Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 6
6 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR www.sindri .is / sími 5 75 0000 OKKAR BESTU VERÐ ! HRINGDU NÚNA ! 4.900 m/vsk Fullt verð 6.900 FASTLYKLASETT 12 STK. IBTGAAE1210 Stærðir 6 - 19 6.010 STK BOLTAR, RÆR OG SKINNUR Sverleiki 3 - 12mm | Le 1910 stk boltar 8.8 1.600 stk rær 1.600 stk skinnur 900 stk brettaskinnur 49.900 m/vsk Fullt verð 103.900 LÍ FS TÍÐ ARÁBYRGÐ Á FÖSTUM LYK LU M KL. 08:3 0 - 1 7:00 08: 30 - 18 :00 ME DIC O MEDICO ehf. Stimpilkort sem veitir 15% afslátt Opnunartími: mánudaga til föstudaga milli kl: 8:30-17:00 fimmtudaga 8:30-18:00 Akralind 3 201 Kópavogur sími: 545 4200 www.medico.is weider scitec nutrition designer whey universal nutrition Mikið úrval fæðubótarefna á sanngjörnu verði Verð á kolvetnablöndum frá 1.400 kr. FAGL EG RÁ ÐGJÖ F Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VIÐSKIPTI Fjárfesting Framtaks- sjóðs Íslands í Icelandair Group hefur skilað sjóðnum 2,2 milljarða króna hagnaði. Þetta er meðal þess sem Ágúst Einarsson, stjórnarfor- maður sjóðsins, kynnti á hluthafa- fundi hans í gær. „Icelandair var okkar fyrsta fjárfesting á síðasta ári. Við fjár- festum þar fyrir 3,6 milljarða króna, en sú fjárfesting stendur núna í 5,8 milljörðum í bókfærðu virði,“ segir Ágúst. Markmið sjóðs- ins segir hann tvíþætt, að ávaxta fé hluthafa og taka þátt í endur- reisninni. „Og hvað Icelandair varðar fóru þessi markmið algjör- lega saman.“ Á hluthafafundinum upplýsti Ágúst einnig að lokið hafi verið öllum enda varðandi kaup sjóðsins á Vestia, eignarhaldsfélagi Lands- bankans, sem nú á fjórðungshlut í Framtakssjóðnum, á móti lífeyris- sjóðunum sextán. Ágúst segir að Húsasmiðjan verði á næstunni sett í opið sölu- ferli og að fyrir dyrum standi endur skipulagning á fyrirtækjum innan upplýsinga- og fjarskipta- geirans, sem nú heyri undir Teymi. Þau verði seld á næstu árum. Viðræðum við evrópska fjár- festingarsjóðinn Triton segir Ágúst að ljúki fyrir mánaðamót. „Þessar tölur sem Triton nefndi voru það háar að enginn hefur slegið þær út og við vildum kanna það í þaula. En við vitum svo sem ekki með niður stöðu á því,“ segir hann. Náist ekki samkomulag kunni nálgunin að verða önnur þegar frekari skref verða tekin í sölunni á verksmiðjustarfsemi Ice- landic Group. - óká Á FUNDI Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri og Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Staða Framtakssjóðs Íslands og áætlanir voru kynntar á hluthafafundi sjóðsins í gær: Tveggja milljarða hagnaður af Icelandair ALÞINGI Hugsanlegt er talið að far- tölvu, sem tengd var við tölvunet Alþingis og fannst í ónotaðri skrif- stofu varaþingmanns á fimmtu hæð húss nefndasviðs Alþingis, hafi verið ætlað að njósna um tölvukerfi þingsins og komast yfir gögn í eigu Alþingis. Þingvörður fann tölvuna í febrúar í fyrra. Þingmenn Hreyf- ingarinnar og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru með skrif- stofur á hæðinni þar sem tölvan fannst. Vika leið frá því tölvan fannst þar til lögregla komst að þeirri niðurstöðu að rannsókn málsins og leit að eiganda tölvunnar hefði ekki borið árangur, að því er fram kom í yfirlýsingu sem Ásta Ragn heiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, gaf á þingfundi í gær. Tölvan var þannig upp sett að þegar slökkt var á henni eyddust allar upplýsingar af henni. Auð- kenni höfðu verið afmáð þannig að ekki var hægt að rekja hana til eiganda. Flestir þingmenn sem tóku til máls sögðu málið alvarlegt. Það fæli í sér grófa árás eða innrás í þingið. Gagnrýnt var að málinu hefði verið leynt þegar það kom upp. Þingmenn fréttu fyrst af þessu í Morgunblaðinu í gær. „Hverra öryggis er verið að gæta þegar leynd er slegið yfir mál af þessu tagi?“ spurði Ólína Þorvarðar- dóttir, Samfylkingu. „Öryggi og leynd fara ekki alltaf saman,“ sagði Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, Samfylkingu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði að enginn kæmist inn í þetta húsnæði nema nota aðgangskort þingmanna eða tala við starfsmenn þingsins. