Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. janúar 2011 11 ALÞINGI Tillaga til þingsályktunar um orku- skipti í samgöngum hefur verið lögð fram á Alþingi. Fram kom í máli Katrínar Júlíus- dóttur iðnaðarráðherra sem mælti fyrir til- lögunni að markmiðið með henni væri að stuðla að uppbyggingu græna hagkerfisins með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Orkuskiptin eiga að leiða til minni los- unar gróðurhúsalofttegunda, gjaldeyris- sparnaðar, þekkingarauka og aukinnar atvinnu. Fram kemur í tillögunni að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum hér á landi sé töluvert lægra en annars staðar, eða undir einu prósenti. Fram kemur að að innan Evrópusambandsins hafi verið stefnt að því að hlutfallið næði 5,75 prósentum fyrir árið 2010. Í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins í gær kemur fram að til að ná hér settu marki hafi verið sett fram níu stefnumið sem lúti meðal annars að því að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta sér orkusparandi tækni. Er þar til dæmis beitt skattaívilnun- um og hagrænum hvötum. „Jafnframt er lögð mikil áhersla á fræðslu, nýsköpun og rannsóknir á sviði endurnýjanlegra orku- gjafa,“ segir þar. Í maí næstkomandi á svo að liggja fyrir stefnumótun, markmiðasetning og aðgerða- áætlun fyrir orkuskipti í samgöngumálum fram til ársins 2020. - óká BORGARUMFERÐ Hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum er sagt töluvert lægra hér en annars staðar, eða undir einu prósenti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um orkuskipti í samgöngum: Ítarleg áætlun um orkuskipti liggi fyrir í vor ÍRAK, AP Sjía-pílagrímar á leið til borgarinnar Karbala í Írak urðu fyrir tveimur sprengjuárásum í gær, nærri samtímis. Alls kost- uðu árásirnar meira en 180 manns lífið. Fyrr um daginn létust að minnsta kosti þrír af völdum sprengju sem sprengd var í borg- inni Baqaba. Allt bendir til þess að herskáir súnní-múslimar, annað hvort tengdir Al-Kaída-samtökunum eða öflum sem voru hliðholl Saddam Hussein, beri ábyrgð á árásunum. Báðar árásirnar hjá Karbala voru gerðar með því að aka bifreiðum fullum af sprengiefnum upp að lögregluvarðstöðvum rétt utan við borgina. Hundruð þúsunda sjía-múslima leggja þessa dagana leið sína til Karbala til þess að taka þátt í árlegri trúarhátíð, sem nær hámarki í næstu viku. Töluvert hefur dregið úr hernaðar átökum í Írak undanfarið, en enn eru sprengjuárásir gerðar í landinu með skelfilegum afleiðingum. Allt frá því innrásin var gerð í Írak snemma árs 2003 hafa her- skáir súnní-múslimar reglulega gert árásir á staði tengda trúar- athöfnum sjía-múslima. - gb Sprengjuárásir nálægt borginni Karbala í Írak kosta tugi manna lífið: Árásum beint að pílagrímum Í HELGU BORGINNI KARBALA Tveir menn sitja sem þrumu lostnir eftir sprengjuárás sem kostaði fjölda fólks lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PORTÚGAL, AP Ótti við efnahags- hrun vofir yfir forsetakosningum í Portúgal, sem haldnar verða á sunnudag. Anibal Cavaco Silva hefur mikla forystu í skoð- anakönnunum. Yfirburðasigur hans yrði túlk- aður sem ósig- ur forsætisráð- herrans, Jose Socrates, þrátt fyrir að forsetaembættið sé að mestu valdalaust. Socrates og Sósíalista- flokkur hans beina nú öllum kröft- um sínum að því að koma í veg fyrir að landið þurfi að þiggja efnahagslega neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. - gb Kosið í Portúgal um helgina: Silva spáð mikl- um yfirburðum ANIBAL CAVACO SILVA REYKJANESBÆR Bæjarstjórn Reykjanesbæjar segir alla aðstöðu fyrir hendi til að Landhelgisgæsl- an geti flutt til Suðurnesja. Er þar vísað í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá nóvember um mat á kostum þess að flytja gæsluna. Í bókun bæjarstjórnar segir að til staðar sé húsnæði, flugbrautir, góð hafnaraðstaða og stoðkerfi sem fullnægi þörfum gæslunnar. Samkvæmt upplýs- ingum úr innanríkisráðuneytinu niðurstöðu úr hagkvæmnimati að vænta í febrúar. - þj Reykjanesbær vill Gæsluna: Segja alla að- stöðu til staðar Hundrað ár frá kjöri konu Á þessu ári verða eitt hundrað ár liðin frá því að kona var fyrst kjörin í bæjarstjórn Akureyrar. Það var Kristín Eggertsdóttir, forstöðukona sjúkra- hússins á Akureyri. AKUREYRI DÓMSMÁL Maður hefur verið ákærður fyrir að ógna starfs- manni í verslun með hnífi og stela 33.000 krónum. Það var í febrúar í fyrra sem maðurinn er talinn hafa farið inn í verslunina Sunnubúð í Reykja- vík, vopnaður hnífi, ógnað starfs- manni verslunarinnar með hnífn- um og skipað honum að afhenda sér peninga úr sjóðsvél. Gerð er krafa um greiðslu skaðabóta á hendur ákærða að fjárhæð 33.000 krónur. - jss Stal rúmum 30 þúsundum: Ógnaði með hnífi og rændi SP JA LL IÐ AÐEINS Á MÁNUÐI 2.890 KR. SKJÁREINN E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 9 2 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.