VG hrynur Stuðningur við Vinstri græn hrynur milli kannana, og er talsvert undir kjörfylgi. Nú segjast 16,5 prósent myndu kjósa flokkinn, en 25,6 pró- sent studdu Vinstri græn í síðustu könnun. Þessi stuðningur myndi skila flokknum ellefu þingmönnum í kosningum. Vinstri græn fengu 21,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og eru í dag með fimmtán þing- menn. Stuðningur við Framsóknar- flokkinn virðist á uppleið. Nú segj- ast 11,8 prósent styðja flokkinn, en í september studdu hann 7,3 prósent. Flokkurinn fengi sjö þingmenn yrði þetta niðurstaða kosninga, en er með níu í dag. Hreyfingin tapar talsverðu fylgi og myndi ekki ná manni á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könn- un Fréttablaðsins. Aðeins 2,1 pró- sent sagðist myndu kjósa Hreyfing- una nú, en 5,6 prósent studdu hana í september. Hreyfingin er með þrjá þingmenn í dag. brjann@frettabladid.is Almenningur virðist enn afhuga stjórnmálaflokkum Aðeins um helmingur þeirra sem tóku þátt í könnun Fréttablaðsins gaf upp stuðning við stjórnmálaflokk. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking sækja í sig veðrið hjá þeim sem taka afstöðu á kostnað hinna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 53,9 prósent afstöðu. Þráspurt til að auka nákvæmnina VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12° 3° 0° 2° 1° -4° 0° 0° 21° 4° 12° 0° 20° -1° 3° 16° -3°Á MORGUN 10-18 m/s NV-til seinni partinn, annars hægari. SUNNUDAGUR 5-10 m/s, en 8-13 V-til. 3 3 3 4 4 4 8 8 6 5 2 15 13 11 10 6 6 12 12 13 7 6 5 5 5 4 6 5 5 6 6 8 HELGARVEÐRIÐ Veður verður svipað frá og með deginum í dag og fram yfi r helgi. Fremur stíf suð- vestanátt með heldur hlýnandi veðri og vætu á vesturhluta lands- ins en fyrir austan verður yfi rleitt þurrt og nokkuð bjart í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn var rekinn með 52 milljóna króna tekjuafgangi á árinu 2010. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri spítalans sem nú liggur fyrir. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítala, segir að á árinu 2010 hafi spítalanum verið gert að lækka kostnað sinn um 3.400 milljón- ir króna. „Það tókst með mikilli vinnu, eljusemi og fagmennsku starfsmanna. Þjónusta spítalans hefur breyst nokkuð á þessu ári en við höfum á sama tíma náð að standa vörð um öryggi sjúklinga. Þessi mikli árangur hefði aldrei náðst nema með framúrskarandi dugnaði og samheldni starfs- fólks.“ Heildarvelta Landspítala í fyrra var 40,1 milljarður króna og þar af nam rekstrarframlag ríkis- sjóðs 33,1 milljarði. Ekki var um að ræða viðbótarfjárframlag til spítalans í fjáraukalögum fyrir árið 2010. Stærsti einstaki útgjaldaliður ársins var launagjöld upp á 25,5 milljarða sem er 1,2 milljörðum lægri en árið 2009. - shá Landspítalinn rekinn með 52 milljóna króna tekjuafgangi á síðasta ári: Skorið niður um 3,4 milljarða í fyrra ■ Starfsmönnum fækkaði um 200 árið 2010. Þeim hefur fækkað um sam- tals 670 frá ársbyrjun 2009. ■ Lyfjakostnaður lækkaði um 12 prósent árið 2010, um 170 milljónir króna. ■ Rannsóknum (myndgreining, blóðrannsóknir og ræktanir) fækkaði um 17 prósent frá árinu 2009. ■ Fæðingum fækkaði um tvö prósent og voru 3.420 (3.500 árið 2009). ■ Sjúklingar sem leituðu á bráðamóttökur spítalans voru 91.482, sem er þriggja prósenta fækkun frá fyrra ári. ■ Meðallegutími sjúklings styttist úr 6,9 dögum í 6,7 daga. Upplýsingar um starfsemi Landspítalans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.