Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 28
Tinna Bergsdóttir er ein fremsta fyrirsæta landsins um þessar mundir og hefur meðal annars setið fyrir hjá tískurisum á borð við H&M og Levi‘s. Hún segir tískubransann misjafnan en nýtur ferilsins á meðan hann varir. Viðtal: Sara McMahon Ljósmynd: Valgarður Gíslason T inna var aðeins nítján ára gömul þegar hún var uppgötvuð á skemmtistað í Reykjavík og beðin um að taka þátt í fyrirsætukeppninni Face North. Hún viðurkennir að tilboðið hafi komið flatt upp á hana en ákvað að slá til eftir að móðir hennar hvatti hana til þátttöku. Tinna vann keppnina og tveimur vikum síðar var hún flutt til New York borgar og þar með hófst fyrirsætu- ferill hennar. „Ég vissi ekki neitt um tísku eða fyrirsætustörf þannig að það kom mér mikið á óvart þegar ég var beðin um að taka þátt í Face North. Ég var mjög feiminn unglingur og með lítið sjálfstraust en mamma hélt að þetta gæti kannski gert mér gott og þess vegna ákvað ég að slá til,“ útskýrir Tinna. „Fyrstu vikurnar í New York voru erfiðar. Það flutti síðan önnur íslensk stelpa út sem var á skrá hjá sömu umboðsskrifstofu og ég. Hún var miklu vanari en ég og tók mig undir sinn verndar- væng, kenndi mér á bransann og eiginlega bjarg- aði mér.“ Tinna segir að það skipti máli að vera laus við feimni ætli maður að landa verkefnum og þess vegna hafi hún neyðst til að koma út úr skel sinni. „Bókarinn minn var alltaf að segja mér að vera al- mennilegri af því að þessi feimni mín virkaði sem hroki á annað fólk. Ég fékk líka að heyra það frá öðrum fyrirsætum að ég væri ekki sú hlýlegasta. En svo kom þetta allt með tímanum og reynsl- unni,“ segir hún brosandi. SAKNAR FJÖLSKYLDUNNAR Tinna er uppalin í Hafnarfirði og er næstyngst af fimm systkinum. Hún segir systkinahópinn vera mjög náinn enda sé aldursmunurinn á systkinun- um lítill. „Við erum öll á svipuðum aldri og mjög náin. Það eru engin leyndarmál í minni fjölskyldu. Ef maður segir einhverjum eitthvað þá er það búið að fara hringinn á mjög stuttum tíma,“ segir Tinna hlæjandi. Hún viðurkennir að það geti verið erfitt að dvelja lengi frá fjölskyldu sinni en segir þau hafa verið dugleg að heimsækja hana í gegnum árin. „Auð- vitað saknar maður þeirra, en þau hafa verið mjög dugleg að heimsækja mig þegar ég dvel erlendis, sem er gott.“ Fyrirsætustarfinu fylgja tíð ferðalög og segir Tinna að vegna þeirra hafi hún misst af mörgum merkisviðburðum hjá fjölskyldunni. „Ætli helsti galli starfsins sé ekki sá að maður er fjarri ást- vinum og þarf oft að ferðast með nánast engum fyrirvara og þá er erfitt að plana nokkuð fram í tímann. Ég hef misst af ótrúlega miklu: afmælum, fæðingum og öðrum viðburðum, sem mér þykir mjög leiðinlegt,“ segir Tinna. ÓÚTREIKNANLEGT STARF Tinna flutti til Indlands eftir sex mánaða dvöl í New York. Hún segir Indland vera einstakt land og endaði á að búa þar í rúmt eitt og hálft ár. „Ég kom heim í smá stund eftir dvölina í New York því ég var ekki viss um hvort ég vildi halda áfram í fyrirsætubransanum. Mér fannst þetta eitthvað svo klikkað líf og þurfti smá pásu til að ná áttum. Mér bauðst síðan starf á Indlandi og fannst tilboðið of gott til að hafna því. Upphaflega átti ég bara að vera á Indlandi í tvo mánuði en ég endaði á því að vera þar í eitt og hálft ár,“ segir hún. Að sögn Tinnu er tískugeirinn óútreiknanlegur og hún viðurkennir að það sé undarleg tilhugsun að eiga ekki eftir að geta elst í þessu starfi. Hún hefur þó allan hug á því að starfa áfram sem fyrirsæta á meðan hún getur. „Þetta er mjög skrítinn bransi hvað þetta varðar. Ég hef reyndar fengið fleiri verkefni eftir því sem ég eldist, sem er svolítið merkilegt. Ég veit ekki af hverju það er,“ segir hún brosandi og bætir við: „Mér finnst reyndar minna einblínt á útlitið eitt og sér í dag, það er meira verið að leita eftir stelpum með sterk karaktereinkenni og persónuleika.“ Tískuiðnaðurinn er gjarnan álitinn harður heimur af okkur sem ekki lifum og hrærumst innan hans. Innt eftir því hvort hart sé lagt að stúlkum að viðhalda grönnu vaxtarlagi segist Tinna aðeins einu sinni hafa verið beðin um að grenna sig fyrir myndatö var þá ei stakt bel neitaði þ sem ég h er mín re og það e fyrirsætu orðin 25 sem mig legan vöx og spýta, LIFIR Í N Aðspurð að sér ve þau verk persónu l alveg dre tökur fyri leiðigjarn að sýna a þreytand fær að ko Innt eftir upp úr ve efni þar s eyju mill símasam litlum tré með og þ Tinna við sig í b heimþrá því að dv fékk skyn langaði m sumar og vel í Lond En ætli m mig lang upp í stó Þegar h Tinna ekk er málið, í núinu í í tímann áhugi blo eitthvað framtíðin FÉLL FYRIR INDL Tinna Bergsdóttir var uppgötvuð á skemmtistað þegar hún var nítján ára gömul. Hún segir fyrirsætustarfið hafa sína kosti og g Höfum bætt við á útsöluborðin. Dalvegi 18, Kóp. - Sími 568 6500 - www.fondra.is Opið 10-18 virka daga, laugardaga 11-16 Úrval af fataefnum og sniðum Tilboðsdagar !! Lokadagar !! 30% afsláttur af öllum vörum og allt að 70% afsláttur af völdum vörum. Erum með fáar flíkur í hverri gerð fyrstur kemur fyrstur fær ☺ ATH - Allt nýjar vörur, enginn gamall lager Tískuverslun fyrir dömur og herra Háholti 13-15 Mosfellsbæ – við hlið Krónunnar Opið: mán-fös 12:00-18:30 og lau 11:00-18:00 BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.