Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 21. janúar 2011 17 Íslenska menntakerfið er ekki lélegt. Í nýlegri PISA-könnun lentu íslenskir grunnskólanemend- ur í tíunda sæti meðal OECD-ríkja. Það heitir bara fjári gott. Íslenska menntakerfið er hins vegar dýrt, en fáar þjóðir eyða jafnmiklu fé til menntunar barna og Íslendingar. Miðað við hve miklu er eytt ættum að við hafa frábært mennta- kerfi og kennarar ættu að vera með frábær laun. Hvorugt er raunin. Laun kennara eru vel undir meðal- tali OECD-ríkja, árangur íslenskra nemenda er fínn, en ekki frábær. Við erum sem sagt ekki að fá það sem við borgum fyrir. Við greiðum af Lexus en keyrum um á Corollu. Við þurfum því að nýta það fé sem varið er til menntamála betur. Flest af því sem þyrfti að laga er ekki flókið, en mætir allt of oft kok- hraustri andstöðu frá þeim sem á endanum myndu græða mest á slík- um breytingum, kennurum, eða öllu heldur forustu kennarasamtaka. Í stuttu máli þarf að láta færri og betri kennara kenna meira. Grunnskólinn er tíu ár. Mennta- skólinn fjögur. Annað hvort af þessu á að stytta og helst jafnvel hvort tveggja. Það myndi þýða að ungt fólk kæmist fyrr í að læra það sem það sannarlega hefur áhuga á og þess utan gætum við þá fækkað kennurum. Við viljum hafa færri kennara og borga þeim meira. Við þurfum að kenna lengur inn í sumarið. Ég veit að öllum finnst gaman að vera úti þegar veðrið er gott, en ég vil frekar að kennarar kenni meira og þéni meira heldur en að árið sé stytt og þeim gefið meira svigrúm til tekjuöflunar á öðrum vettvangi, en þannig hugmyndir skjóta reglulega upp kollinum. Nemendalausum dögum í grunn- skóla, jafnt við upphaf og endi skólaársins sem og þeim á miðri önn, þarf að fækka. Eins og flestir kennarar þekki ég það að margir vanmeta þá vinnu sem fer í undir- búning kennslu. En það eru samt takmörk fyrir því hve raunhæft og gagnlegt það er að sinna slíkum undirbúningi utan hefðbundins skólaárs. Að undirbúa kennslu nokkrum vikum áður en hún byrj- ar er dálítið eins og að búa sig undir sundferð. Stundum verður ekki lengra í undirbúningi komist og það þarf einfaldlega að stökkva út í laugina. Það veldur manni annars von- brigðum að hve miklu leyti kjara- barátta kennara hefur gengið út á það að gera starfið þægilegra. Mér er það til dæmis hulin ráð- gáta hvers vegna það sé sértakt baráttumál að kennarar kenni minna þegar þeir eldast. Ekkert er að því að menn semji um lægra starfshlutfall þegar launataxti þeirra hækkar, en hvers vegna er sjálfkrafa búið að semja um þetta fyrir þá? Markmiðið ætti að vera að reyndir og góðir kennarar kenni meira, ekki minna. Hár kostnaður menntakerfis- ins skrifast af einhverju leyti á hátt hlutfall ungs fólks hér á landi en það er einungis lítill hluti af skýringunni. Hlutfall starfsfólks á hvern nemanda er hátt. Þrennt kemur helst til. Bekkir eru ögn fámennari en víða gengur og ger- ist, töluvert hefur verið ráðið af skólaliðum og öðru starfsfólki sem passa börn í frímínútum meðan kennarar hlaða batteríin og loks hefur starfsfólki sem eyrnamerkt er ákveðnum hópum nemenda fjölgað mikið. Sú hugmyndafræði að til dæmis fatlaðir nemendur hljóti sömu skólagöngu og aðrir er ekki ljót. En kerfið sem byggt hefur verið í kringum þá hugmyndafræði hefur verið misnotað. Eitt helsta verkfæri skólastjórnenda til að ná í fjármuni út úr kerfinu er að greina seinþroska eða ókurteis börn með einhvers konar sjúkdóm og fá þannig aukinn mannskap til að sinna þeim. Fleiri láglauna- menn. Launamál kennara þarfnast upp- stokkunar. Launin eru ótrúlega einsleit, sem