Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 20
 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrafnhildur Þórðardóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, miðvikudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. janúar kl. 13.00. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk Hrafnistu Hafnarfirði sem kom að umönnun hennar í gegnum árin, þið eruð yndisleg. Þórður G. Lárusson Unnur K. Sigurðardóttir Halldór R. Lárusson Guðlaug Jónasdóttir Lárus H. Lárusson Rósa Hallgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Kjartans Sölva Einarssonar Hólavegi 39, Siglufirði. Sérstakar þakkir sendum við læknum, hjúkrunar- fræðingum og öðru starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar Siglufirði, sem og starfsfólki Heima- hlynningar LSH, fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Brynja Stefánsdóttir Herdís Kjartansdóttir Guðmundur Þór Axelsson Kristrún Kjartansdóttir Ingi Már Aðalsteinsson Ása Fríða Kjartansdóttir Víglundur Pétursson afa- og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og dóttur Þóreyjar Þorkelsdóttur Hörðukór 1, 203 Kópavogi. Einnig færum við læknum hennar, þeim Friðbirni Sigurðssyni og Sigurði Böðvarssyni sem og Sonju S. Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi á deild 11-B á Landspítalanum við Hringbraut, okkar innilegustu þakkir, en þau reyndust henni einstaklega vel í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Ögmundur H. Runólfsson Sigurður Þorkell Ögmundsson Erna Gunnarsdóttir Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir Hafþór Hannesson Þorkell Sigurðsson Þorbjörg Guðmundsdóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru Aðalheiðar Sigurðardóttur Skólastíg 14 a, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi fyrir frábæra umönnun. Jófríður Sveinbjörnsdóttir Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir Stefán Sveinbjörnsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi Guðmundur Sigurjónsson Glósölum 7, Kópavogi, sem lést 18. janúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. janúar, kl. 15.00. Eygló Olsen Valgerður Anna Guðmundsdóttir Steinþór Óskarsson Marta Elísabet Guðmundsdóttir Þórður Vilberg Oddsson afabörn og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa Jónasar Helgasonar frá Stórólfshvoli, Núpalind 4 Kópavogi. Guðrún Árnadóttir Særún Jónasdóttir Kjartan Sigurðsson Helgi Jónasson Bodil Mogensen og barnabörn Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Hafsteinn Sigtryggsson Mosfelli, Ólafsvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi, þriðjudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Sveinbjörn Sigtryggsson Bjarný Sigtryggsdóttir Ríkarð Magnússon og aðrir aðstandendur. „Verðlaunin eru mér hvatning og hafa mikla þýðingu fyrir ungan listamann sem er að koma sér á framfæri,“ segir Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari en hún hlaut tilnefninguna Bæjarlista- maður Seltjarnarness 2011 síðastliðinn laugardag. Birna er fædd árið 1982 og hóf píanó- nám fimm ára gömul við Tónlistarskóla íslenska Suzuki-sambandsins og Tón- listarskóla Kópavogs. Hún lauk námi við Listaháskóla Íslands vorið 2006. Eftir að hafa hlotið önnur verðlaun í Epta-píanókeppninni á Íslandi sama ár fór hún til náms við Royal College of Music í London, þaðan sem hún lauk meistaranámi árið 2009. Á síðasta ári dvaldi Birna í Noregi þar sem hún sótti tíma hjá Håkon Austbø. „Það er nóg af verkefnum fram undan,“ segir Birna en hún stefnir á að gefa