Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 42
 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Það er siminn.is Ertu með GSM hjá Símanum? Pssst! *Notkun á Íslandi, 100 MB in nan dag sin s. Þá færðu Netið í símanum á 0 kr. í dag.* Frábærir föstudagar með Símanum G re ið a þa rf m án að ar gj al d fy ri r G SM á sk ri ft e ð a fy lla á F re ls i sk v. v er ð sk rá . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 8 5 1 Sjáumst. Hljómsveitin Sixties Stórdansleikur á Kringlukránni föstudaginn 21. jan. og laugardaginn 22. jan. Tökum Þorranum fagnandi Aðeins 1500 kr aðgangseyrir Hönnuðurnir Aamu Song og Johan Olin opna í dag verslun sína, Secret Shop, í gallerínu Spark Design Space í dag. Finnsk fram- leiðsla og hefðir var kveikjan að hlutunum sem voru hannaðir fyrir verslun ina í upphafi. „Verslunin á sér þá forsögu að við vorum fyrir nokkrum árum beðin um að sýna í Kiasma-safninu í Helsinki [Nútímalistasafn Finna]. Við ákváðum að kynna okkur finnska framleiðslu, verksmiðjur sem enn væru starfandi og fram- leiddu finnskar vörur, húsgögn og föt,“ segir Aamu Song sem ásamt Johan Olin opnar Secret Shop í galleríinu Spark Design Space við Klapparstíg 33 í dag. Song og Olin kynntust í Helsinki og höfðu unnið saman að mörg- um verkefnum þegar sýningin í Kiasma varð að veruleika. „Við bjuggumst satt að segja ekki við því að enn væru framleiddir svona margir munir í Finnlandi. Við funduðum með framleiðendum og urðum mjög hrifin af því sem þeir voru að gera. Margar verk- smiðjurnar höfðu verið í eigu sömu fjölskyldunnar í kynslóðir. Hefðir þeirra og handverk urðu okkur innblástur að vörum sem við hönnuðum og létum framleiða á viðeigandi stöðum,“ segir Johan Olin en sýningin sem upp úr þessu spratt hét því viðeigandi nafni Inspired by Finland. Ullarföt, kollar og skór eru á meðal þess varð til vegna sýningarinnar. „Í kjölfarið opnuðum við Secret Shop eða Salakauppa, pínulitla verslun á besta stað í Helsinki, og því erum við verslunareigendur í dag,“ bætir hann við. Olin og Song eru gestakennarar í Listaháskóla Íslands í heimsókn sinni hér á landi og kynntu sömu- leiðis hönnun sína og aðferðir á fyrirlestri í Listasafni Reykja- víkur. Þau hafa farið víða með hönnun sína sem er „innblásin af hversdagslífinu,“ eins og segir á heimasíðu þeirra og með vænum skammti af húmor eins og blasir við þeim sem skoðar hana. „Við höfum gaman af því sem við erum að gera og það skilar sér í hönnuninni,“ segir Olin. Hann er finnskur en Song er frá Kóreu, þau búa í Finnlandi en hafa líka dvalið mikið í Kóreu. „Við gerð- um línu innblásna af Kóreu fyrir verslunina, það var satt best að segja allt öðruvísi. Í Kóreu er hægt að framleiða allt, sem er algjör draumur fyrir hönnuði,“ segir Song. „En það er líka erfitt, það verður erfiðara að ákveða hvað á að gera,“ bætir Olin við. Niðurstaðan varð sú að innblást- ur „kóresku“ línunnar var menn- ing Kóreu, meðal annars matar- menning, skór með reimum sem minna á núðlur og taska sem minnir á matarílát Kóreubúa, svo dæmi séu tekin. Þegar þau leituðu innblásturs í Belgíu varð útkom- an hattur sem er ólíkur eftir því hvernig honum er snúið og þannig vísar hönnunin til hinna tveggja mál-og menningarsvæða lands- ins. Fyrir utan Secret Shop vinna Olin og Song að ýmis konar hönn- unarverkefnum, bæði innanhúss og utan, en auk þess hafa þau sýnt í listasöfnum víða um heim eins og lesa má um á heimasíðu þeirra www.com-pa-ny.com. Sýn- ing þeirra í Spark Design Space stendur til 15. mars. sigridur@frettabladid.is Leyniverslun á Klapparstíg JOHAN OLIN OG AAMU SONG Núðluskórnir þeirra eru meðal þess sem er til sýnis í Spark Design Space. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.