skýrist af miðlægum kjarasamningum og tregðu stéttar- félaga til að leyfa meira svigrúm í samningum milli einstaka kennara og skóla. Best væri að hver kenn- ari semdi um eigin laun við vinnu- veitendur sína. Menn myndu þá byrja lágt en hækka ört eftir því sem þeir bættu við sig menntun og starfsreynslu. Afburðakennurum myndi fjölga. Hæstu laun kennara yrðu tvöföld til þreföld byrjunar- laun. Mun kennaraforystan fallast á þessar breytingar? Það efast ég því miður um. Ofgreitt fyrir menntun Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Nemendalausum dögum í grunn- skóla … þarf að fækka. Einungis ríflega 50 prósent stjórn- enda í opinberum stofn- unum nýta sér þau tæki til mannauðsstjórnunar sem þeir hafa yfir að ráða. SIMPLY CLEVER Skoda Fabia Classic 1.2 BS 70 hestöfl. Eyðsla: 5,5 l/100 bl. akstur CO2: 128 g/km Verð frá: 2.090.000 kr. Ný Skoda Fabia er byggð á einfaldri hugmynd: Það á að vera skemmtilegt að keyra. Þess vegna er bíllinn svo nettur að utan en rúmgóður fyrir fólk og farangur að innan. Þess vegna er kraftmikla TSI vélin svona skemmtilega eyðslugrönn. Þetta er nýr og frábær bíll sem þú einfaldlega verður að prófa! www.skoda.is FRUMSÝNIN G Á MORGUN Í HEKLU Opið frá 12 til 16 MEIRA FJÖR. MINNI EYÐSLA. Ný Skoda Fabia Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins koma fram sláandi upplýsingar um að einungis ríflega 50 prósent stjórn- enda í opinberum stofnunum nýta sér þau tæki til mannauðsstjórn- unar sem þeir hafa yfir að ráða. Í staðinn fyrir að einblína á vand- ann, sem liggur hjá stjórnendum, er einblínt á opinbera starfsmenn og þess krafist að ferlið til að segja þeim upp verði einfaldað. Ein af ályktunum starfshóps for- sætisráðherra um viðbrögð stjórn- sýslunnar við skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis er sú að nokkuð skorti á frammistöðumat fyrir stjórnendur í opinbera geiranum. Það er miður að þeir sömu stjórn- endur noti ekki slík mannauðs- stjórnunartæki. Það er hins vegar reginfirra að lausnin sé sú að veita stjórnendum færi á að reka og ráða fólk eins og þeir vilja. Skýrsla þingmanna- nefndar Alþingis, sem mat rann- sóknarskýrsluna, segir að brýnt sé að „formleg og vönduð stjórnsýsla sé sérstaklega mikilvæg, einkum í ljósi smæðar samfélagsins“. Hér er kallað eftir formfestu. Það er einnig gert í fyrrnefndri skýrslu starfshóps forsætisráðherra: „að bæta samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni“. Samband starfsmanns og stjórnanda er ferli sem hefst við ráðningu og lýkur við starfslok. Í því getur ýmislegt komið upp á, en góður stjórnandi fylgist með starfs- manni sínum og metur frammistöðu hans reglulega. Þannig eykur hann líkurnar á því að starfs maðurinn standi sig vel í starfi. Allt of oft ber á því í umræð- unni að fólki sé skipt upp í hópa. Það erum „við“ og „þið“ og í mestu öfgunum fara hagsmunir þessara hópa ekki saman. Opinber stjórn- sýsla er okkar allra. Hún er tækið sem við höfum til að reka sam- félagið. Um það tæki verða að gilda skýrar reglur og gagnsæjar, ráða verður faglega í stöður og nýta þarf starfsmannamat. Hvað opinbera stjórnsýslu varðar er ekkert sem heitir „við“ og „þið“. Fólkið í henni er af heilindum að vinna að betri umgjörð um lýðræðislegt stjórn- kerfi þjóðarinnar. Það er okkar allra hagur að það standi sig vel og formfesta eykur líkurnar á því. Að afnema hana eru kolröng viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um það sem leiddi þjóð- ina í þær ógöngur sem hún er í. Stjórnsýslan þarf reglufestu Ríkisrekstur Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.