Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 10
21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR10
Sérstakur saksóknari rannsakar Landsbankann
Fjórir voru handteknir og
leitað var á fimm stöðum
í gær vegna rannsóknar á
millifærslum af reikningum
Landsbankans daginn áður
en hann fór í þrot. Meðal
annars var leitað í Seðla-
banka Íslands. Málið snýst
um 15 milljarða millifærsl-
ur til MP banka og Straums
og kaup í Landsbankanum
og Straumi fyrir tæpa 20
milljarða.
Sérstakur saksóknari handtók fjóra
fyrrverandi starfsmenn Lands-
bankans í gærmorgun og færði þá
til yfirheyrslu vegna rannsóknar á
15 milljarða millifærslum úr bank-
anum til MP banka og Straums,
daginn sem neyðarlögin voru sett.
Einnig eru til rannsóknar kaup
Landsbankans á verðbréfum úr
sjóðum Landsvaka eftir að sjóð-
unum var lokað fyrir um tuttugu
milljarða.
Landsbankamennirnir fjórir
Þeir sem voru handteknir eru Jón
Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri eignastýring-
ar bankans, Þórir Örn Ingólfsson,
fyrrverandi yfirmaður áhættu-
stýringar, Hannes Júlíus Hafstein,
fyrrverandi deildarstjóri fjárfest-
ingarbanka á lögfræðisviði bank-
ans, og Stefán Héðinn Stefánsson,
fyrrverandi stjórnarformaður
Landsvaka og núverandi aðstoðar-
forstjóri Saga fjárfestingarbanka.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins stóð til að láta fjór-
menningana lausa að loknum yfir-
heyrslum í gærkvöldi. Sigurjón
Þ. Árnason og Halldór J. Kristj-
ánsson, fyrrverandi bankastjórar
bankans, voru yfirheyrðir síðdegis
í gær og í gærkvöldi.
Samhliða handtökunum gerði
embætti saksóknara húsleitir á
fimm stöðum í gærmorgun, meðal
annars í höfuðstöðvum Landsvaka,
ALMC (áður Straumi), MP banka
og Seðlabankanum.
Stefán Jóhann Stefánsson hjá
Seðlabankanum segir að menn frá
saksóknara hafi mætt árla dags
með húsleitarúrskurð frá héraðs-
dómi og rætt við nokkra starfs-
menn. Enginn starfsmaður bank-
ans mun vera grunaður í málinu.
Skuldir gerðar upp á ögurstundu
Málin tengd Straumi og MP banka
snúast um endurhverf viðskipti við
Seðlabankann – svokölluð ástar-
bréf. Slík viðskipti gengu þannig
fyrir sig að stóru viðskiptabank-
arnir þrír leituðu til smærri fjár-
málafyrirtækja um lán í gegnum
Seðlabankann, eftir að þeim var
neitað um frekari lausafjárstuðn-
ing hjá Seðlabankanum. Smærri
fyrirtækin fengu lán í Seðlabank-
anum og lánuðu féð svo aftur til
stóru bankanna gegn veði í bréf-
um þeirra. Þessi viðskipti áttu
stærstan þátt í tæknilegu gjald-
þroti Seðlabankans.
Daginn sem Geir H. Haarde til-
kynnti um setningu neyðarlag-
anna greiddi Landsbankinn skuld-
ir af þessu tagi við Straum og MP
banka með millifærslum af reikn-
ingi sínum í Seðlabankanum. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
voru 7,2 milljarðar króna greiddir
til Straums og 7,4 milljarðar til MP
banka.
Með því móti var Straumi og
MP banka gert kleift að standa
við skuldbindingar sínar gagnvart
Seðlabankanum.
Sá gjörningur grundvallaðist á
samningum á milli Landsbankans
og Straums annars vegar og MP
banka hins vegar, sem kváðu á um
að síðarnefndu félögin gætu hvenær
sem er krafið bankann um endur-
greiðslu á lánunum. Sérstakur sak-
sóknari telur hins vegar óvíst að sá
sem framfylgdi þeim samningum
innan Landsbankans, Jón Þorsteinn
Oddleifsson, hafi haft heimild til
þess á þessum tíma – þegar í raun
var orðið ljóst að bankinn var
ógjaldfær.
Mál Landsvaka snýst um kaup
Landsbankans á bréfum í bankan-
um sjálfum og Straumi fyrir tæpa
tuttugu milljarða króna. Þau við-
skipti áttu sér einnig stað 6. október
2008, eftir að lokað hafði verið fyrir
viðskipti með bréf í sjóðunum. Bæði
Landsbankinn og Straumur voru að
meirihluta í eigu Björgólfsfeðga.
35 milljarða viðskipti á degi neyðarlaganna
STÝRÐI LANDSVAKA Stefán Héðinn Stefánsson, sem hér sést fyrir miðju, var hand-
tekinn í gær vegna rannsóknarinnar. Hann er nú aðstoðarforstjóri Saga fjárfestingar-
banka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÁHÆTTUSTJÓRI Þórir Örn Ingólfsson, til hægri, var leiddur á brott frá húsakynnum
sérstaks saksóknara í gær eftir yfirheyrslur.
Stígur
Helgason
stigur@frettabladid.is
Sk
já
rB
íó
V
O
D
, S
kj
ár
Fr
el
si
o
g
Sk
já
rH
ei
m
ur
e
r a
ðg
en
gi
le
gt
u
m
S
jó
nv
ar
p
Sí
m
an
s.
M
eð
D
ig
it
al
Ís
la
nd
+
fæ
st
a
ðg
an
gu
r a
ð
Sk
já
Ei
nu
m
o
g
Sk
já
Fr
el
si
.
GAME TÍVÍ
FRUMSÝNING Í KVÖLD