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og fleiri fundu að því að upplýs- inga um mannaferðir hefði ekki verið leitað hjá þingmönnum og starfsmönnum þingsins: „Ég er í þar næstu skrifstofu og það var ekki talað við mig um þetta mál,“ sagði Jón. Hann nefndi að Julian Assange, forsprakki Wikileaks, hefði komið sem gestur Hreyfingar- innar í skrifstofur þingsins. Nokkrir þingmenn kölluðu eftir því að efnt yrði til nýrrar rann- sóknar í stað þeirrar sem fram fór í fyrra. Ásta Ragnheiður sagðist ein- göngu hafa sagt forsætisráðherra af tölvufundinum. Tilmælum lög- reglu, tölvudeildar og yfirmanna áAlþingi um meðferð málsins hefði verið fylgt í einu og öllu. Hún þakkaði þingmönnum umræður og ábendingar. Forsætisnefnd mun fara yfir málið og öryggisreglur þingsins og ráða bót á þeim ef nauðsyn krefur. peturg@frettabladid.is Dularfull fartölva tengd neti Alþingis Þingmenn kalla eftir nýrri lögreglurannsókn á því að dularfull fartölva, tengd neti Alþingis, fannst þar fyrir ári. Forsætisráðherra og forseti Alþingis vissu einar af málinu. „Öryggi er ekki það sama og leynd,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir. NEFNDASVIÐ Njósnatölvan fannst í ónotaðri skrifstofu sem ætluð er varaþingmanni á fimmtu hæð í húsi nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 10. Gengið er inn í húsið frá Austurvelli og þarf aðgangskort til að komast inn í húsið og á skrifstofuganga þess. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞINGI „Fólk á að fara varlega í að draga ályktanir af einhverju sem er einungis byggt á getgátum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þing maður Hreyfingarinnar. „En ég er ekki að taka þessu persónulega.“ Í umræðum á Alþingi í gær var ýjað að því að þingflokkur Hreyf- ingarinnar, og þá sér í lagi Birgitta, sökum hennar tengsla við Wiki- leaks, hefði átt þátt í að fela fartölvu í skrifstofuhúsnæði Alþingis og tengja hana við tölvukerfið. Birgitta segir málið óþægilegt og þá sérstak- lega að tölvan hafi fundist í skrif- stofu sem er við hlið hennar eigin. „Ég læsi [skrifstofunni minni] aldrei. Það má vel vera að ein- hver hafi farið þar inn og skoðað í gegnum dótið mitt. Þó að það dót sé reyndar ekki mikið,“ segir Birgitta. „En mér finnst þetta vera stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja alveg eins og er. Þó að þetta sé auðvit- að mjög alvarlegt mál og ólíðandi að það sé komið fyrir tölvu inni á skrifstofusvæði þingmanna.“ Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir engar öryggis- myndavélar hafa vaktað svæðið og því sé ekki hægt að skoða neitt myndefni sem upplýst geti um mannaferðir við húsið. Tölvan, sem er lítil fartölva, hafi fundist fyrir til- viljun um miðjan dag þegar tækni- menn áttu leið inn í skrifstofuna, sem var ólæst. „Þeir tóku tölvuna úr sambandi eftir að ákveðið var að fara með hana til lögreglunnar. Þá var auð- vitað slökkt á henni, en ef til vill voru það einhver mistök,“ segir Helgi. „En það er ekkert sem gefur okkur vísbendingar um að gögnum hafi verið stolið. En auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt.“ Julian Assange, forsvarsmaður Wikileaks, var staddur hér á landi á þeim tíma sem tölvan fannst. Var hann, ásamt fleiri aðilum, að vinna í upplýsinga- og málfrelsis- löggjöfinni. - sv Þingmaður Hreyfingarinnar tekur tölvufundinn á Alþingi ekki persónulega: Málið er stormur í vatnsglasi BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Þingmaður Hreyf- ingarinnar segir að það sé ólíðandi að farið sé inn á skrifstofusvæði þingmanna og komið þar fyrir tölvu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fylgist þú með réttarhöldunum yfir nímenningunum sem sak- aðir eru um árás á Alþingi? Já 29,9% Nei 70,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.