Fréttablaðið - 21.01.2011, Page 42

Fréttablaðið - 21.01.2011, Page 42
 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Það er siminn.is Ertu með GSM hjá Símanum? Pssst! *Notkun á Íslandi, 100 MB in nan dag sin s. Þá færðu Netið í símanum á 0 kr. í dag.* Frábærir föstudagar með Símanum G re ið a þa rf m án að ar gj al d fy ri r G SM á sk ri ft e ð a fy lla á F re ls i sk v. v er ð sk rá . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 8 5 1 Sjáumst. Hljómsveitin Sixties Stórdansleikur á Kringlukránni föstudaginn 21. jan. og laugardaginn 22. jan. Tökum Þorranum fagnandi Aðeins 1500 kr aðgangseyrir Hönnuðurnir Aamu Song og Johan Olin opna í dag verslun sína, Secret Shop, í gallerínu Spark Design Space í dag. Finnsk fram- leiðsla og hefðir var kveikjan að hlutunum sem voru hannaðir fyrir verslun ina í upphafi. „Verslunin á sér þá forsögu að við vorum fyrir nokkrum árum beðin um að sýna í Kiasma-safninu í Helsinki [Nútímalistasafn Finna]. Við ákváðum að kynna okkur finnska framleiðslu, verksmiðjur sem enn væru starfandi og fram- leiddu finnskar vörur, húsgögn og föt,“ segir Aamu Song sem ásamt Johan Olin opnar Secret Shop í galleríinu Spark Design Space við Klapparstíg 33 í dag. Song og Olin kynntust í Helsinki og höfðu unnið saman að mörg- um verkefnum þegar sýningin í Kiasma varð að veruleika. „Við bjuggumst satt að segja ekki við því að enn væru framleiddir svona margir munir í Finnlandi. Við funduðum með framleiðendum og urðum mjög hrifin af því sem þeir voru að gera. Margar verk- smiðjurnar höfðu verið í eigu sömu fjölskyldunnar í kynslóðir. Hefðir þeirra og handverk urðu okkur innblástur að vörum sem við hönnuðum og létum framleiða á viðeigandi stöðum,“ segir Johan Olin en sýningin sem upp úr þessu spratt hét því viðeigandi nafni Inspired by Finland. Ullarföt, kollar og skór eru á meðal þess varð til vegna sýningarinnar. „Í kjölfarið opnuðum við Secret Shop eða Salakauppa, pínulitla verslun á besta stað í Helsinki, og því erum við verslunareigendur í dag,“ bætir hann við. Olin og Song eru gestakennarar í Listaháskóla Íslands í heimsókn sinni hér á landi og kynntu sömu- leiðis hönnun sína og aðferðir á fyrirlestri í Listasafni Reykja- víkur. Þau hafa farið víða með hönnun sína sem er „innblásin af hversdagslífinu,“ eins og segir á heimasíðu þeirra og með vænum skammti af húmor eins og blasir við þeim sem skoðar hana. „Við höfum gaman af því sem við erum að gera og það skilar sér í hönnuninni,“ segir Olin. Hann er finnskur en Song er frá Kóreu, þau búa í Finnlandi en hafa líka dvalið mikið í Kóreu. „Við gerð- um línu innblásna af Kóreu fyrir verslunina, það var satt best að segja allt öðruvísi. Í Kóreu er hægt að framleiða allt, sem er algjör draumur fyrir hönnuði,“ segir Song. „En það er líka erfitt, það verður erfiðara að ákveða hvað á að gera,“ bætir Olin við. Niðurstaðan varð sú að innblást- ur „kóresku“ línunnar var menn- ing Kóreu, meðal annars matar- menning, skór með reimum sem minna á núðlur og taska sem minnir á matarílát Kóreubúa, svo dæmi séu tekin. Þegar þau leituðu innblásturs í Belgíu varð útkom- an hattur sem er ólíkur eftir því hvernig honum er snúið og þannig vísar hönnunin til hinna tveggja mál-og menningarsvæða lands- ins. Fyrir utan Secret Shop vinna Olin og Song að ýmis konar hönn- unarverkefnum, bæði innanhúss og utan, en auk þess hafa þau sýnt í listasöfnum víða um heim eins og lesa má um á heimasíðu þeirra www.com-pa-ny.com. Sýn- ing þeirra í Spark Design Space stendur til 15. mars. sigridur@frettabladid.is Leyniverslun á Klapparstíg JOHAN OLIN OG AAMU SONG Núðluskórnir þeirra eru meðal þess sem er til sýnis í Spark Design Space. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.