út geisladisk á árinu. „Ég er þegar farin að vinna í þeim verkum sem verða á diskinum og mun spila þau á tónleik- um í sumar. Núna er æfingatímabil að hefjast hjá mér en fyrstu tónleikarnir hjá mér eftir jólafríið eru Mozart-tón- leikar Reykjavíkurborgar hinn 27. jan- úar, svo hefst törnin í mars. Ég æfi á píanóið frá klukkan 8 á morgnana fram yfir hádegi og kenni svo eftir hádegi flesta daga vikunnar,“ segir hún og þakkar fyrir að eiga góða nágranna sem kvarta ekki undan píanóleiknum. „Það búa svo margir tónlistarmenn í blokk- inni minni, það hittist vel á.“ Birna segir það eiga vel við sig að kenna píanóleik en hún fær til sín nemendur heim og kennir bæði við Píanóskóla Þorsteins Gauta og í Tón- heimum. Hún segist yfirleitt spila klassíska tónlist en spili stundum dæg- urlög til að breyta til. Aðspurð segist hún ekkert fást sjálf við tónsmíðar utan einu sinni. „Ég held að ég hafi prófað að semja tónverk þegar ég var tíu ára, það heppn- aðist reyndar bara vel en ég lét samt gott heita. Ég á mér mörg uppáhaldstón- skáld en Franz Liszt hefur alltaf fylgt mér. Hann á 200 ára afmæli á þessu ári svo megnið af verkunum á diskinum verður jafnvel eftir hann.” heida@frettabladid.is BIRNA HALLGRÍMSDÓTTIR: BÆJARLISTAMAÐUR SELTJARNARNESS SAMDI EITT TÓNVERK TÍU ÁRA TILNEFNINGIN ER HVATNING Birna Hallgrímsdóttir er bæjarlistamaður Seltjarnarnessbæjar 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 62 Merkisatburðir 1793 Rússland og Prússland skipta Póllandi. 1899 Opel-fyrirtækið hefur starfsemi. 1918 38 stiga frost mælist á Grímsstöðum og í Möðrudal. 1924 Vladimír Lenín andast. 1925 Yfir Ísland ganga mestu flóð og fárviðri í eina öld. Miklar skemmdir urðu í Grindavík, á Eyrarbakka og í Reykjavík. 1932 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis er stofnaður. 1976 Atli Heimir Sveinsson hlýtur Norrænu tónlistarverðlaunin. 1976 Concorde-þotan fer fyrsta farþegaflugið. 1977 Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, náðar nær alla þá bandarísku hermenn sem hlupust undan merkjum í Víetnamstríðinu. 1982 Fjórir farast við björgunaraðgerðir þegar Pelagus strandar við Vestmannaeyjar. 2005 Íslendingar biðja Íraka afsökunar með heilsíðuauglýsingu í The New York Times. 2009 Mótmæli eru við Alþingi og Samfylking slítur samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Spaugstofan hóf göngu sína í sjónvarpi með þættina 89 af stöðinni í Sjónvarpinu, þetta kvöld fyrir 22 árum. Árið eftir kallaðist þátturinn 90 af stöðinni og svo Enn ein stöðin. Efni þáttanna gengur út á að rýna í fréttir og atburði liðinnar viku gegnum spéspegil og fá stjórn- málamenn og aðrir opinberir starfsmenn það gjarnan óþvegið í þáttunum. Þættirnir hafa verið á dagskrá á laugardagskvöldum og nutu strax mikilla vinsælda og urðu persónur þátt- anna þjóðkunnar og heimilisvinir á skjánum. Þar má nefna Ragnar Reykás, rónana Boga og Örvar, hinn tauga- veiklaða Kristján Ólafsson og fleiri. Spaugstofuna skipuðu þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson, allt til ársins 2007 þegar Randver sagði skilið við hópinn. Þættir Spaugstofunnar eru nú á dagskrá Stöðvar 2. ÞETTA GERÐIST 21. JANÚAR ÁRIÐ 1989 89 af stöðinni fer í loftið KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR rithöfundur er 62 ára í dag „Stjórnvöld studdu auðmenn af heilum hug, blésu út afrek þeirra, þáðu boð þeirra, sleiktu diska þeirra, en nú eftir hrunið kenna þau þjóðinni um, þjóðin hafði verið á neyslufylliríi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.