Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 24
Letin lætur stundum á sér kræla á föstudögum og ekki nenna allir að standa í stórræðum í eldhúsinu eftir langa vinnuviku. Á pantamat.is er hægt að panta mat frá fjölmörgum veitingastöðum. Þjónustan er ókeypis og er bæði hægt að fá heimsent og sækja. „Hér höfum við byggt upp kram- búð eins og þær voru á fyrri hluta síðustu aldar og safnað saman ýmsu sem var verslað með á þeim tíma,“ segir Sigurður Helgi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar- vogi, sem er að ljúka við að stilla upp vörum. „Svo koma íbúarnir í smá hópum að skoða, hlusta á fróð- leik og fá sér hressingu, þjóðlega bita og jafnvel snafs. Þá lifnar yfir mörgu andlitinu.“ Sigurður segir hefð fyrir því að setja upp leikmynd í fræðslustofu heimilisins á þorranum til að lífga upp á þennan árstíma. „Leikmynd- in minnir fólk á eitthvað frá gam- alli tíð, það er nú oft það sem lengst situr í huga eldra fólks. Við byrjuð- um á að setja upp baðstofu, næsta ár var það baðstofa og skemma og þriðja árið sjóarhús og hjallur.“ Þarna grípur blaðamaður fram í og spyr í fávísi hvað sjóarhús sé. Ekki stendur á fræðslunni. „Sjó- arhús eru skemmur sem geyma verkfæri tengd sjó. Það orð lærði ég ekki fyrr en ég kom austur á firði en þar er það algengt.“ Í fyrra segir Sigurður Helgi hafa verið sett upp apótek á Eir og minnist orða eins íbúans. „Nú, þetta er bara alveg eins og apótekið hjá honum Kalla á Húsavík.“ Þetta er í annað sinn sem kram- búðin er sett upp. Hún hefur hvílt sig uppi á háalofti í tvö ár. Sigurður segir starfsfólk heimil- isins leggja fram vinnu og muni, því ekkert megi framkvæmdin kosta. „Við leituðum á náðir safna í borg- inni fyrsta árið en það er heilmikið mál og við höfum ekki gert það oftar heldur sníkjum eitt hér og annað þar.“ Þeir sem sjá um daglegt tómstunda- starf heimilisins halda uppi stemningu í krambúð- inni á þorranum, að sögn Sigurðar Helga, og einnig kemur eldra fólkið oft með innlegg í dag- skrána þegar minningarnar vakna. „Þegar barnabörnin koma í heim- sókn á þorranum fer eldra fólk- ið með þau í fræðslustofuna að sýna þeim hvernig hlutirnir voru þegar það var ungt svo þessu uppátæki fylg- ir mikið líf,“ lýsir Sigurð- ur Helgi og bætir við að lokum. „Vissulega er mikið haft fyrir en leikmyndirn- ar hafa líka skilað mörgu gleðibrosi.“ gun@frettabladid.is Minningar vakna þegar mætt er í krambúðina Íslendingar taka upp á ýmsu skemmtilegu til að þreyja þorrann. Á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi er jafnan sett upp leikmynd sem minnir á gamla tímann. Þetta árið er þar vegleg krambúð. „Svo koma íbúarnir í smá hópum, hlusta á fróðleik og fá sér hressingu, þjóðlega bita og jafnvel snafs,“ segir Sigurður Helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.