Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 21. janúar 2011 3 Pitsubotn úr spelti 350 g spelt 1½ msk. vínsteinslyftiduft sjávarsalt 3 msk. olía 180-200 ml vatn Setjið þurrefni saman í hrærivél, með hnoðara, og bætið olíu og vatni síðan út í. Þegar deigið er orðið að kúlu er það tilbúið. Fjarlægið deigið þá úr hrærivélinni, fletjið út og komið fyrir á bökunarpappír í ofn- skúffu og forbakið við 200 gráður í allt að fjórar mínútur. Takið pítsubotninn þá innan úr ofninum, leggið rakan klút yfir hann og látið standa í um það bil fjórar mínútur. Setjið á pítsabotninn sósu, ost og álegg að eigin vali og bakið þar til pitsan er til. Njótið svo að sporðrenna þessum sælkeramat. Pönnupitsa (þykkur botn), dugar í allt að þrjár pitsur, fer eftir stærð pönnu. 250 g hveiti 200 g heilhveiti 1 tsk. salt 1 bréf þurrger 3 msk. ólífuolía 180-200 ml volgt vatn Blandið öllum þurrefnum, nema þurrgerinu, saman í skál. Leysið þurrgerið upp í vatninu og bætið blöndunni út í skálina. Hnoðið saman, hellið olíu út í og hnoðið á borði þar til deigið er slétt. Setjið það þá aftur í skál og plastfilmu yfir. Ráðlegt er að láta deigið hefast í 30 til 40 mínútur. Takið það að svo búnu úr skálinni, hnoðið, skiptið í allt að þrjá hluta og fletjið út á hveitistráðu borði í kringlóttar kökur. Setjið botna (til skiptis) á olíuborna steikarpönnu og álegg að eigin vali ofan á. Pannan fer þá á heita plötu og er þar þangað til hliðarnar á pitsunni losna frá. Þá er pannan sett undir grill í ofni og pitsan bökuð í fáeinar mínútur þar til hún er tilbúin. Pitsa úr hveitikími 30 g hveitikím ½ msk. kryddjurtir 100-150 ml vatn 1 msk. olía Blandið saman hveitikími og kryddjurtum í lítilli skál og bætið vatni smám saman út í, hrærið þar til blandan er orðin álíka þykk og til dæmis hafra- grautur. Hellið blöndunni á olíusmurðan smjörpappír á ofnplötu, í ofni sem hefur verið hitaður í 200°C. Dreifið vel og vandlega úr henni þar til deigið verður að þunnum, kringlóttum botni sem alls staðar er jafn þykkur og sléttur. Bakið í allt að tuttugu mínútur, þar til útlit er fyrir að hann sé laus við raka. Setjið álegg að eigin vali á og bakið í mest tíu mínútur. Ýmsar skilgreiningar eru til yfir pitsur, þetta lostæti sem upphaf- lega var fátækramatur en hefur náð útbreiddum vinsældum á heimsvísu. Í einni segir að þær séu gerðar úr flatbotna og oft- ast kringlóttum brauðbotni, með tómatsósu, osti og öðru áleggi að eigin vali en við þetta má bæta að botninn er yfirleitt gerður úr hveiti, geri og vatni. Þessi einfalda formúla hefur svo verið þróuð áfram í ýmsar áttir af ýmsum ástæðum, ýmist í tilrauna- eða heilsuskyni eða til að falla betur að ólíkum smekk. Hér eru nokkur dæmi. roald@frettabladid.is Krásir hnoðaðar úr spelti og hveitikími ÞRÍR GÓÐIR BOTNAR Opnunartímar Dalvegur 2, Kópavogi Opið alla daga frá 11-1 Dalshraun 13, Hafnarfirði Opið Sun-fim frá 11-23 Opið fös-lau frá 11-23:30 Óskar strákunum okkar góðs gengis á HM Í Hafnarfirði bjóðum við upp á speltpizzurHádegis Tilboð Heimsendingar tilboð Hringdu núna í síma 907 1020 og þú styrkir HM liðið okkar um 2.000 kr. TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG STYÐJUM TIL SIGURS! STRÁKANA OKKAR Þykkar og mjúkar eða þunnar og stökkar, sjóðheitar beint úr ofn- inum eða af grillinu og hlaðnar gómsætum áleggstegundum að eigin vali. Kosturinn við pitsur er að þær er hægt að laga nákvæmlega að smekk hvers og eins, til dæmis með ýmsum ólík- um útfærslum á botnum sem gæti verið skemmtilegt og ögr- andi að prófa heima í eldhúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.