Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 48
 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR32 sport@frettabladid.is ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ fer nú í fyrsta sinn með fjögur stig inn í milliriðil á stórmóti en strákarnir okkar hafa þrisvar sinnum farið með þrjú stig – á EM í Austurríki í fyrra, á EM í Sviss og á EM í Svíþjóð 2002. Það er siminn.is Í dag getur þú leigt nýja mynd og fengið aðra á 0 kr. Ertu með Sjónvarp Símans? Pssst! Nýjar myndir eru merktar með stjörnu. Frábærir föstudagar með Símanum Sk já rB íó n æ st e kk i á ei ns ta ka s væ ð um á l an ds by gg ð in ni E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 8 5 1 HM 2011 Það var ótrúlega skemmti- legt að fylgjast með varnaruxanum Ingimundi Ingimundarsyni gegn Noregi í gær. Hann var í stanslaus- um slagsmálum við norsku leik- mennina allan leikinn og virtist skemmta sér konunglega. „Þetta var skemmtilegt og sér- staklega þar sem þetta eru Norð- menn. Ég er líklega vinsælasti maðurinn í Noregi núna – eða ekki,“ sagði Ingimundur og hló við. „Það mótiveraði mig aukalega að spila gegn Noregi. Þekki aðeins til þeirra og þeir eru hrokagikkir inn við beinið. Þetta var virkilega skemmtilegt og sérstaklega út af úrslitunum.“ Enn eina ferðina fór Ingimund- ur á kostum í íslensku vörninni en það hefur verið hreinn unaður að fylgjast með frammistöðu hans og Sverre hér í Svíþjóð. „Mér fannst vörnin vera þétt svona 80-90 prósent af leiktímanum. Við ætluðum ekki að breyta neinu í hálfleik og vissum að við myndum hrista þá af okkur á endanum,“ sagði Ingimundur en hann slóst mjög grimmilega við Myrhol og Löke. Voru ófáar skeytasendingarnar á milli þeirra allan leikinn. „Ég tek ofan fyrir Löke. Hann er líklega eini karlmaðurinn í þessu landsliði. Er ekki vælandi og tuðandi allan helvítis leikinn. Hann spilar eins langt og hann kemst og virðir að andstæðingur- inn gerir það líka. Það er meira en margir aðrir í hans liði.“ Þessi Noregsleikur gleymist seint og það er ótrúlegt að fylgjast með þessu stórkostlega íslenska liði þegar það dettur í gírinn eins og í gær. „Þetta var sigur liðsheildarinnar og gaman að sjá Bjögga í markinu. Norðmennirnir urðu bara hrædd- ir við hann. Hornamaðurinn þorði ekki einu sinni að skjóta á Bjögga, setti boltann frekar í markstang- irnar. Hann varði ótrúlega bolta. Þetta var virkilega sætt. Það er ekki hægt að neita því.“ Norðmenn eru hrokagikkir Ingimundur Ingimundarson heldur áfram að fara á kostum á HM í handbolta og hann var magnaður í miðri vörninni gegn Noregi í gær. „Diddi“ barðist grimmilega og var í miklu stríði við Norðmenn allan leikinn. TEKIÐ VEL Á NORÐMÖNNUM Ólafur Stefánsson, Ingimundur Ingimundarson og Alexander Petersson taka hér vel á Norðmanninum Börge Lund í gær. Samheldni íslensku varnarinnar var frábær eins og sést vel á þessari mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Henry Birgir Gunnarsson og Valgarður Gíslason fjalla um HM í Svíþjóð henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is KÖRFUBOLTI Grindvíkingar kom- ust á topp Iceland Express deildar karla með sannfærandi ellefu stiga sigri á Tindastól, 77-66, í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Grindavíkurliðið fór upp fyrir Snæfellinga með þessum sigri en Hólmarar geta endurheimt toppsætið með sigri á Njarðvík á morgun. KR-ingar og Keflvíkingar hafa líka byrjað nýtt ár af miklum krafti og unnu bæði lið góða úti- sigra í gær. Grindvíkingar hafa unnið vel úr mótlæti í upphafi ársins og eru búnir að vinna sex leiki í röð í Ice- land Express deildinni. Þrjá þá síð- ustu hafa þeir spilað Kanalausir eftir að bandaríski leikmaðurinn Brock Gillespie sveik þá og sá til þess að þeir hafa verið án Kana í öllum leikjum sínum á árinu 2011. Páll Axel Vilbergsson átti frá- bæran leik og var með 26 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Páll Axel hitti úr 10 af 14 skotum sínum í leiknum. Magnús Þór Gunnarsson var í stuði í tíu stiga sigri Keflavíkur, 102-92, á Stjörnunni í Garða- bæ. Stjarnan var 26-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en þá var komið að þætti Magnúsar, sem skoraði 26 stig í síðustu þremur leikhlut- unum. Magnús er nýgenginn til liðs við Keflavík frá nágrönnunum í Njarðvík. Thomas Sanders var stigahæstur Keflvíkinga með 32 stig og hefur leikið það vel í sínum fyrstu leikjum með liðinu að þeir hafa ekki fundið fyrir því að Lasar Trifunovic, stigahæsti leikmaður deildarinnar, hefur ekkert spilað í þremur fyrstu leikjum ársins. KR-ingar byrja nýja árið af miklum krafti en liðið vann sann- færandi 32 stiga sigur á Haukum, 106-74, og hefur því unnið alla fjóra leiki ársins 2011 í deild (3) og bikar (1). Marcus Walker átti stórleik hjá KR og skoraði 35 stig, þar af 15 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Pavel Ermolinskij var með 12 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Semaj Inge skoraði 22 stig fyrr Hauka. - óój KR og Keflavík unnu góða útisigra í Iceland Express deild karla í körfu í gær: Grindvíkingar upp í toppsætið MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON Er kominn aftur í Keflavík frá nágrönnunum í Njarðvík og var sjóðheitur í Garðabæn- um í gær. Magnús skoraði alls sjö þrista í leiknum en hér skorar hann tvö af 26 stigum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.